Fyrri aukaspurning:
Hvaða land hefur þennan fána?
***
Aðalspurningar:
1. Úr hvaða jurt/blómum er bragðefnið vanilla unnið?
2. Hvernig er skinn ísbjarna á litinn?
3. Nýja Suður-Veils og Queensland eru hlutar af ... hverju?
4. Hver er syðst af þessum níu ítölsku borgum sem hér eru taldar í stafrófsröð: Bologna, Feneyjar, Flórens, Genúa, Mílanó, Napólí, Parma, Róm, Tórínó?
5. Tvær af borgunum eru hins vegar nyrstar — eða svo litlu munar á þeim að það er vart teljandi. Hverjar eru þær tvær? Nefna þarf báðar rétt til að fá stig.
6. Hvaða ár fékk Ísland fullveldi?
7. Hvað er hið opinbera þjóðardýr Skotlands: Einhyrningur — Gyllti örnin — Hálanda-nautgripur (Hielan coo) — Loch Ness-skrímslið — Úlfur — Villigöltur?
8. Í hvaða landi varð Perón forseti árið 1946?
9. Ketill flatnefur hét norskur höfðingi sem átti nokkur börn er settust að á Íslandi. Þar á meðal var dóttir ein sem byggði sér bæ í Hvammi. Hvað hét sú dóttir?
10. Önnur dóttir Ketils settist að í Eyjafirði með eiginmanni sínum. Hvað hét hún?
***
Seinni aukaspurning:
Þessi mynd birtist 2006 þegar konan tók við nýju starfi. Hver er konan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Orkídeu, brönugrasi.
2. Svart.
3. Ástralíu.
4. Napólí.
5. Feneyjar og Mílanó.
6. 1918.
7. Einhyrningur.
8. Argentínu.
9. Auður (eða Unnur) djúpúðga.
10. Þórunn — kölluð hyrna, en Þórunn nægir.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd er fáni Eistlands.
Á neðri mynd er Drífa Snædal.
Athugasemdir