Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

855. spurningaþraut: Í fyrsta sinn í sögu spurningaþrautarinnar er Doddastig í boði!

855. spurningaþraut: Í fyrsta sinn í sögu spurningaþrautarinnar er Doddastig í boði!

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd frá 1927 er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Espoo er 280.000 manna evrópsk borg sem núorðið er reyndar vaxin nær alveg saman við aðra borg, stærri. En í hvaða landi er Espoo?

2.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri Reykjavíkur 1994. Hvað nefndust samtökin sem hún var í framboði fyrir?

3.  Doddi: Bók sannleikans og Doddi: Ekkert rugl! nefndust tvær barnabækur sem út komu 2016 og 2017. Höfundarnir voru tvær konur. Þið fáið stig fyrir að nefna aðra þeirra, en ef þið eruð með bæði nöfn rétt fáiði sérstakt Doddastig.

4.  Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir eru umsjónarmenn vinsæls sjónvarpsþáttar. Hvað heitir hann?

5.  Bróðir Steinunnar Ásu Þorvaldsdóttur er fótboltaþjálfari í fremstu röð. Hvað heitir hann?

6.  Og hvaða lið þjálfar sá góði maður?

7.  Rithöfundur einn hóf feril sinn með ritun skáldsagna, gerðist svo um langt skeið aðsópsmikill blaðamaður og ritstjóri og skrifaði svo þrjár einkar opinskáar endurminningabækur — Týnd í paradís, Syndafallið og Bréf til mömmu. Hvað heitir höfundurinn?

8.  Í bókunum er m.a. fjallað um uppvöxt höfundarins í tilteknum söfnuði sem bannar blóðgjöf í lækningaskyni og hefði það bann getað haft örlagarík áhrif á líf höfundarins, sem stríddi við nokkurt heilsuleysi í æsku. Hvaða söfnuð er hér um að ræða?

9.  Á ofanverðri 19. öld fann John Stith Pemberton upp á svolitlu sem fljótlega náði miklum vinsældum og hefur haldið þeim fram á þennan dag. Hvað var það?

10.  Kynlífsstellingar bera ýmis nöfn af ýmsum uppruna, en eftir því sem næst verður komist er aðeins ein alþekkt stelling af því tagi kennd við tölu. Hvaða tala er það?

***

Seinni aukaspurning:

En úr hvaða kvikmynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Finnlandi.

2.  Reykjavíkurlistinn.

3.  Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir.

4.  Með okkar augum.

5.  Óskar Hrafn.

6.  Breiðablik.

7.  Mikael Torfason.

8.  Vottar Jehóva.

9.  Coca Cola.

10.  69.

***

Svör við aukaspurningum:

Efra skjáskotið er úr Metropolis.

Neðra skjáskotið er líka úr Metropolis.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár