Fyrri aukaspurning:
Málverkið hér að ofan sýnir konu eina sem vissulega á heima í veröld goðsagna og þjóðsagna. Hvað heitir hún?
***
Aðalspurningar:
1. Muckanaghederdauhaulia heitir allstór landskiki í landi einu. Nafnið þýðir „svínamýri milli tveggja voga“ og er líka stafsett svona: Muiceanach idir Dhá Sháile. Í hvaða landi er þessi Svínamýri?
2. Hversu margar eru keilurnar í algengustu tegund keiluspils?
3. Í svartri kómedíu sem frumsýnd var 1998 fjalla leikstjórar myndarinnar, sem eru tveir, um heldur misheppnaðan og seinheppinn mann sem telur sig þó vera snilling í keiluspili, og á við keiluspilið altént sumar af sínum fegurstu stundum. Hvað heitir þessi bíómynd?
4. Hvar — nokkuð nákvæmlega — er eyjaklasinn St.Kitts & Nevis?
5. Hvaða Íslendingur stofnaði — eða átti að minnsta kosti mestan þátt í að stofna — þann banka sem nú heitir Kvika banki?
6. Sá maður var reyndar afreksmaður á allt öðru sviði en bankaviðskiptum. Hvaða svið var það?
7. Íslensk leikkona hefur mikið leikið í Þýskalandi og var m.a. fastráðin við hið virta Volksbühne leikhús í Berlín í nokkur ár. Hvað heitir leikkonan?
8. Í hvaða landi er að finna ansi stóra styttu af sfinxinum svokallaða?
9. Hvað vantar helst á þá styttu?
10. Árið 1798 kom frægur kall langt að og skoðaði styttuna. Hann staldraði þó ekki lengi við í því landi. Hvaða frægi kall var þetta?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er konan hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Á Írlandi.
2. Tíu.
3. The Big Lebowski.
4. Í Karíbahafi.
5. Margeir Pétursson.
6. Skák.
7. Sólveig Arnarsdóttir.
8. Egiftlandi.
9. Nefið.
10. Napóleon Bónaparte.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Pandóra sem glaptist til að sleppa öllum heimsins hörmungum lausum úr skjóðu sinni eða kistli.
Á neðri myndinni er Mary Robinson fyrrum forseti Írlands.
Athugasemdir (2)