Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

853. spurningaþraut: Hvað vantar á fræga stóra styttu?

853. spurningaþraut: Hvað vantar á fræga stóra styttu?

Fyrri aukaspurning:

Málverkið hér að ofan sýnir konu eina sem vissulega á heima í veröld goðsagna og þjóðsagna. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Muckanaghederdauhaulia heitir allstór landskiki í landi einu. Nafnið þýðir „svínamýri milli tveggja voga“ og er líka stafsett svona: Muiceanach idir Dhá Sháile. Í hvaða landi er þessi Svínamýri?

2.  Hversu margar eru keilurnar í algengustu tegund keiluspils?

3.  Í svartri kómedíu sem frumsýnd var 1998 fjalla leikstjórar myndarinnar, sem eru tveir, um heldur misheppnaðan og seinheppinn mann sem telur sig þó vera snilling í keiluspili, og á við keiluspilið altént sumar af sínum fegurstu stundum. Hvað heitir þessi bíómynd?

4.  Hvar — nokkuð nákvæmlega — er eyjaklasinn St.Kitts & Nevis?

5.  Hvaða Íslendingur stofnaði — eða átti að minnsta kosti mestan þátt í að stofna — þann banka sem nú heitir Kvika banki?

6.  Sá maður var reyndar afreksmaður á allt öðru sviði en bankaviðskiptum. Hvaða svið var það?

7.  Íslensk leikkona hefur mikið leikið í Þýskalandi og var m.a. fastráðin við hið virta Volksbühne leikhús í Berlín í nokkur ár. Hvað heitir leikkonan?

8.  Í hvaða landi er að finna ansi stóra styttu af sfinxinum svokallaða?

9.  Hvað vantar helst á þá styttu?

10.  Árið 1798 kom frægur kall langt að og skoðaði styttuna. Hann staldraði þó ekki lengi við í því landi. Hvaða frægi kall var þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Á Írlandi.

2.  Tíu.

3.  The Big Lebowski.

4.  Í Karíbahafi.

5.  Margeir Pétursson.

6.  Skák.

7.  Sólveig Arnarsdóttir.

8.  Egiftlandi.

9.  Nefið.

10.  Napóleon Bónaparte.

Napóleon horfist í augu við sfinxinn.Sá sem málaði myndina kom greinilega aldrei til Egiftlands.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Pandóra sem glaptist til að sleppa öllum heimsins hörmungum lausum úr skjóðu sinni eða kistli.

Á neðri myndinni er Mary Robinson fyrrum forseti Írlands.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hefur þú verið að leita að fjármögnunarmöguleikum fyrir kaup á nýju húsnæði, byggingu, fasteignaláni, endurfjármögnun, skuldaaðlögun, persónulegum eða viðskiptalegum tilgangi? Velkomin til framtíðar! Fjármögnun auðveld með okkur. Hafðu samband við okkur þar sem við bjóðum upp á fjármálaþjónustu okkar á lágum og viðráðanlegum vöxtum upp á 3% til lengri og skemmri lánstíma, með 100% tryggingarláni. Áhugasamir umsækjendur ættu að hafa samband við okkur til að fá frekari lántökuferli í gegnum: joshuabenloancompany@aol.com
    0
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Napóleon var karl og var margsannað að hann hagaði sér sem slíkur gagnvart konum. Hann var ekki kall, en kall er hljómur, eða hljóð, sem karlar gefa frá sér til að ná athygli (á reyndar einnig við konur og börn og líklega um hán).
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár