Þegar talíbanar sneru aftur til valda í fyrra lofuðu þeir bót og betrun. Þeir sögðu samtökin hafa svarið af sér þátttöku í alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi og samtök á borð við al Kaída og íslamska ríkið yrðu upprætt í landinu. Þá myndu konur halda flestum réttindum sínum, stúlkur myndu áfram fá að sækja skóla og minnihlutahópar í landinu ekki lengur ofsóttir heldur þeim boðnar stöður í samsteypustjórn.
Fátt eða ekkert af þessu hefur gengið eftir. Talíbanar eru að vísu að heyja stríð gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, en þau telja talíbanastjórnina hafa svikið lit og ekki vera nægilega róttæk. Hins vegar tókst bandarísku leyniþjónustunni nýlega að hafa uppi á leiðtoga al Kaída, Aiman al-Zawahiri, í glæsivillu í fínasta úthverfi Kabúl, höfuðborgar Afganistans.
Hann var að sóla sig á svölunum þegar bandarísk sprengja féll á hann úr dróna en sagt er nánar frá því máli og hnignun al Kaída-samtakanna í …
Athugasemdir