Yfir þrjú hundruð kjarasamningar losna í haust og eftir áramót. Á sama tíma er verðbólgan í hæstu hæðum og mikil óvissa á erlendum mörkuðum, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu. Við bætist að vaxtahækkanir Seðlabankans hafa skert kaupmátt skuldara umtalsvert undanfarna mánuði, bæði almennings og fyrirtækja.
Hvernig er hægt að semja við slíkar aðstæður? Hverjar gætu kröfurnar orðið? Hvaða áhrif hefur upplausnin innan Alþýðusambandsins á sókn verkalýðshreyfingarinnar?
Ef markmiðið er að ná niður verðbólgu vegur þyngst að stöðva hækkanir á fasteignamarkaði. Áhrifa stýrivaxtahækkana Seðlabankans, til að ná þessu markmiði, er farið að gæta en eftirspurn eftir húsnæði er þó enn mikil og því óvíst hversu langan tíma það tekur að ná jafnvægi á markaði.
Meðal Seðlabankans hefur erfiðar aukaverkanir fyrir skuldara; Þeir taka á sig auknar byrðar, sem renna í vasa fjármagnseigenda. Innan verkalýðshreyfingarinnar virðist vera hljómgrunnur fyrir að svara þessu með því að kalla eftir að fjármagnseigendur beri hluta …
Athugasemdir