Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

847. spurningaþraut: Hvaða breska nýlenda sneri af braut sjálfstæðis?

847. spurningaþraut: Hvaða breska nýlenda sneri af braut sjálfstæðis?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki átti í alllangan tíma kringum aldamótin 1900 fánann hér að ofan? 

***

Aðalspurningar:

1.  Bresk nýlenda hóf leið sína til sjálfstæðis með því að fá stöðu svonefnds „dominion“ árið 1907. Árið 1934 varð þetta uppvaxandi ríki hins vegar að gefa sjálfstjórn sína upp á bátinn, því það var komið að fótum fram vegna skuldasöfnunar. Landsmenn leituðu þá hælis undir verndarvæng Breta. Árið 1949 varð niðurstaðan sú að nýlendan réði ekki við að verða sjálfstæð og hún var þá sameinuð annarri breskri nýlendu sem orðin var sjálfstæð. Hvaða fyrrverandi tilvonandi sjálfstæða ríki er hér um að ræða?

2.  Hver skrifaði bókina Midnight's Children eða Miðnæturbörn?

3.  Heimsmeistaramót karla í fótbolta hefst í nóvember. Hver er ástæðan fyrir því að mótið fer að þessu sinni fram í nóvember og desember en ekki í júní og júlí eins og ævinlega hingað til?

4.  Hvaða þjóð mun gera tilraun til að verja heimsmeistaratitil sinn frá Rússlandi 2018?

5.  Það hefur aðeins gerst tvisvar að fótboltaþjóð hefur tekist að verja heimsmeistaratitil sinn. Síðast gerðist það árið 1962. Hvaða þjóð varði þá titil sinn frá því 1958?

6.  Árið 1980 var frumsýnd í Bandaríkjunum hugljúf kvikmynd sem fjallaði um líf tveggja unglinga sem verða skipreika á eyju nokkurri. Eftir á að hyggja og með hliðsjón af nafni myndarinnar hefði jafnvel mátt ætla að hún hafi verið tekin á Íslandi, en svo var ekki. Hún var tekin í Suðurhöfum. En hvað hét þá þessi mynd?

7.  Hvaða starfi gegndi Richard Milhous Nixon 1953-1961?

8.  Edda Falak heldur úti Eigin konum og er menntuð í fjármálafræðum. Hún komst þó fyrst í sviðsljósið sem íþróttamaður sem stundaði ... hvaða grein?

9.   Foreldrar Eddu kynntust á Ítalíu, móðir hennar var íslensk en hvaðan er faðir hennar ættaður?

10.  Í einu ríki Evrópusambandsins er þungunarrof bannað. Algjörlega og undantekningarlaust. Það er meira að segja bannað þó um sé að ræða þungun vegna sifjaspells eða nauðgunar. Lögreglan hefur að vísu ekki reynt að framfylgja banninu lengi en það er eigi að síður í gildi. Hvaða Evrópusambandsríki er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Nýfundnaland.

2.  Salman Rushdie.

3.  Af því mótið er haldið í Katar og þar þykir of heitt yfir sumarið.

4.  Frakkar.

5.  Brasilíumenn.

6.  Blue Lagoon.

7.  Hann var varaforseti Bandaríkjanna.

8.  Cross Fit.

9.  Frá Líbanon.

10.  Malta.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Þýskalands frá 1871-1918.

Á neðri myndinni er Eva Braun, síðar í sólarhring Eva Hitler.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár