Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

847. spurningaþraut: Hvaða breska nýlenda sneri af braut sjálfstæðis?

847. spurningaþraut: Hvaða breska nýlenda sneri af braut sjálfstæðis?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki átti í alllangan tíma kringum aldamótin 1900 fánann hér að ofan? 

***

Aðalspurningar:

1.  Bresk nýlenda hóf leið sína til sjálfstæðis með því að fá stöðu svonefnds „dominion“ árið 1907. Árið 1934 varð þetta uppvaxandi ríki hins vegar að gefa sjálfstjórn sína upp á bátinn, því það var komið að fótum fram vegna skuldasöfnunar. Landsmenn leituðu þá hælis undir verndarvæng Breta. Árið 1949 varð niðurstaðan sú að nýlendan réði ekki við að verða sjálfstæð og hún var þá sameinuð annarri breskri nýlendu sem orðin var sjálfstæð. Hvaða fyrrverandi tilvonandi sjálfstæða ríki er hér um að ræða?

2.  Hver skrifaði bókina Midnight's Children eða Miðnæturbörn?

3.  Heimsmeistaramót karla í fótbolta hefst í nóvember. Hver er ástæðan fyrir því að mótið fer að þessu sinni fram í nóvember og desember en ekki í júní og júlí eins og ævinlega hingað til?

4.  Hvaða þjóð mun gera tilraun til að verja heimsmeistaratitil sinn frá Rússlandi 2018?

5.  Það hefur aðeins gerst tvisvar að fótboltaþjóð hefur tekist að verja heimsmeistaratitil sinn. Síðast gerðist það árið 1962. Hvaða þjóð varði þá titil sinn frá því 1958?

6.  Árið 1980 var frumsýnd í Bandaríkjunum hugljúf kvikmynd sem fjallaði um líf tveggja unglinga sem verða skipreika á eyju nokkurri. Eftir á að hyggja og með hliðsjón af nafni myndarinnar hefði jafnvel mátt ætla að hún hafi verið tekin á Íslandi, en svo var ekki. Hún var tekin í Suðurhöfum. En hvað hét þá þessi mynd?

7.  Hvaða starfi gegndi Richard Milhous Nixon 1953-1961?

8.  Edda Falak heldur úti Eigin konum og er menntuð í fjármálafræðum. Hún komst þó fyrst í sviðsljósið sem íþróttamaður sem stundaði ... hvaða grein?

9.   Foreldrar Eddu kynntust á Ítalíu, móðir hennar var íslensk en hvaðan er faðir hennar ættaður?

10.  Í einu ríki Evrópusambandsins er þungunarrof bannað. Algjörlega og undantekningarlaust. Það er meira að segja bannað þó um sé að ræða þungun vegna sifjaspells eða nauðgunar. Lögreglan hefur að vísu ekki reynt að framfylgja banninu lengi en það er eigi að síður í gildi. Hvaða Evrópusambandsríki er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Nýfundnaland.

2.  Salman Rushdie.

3.  Af því mótið er haldið í Katar og þar þykir of heitt yfir sumarið.

4.  Frakkar.

5.  Brasilíumenn.

6.  Blue Lagoon.

7.  Hann var varaforseti Bandaríkjanna.

8.  Cross Fit.

9.  Frá Líbanon.

10.  Malta.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Þýskalands frá 1871-1918.

Á neðri myndinni er Eva Braun, síðar í sólarhring Eva Hitler.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
2
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.
Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár