Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Milljóna prófkjörsbarátta, en hvaðan koma peningarnir?

Fjár­fest­ar og fast­eigna­mó­gúl­ar eru lík­leg­ast­ir til að styrkja borg­ar­stjórn­ar­fram­bjóð­end­ur. Þetta sýn­ir grein­ing Stund­ar­inn­ar á þeim styrkj­um sem veitt­ir voru til fram­bjóð­enda í próf­kjör­um fyr­ir síð­ustu kosn­ing­ar. Að­eins fram­bjóð­end­ur Sjálf­stæð­is­flokks og einn fram­bjóð­andi Við­reisn­ar ráku kosn­inga­bar­áttu sem kostaði meira en 550 þús­und.

Milljóna prófkjörsbarátta, en hvaðan koma peningarnir?
Fékk mest Hildur Björnsdóttir fékk hæstu styrkina fyrir prófkjör fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar; samtals 10,8 milljónir króna. Mynd: Stundin / Jón Ingi

Um helmingur af öllu fé sem frambjóðendur í prófkjörum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar fengu komu frá eignarhaldsfélögum og félögum sem sýsla með fjármuni. Fjórðungur kom frá fyrirtækjum sem starfa í byggingargeiranum eða fasteignauppbyggingu og sölu. Stór hluti þeirra eignarhaldsfélaga sem styrkti framboð einstaka frambjóðenda eiga í öðrum félögum sem vasast í fasteigna- og byggingariðnaði. Þetta sýnir greining Stundarinnar á uppgjörsyfirlitum frambjóðenda í Reykjavík. 

Styrkir koma þó að stórum hluta frá einstaklingum og eru þeir undanþegnir nafnbirtingu í uppgjörum frambjóðenda, séu styrkirnir undir 300 þúsund krónum. Þannig …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Hér má sjá vandamál smáþjóðar í hnotskurn. Hagsmunaöfl reyna að hafa áhrif á skipun borgarmálanna. Og sennilega tekst það með nægilegu fjármagni til þeirra sem verða í forystu. Síðan er reynsla í borgarmálum í Reykjavík talin forsenda þess að komast í ríkisstjórn. Fjárstyrkirnir hafa þess vegna langvarandi áhrif. Hvert þetta leiðir getum við séð í Bandaríkjunum.
    0
  • VH
    Viðar Hjartarson skrifaði
    Æ sér gjöf til gjalda.
    0
  • Jack Danielsson skrifaði
    Það ætti að setja algjört bann við að fyrirtæki styrki kosningabaráttu fólks eða flokka enda segir það sig sjálft að þau fyrirtæki sem styrkja stjórnmálaflokka eða frambjóðendur ætlast í flestum ef ekki öllum tilfellum til þess að styrkþegarnir vinni að hagsmunum þeirra fyrirtækja komist þeir til valda.
    2
    • Ásgeir Överby skrifaði
      Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gengið erinda byggingaverktaka í borgarstjórn. Tekið undir kröfur þeirra um þéttingu byggingarreita o.þ.h.
      0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Fjárstyrkir frá fyrirtækjum til stjórnmálamanna-flokka færa lýðræðið frá kjósendum til fyrirtækja. Æ er gjöf til gjalds.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár