Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

846. spurningaþraut: Hver er þekktasti Huttinn sem þið þekkið?

846. spurningaþraut: Hver er þekktasti Huttinn sem þið þekkið?

Fyrri aukaspurning:

Neðan til á myndinni hér að ofan er útlínukort af Reykjavík, eins og sjá má. Ofantil á myndina hef ég hins vegar sett útlínur á heilu ríki og er bæði kortin í nánast réttum hlutföllum. Þetta ríki er sem sé ekki stærra en þetta, bara hluti Reykjavíkur. Hvaða ríki er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Í fyrra setti Hlynur Andrésson Íslandsmet í tiltekinni íþróttagrein í Dresden í Þýskalandi og sló þar með met Kára Steins Karlssonar sem Kári hafði sett áratug fyrr í Berlín. Í hvaða grein var met Hlyns sett?

2. Hún varð fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu kornung að árum en fór þá jafnframt að gefa út ljóðabækur. Rúmlega þrítug hóf hún að gefa út skáldsögur en hefur þó áfram gefið út ljóð með reglulegu millibilli, nú síðast Tímann á leiðinni. Hvað heitir hún?

3.  Hvað heitir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur?

4.  Wu Zetian er eina konan sem hefur gegnt tilteknu embætti í eigin nafni, þótt ýmsar konur hafi vissulega ráðið miklu um þetta embætti bak við tjöldin — bæði fyrr og síðar. En hvaða embætti?

5.  Hvað heitir höfuðborgin í Sviss?

6.  Hvað nefnast héröðin sem eru helstu stjórnsýslueiningar í Sviss?

7.  Edda Andrésdóttir sjónvarpskona hefur skrifað nokkrar bækur um ævina og árið 1984 gaf hún til dæmis út bókina Á Gljúfrasteini, viðtalsbók við ... ?

8.  Hver teiknaði einhvers konar flugfarartæki á 15. öld sem svipaði mest til frumstæðrar þyrlu?

9.  Í að minnsta kosti tveim Star Wars myndum kemur við sögu frekar ólöguleg skepna sem líkist mest risastórum snigli eða klessu af einhverju tagi og hneigist víst mjög til glæpa. Þetta fyrirbæri er sagt vera af tegundinni Hutt, en heitir hvað?

10. Árið 1967 kom út á Íslandi safn tengdra smásagna sem nefndist Ástir samlyndra hjóna. Sögurnar þóttu nýstárlegar en margir hneyksluðust á málfari og uppákomum ýmsum í lífi persónanna. Hver var höfundurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Í búningi hvaða fótboltafélags er karlinn á myndinni hér að neðan? — En þar að auki, hvað heitir karlinn? Þetta er svo létt að ég get ekki gefið heilt lárviðarstig fyrir svarið, en segjum að þið fáið þá viðarstig!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Maraþon-hlaupi.

2.  Steinunn Sigurðardóttir.

3.  Hildur Björnsdóttir.

4.  Embætti keisara í Kína.

5.  Bern.

6.  Kantónur.

7.  Auði Laxness.

8.  Leonardo da Vinci.

9.  Jabba.

„Jabba the Hutt“ heitir persóna þessi á ensku

10.  Guðbergur Bergsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Ríkið á efri myndinni er Monaco.

Neðri mynd: Liðið er Barcelona. Karlinn er Johan Cruyff.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár