Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

846. spurningaþraut: Hver er þekktasti Huttinn sem þið þekkið?

846. spurningaþraut: Hver er þekktasti Huttinn sem þið þekkið?

Fyrri aukaspurning:

Neðan til á myndinni hér að ofan er útlínukort af Reykjavík, eins og sjá má. Ofantil á myndina hef ég hins vegar sett útlínur á heilu ríki og er bæði kortin í nánast réttum hlutföllum. Þetta ríki er sem sé ekki stærra en þetta, bara hluti Reykjavíkur. Hvaða ríki er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Í fyrra setti Hlynur Andrésson Íslandsmet í tiltekinni íþróttagrein í Dresden í Þýskalandi og sló þar með met Kára Steins Karlssonar sem Kári hafði sett áratug fyrr í Berlín. Í hvaða grein var met Hlyns sett?

2. Hún varð fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu kornung að árum en fór þá jafnframt að gefa út ljóðabækur. Rúmlega þrítug hóf hún að gefa út skáldsögur en hefur þó áfram gefið út ljóð með reglulegu millibilli, nú síðast Tímann á leiðinni. Hvað heitir hún?

3.  Hvað heitir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur?

4.  Wu Zetian er eina konan sem hefur gegnt tilteknu embætti í eigin nafni, þótt ýmsar konur hafi vissulega ráðið miklu um þetta embætti bak við tjöldin — bæði fyrr og síðar. En hvaða embætti?

5.  Hvað heitir höfuðborgin í Sviss?

6.  Hvað nefnast héröðin sem eru helstu stjórnsýslueiningar í Sviss?

7.  Edda Andrésdóttir sjónvarpskona hefur skrifað nokkrar bækur um ævina og árið 1984 gaf hún til dæmis út bókina Á Gljúfrasteini, viðtalsbók við ... ?

8.  Hver teiknaði einhvers konar flugfarartæki á 15. öld sem svipaði mest til frumstæðrar þyrlu?

9.  Í að minnsta kosti tveim Star Wars myndum kemur við sögu frekar ólöguleg skepna sem líkist mest risastórum snigli eða klessu af einhverju tagi og hneigist víst mjög til glæpa. Þetta fyrirbæri er sagt vera af tegundinni Hutt, en heitir hvað?

10. Árið 1967 kom út á Íslandi safn tengdra smásagna sem nefndist Ástir samlyndra hjóna. Sögurnar þóttu nýstárlegar en margir hneyksluðust á málfari og uppákomum ýmsum í lífi persónanna. Hver var höfundurinn?

***

Seinni aukaspurning:

Í búningi hvaða fótboltafélags er karlinn á myndinni hér að neðan? — En þar að auki, hvað heitir karlinn? Þetta er svo létt að ég get ekki gefið heilt lárviðarstig fyrir svarið, en segjum að þið fáið þá viðarstig!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Maraþon-hlaupi.

2.  Steinunn Sigurðardóttir.

3.  Hildur Björnsdóttir.

4.  Embætti keisara í Kína.

5.  Bern.

6.  Kantónur.

7.  Auði Laxness.

8.  Leonardo da Vinci.

9.  Jabba.

„Jabba the Hutt“ heitir persóna þessi á ensku

10.  Guðbergur Bergsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Ríkið á efri myndinni er Monaco.

Neðri mynd: Liðið er Barcelona. Karlinn er Johan Cruyff.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár