Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

830. spurningaþraut: Hér er þemaþraut sem snýst um Pólland og Pólverja

830. spurningaþraut: Hér er þemaþraut sem snýst um Pólland og Pólverja

Þema þraut dagsins snýst um Pólland.

Fyrri aukaspurningin er þessi:

Myndin hér að ofan er tekin í nágrenni stórrar pólskrar borgar í suðurhluta landsins. Hvað er í frásögur færandi um það sem á myndinni sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða pólsku borg upphófst verkalýðshreyfingin Samstaða með Lech Wałęsa í broddi fylkingar árið 1980?

2.  Í suðurhluta Póllands rísa tveir fjallgarðar og skammt á milli þeirra. Hvað heita þeir? Nefna þarf báða.

3.  Hvað heitir annars höfuðborg Póllands?

4.  Pólskur fótboltakarl hefur undanfarinn áratug verið einn helsti markaskorari Evrópufótboltans og er nýgenginn til liðs við Barcelona frá Bayern München. Hvað heitir hann?

5.  Allt frá 1386 til 1791 var Pólland í nánu en mis-formlegu og mis-virku sambandi við eitt nágrannaríkjanna og sambandsríki þeirra var eitt það allra stærsta í Evrópu á 17. öld. Hvaða land var þetta?

6.  Árið 1795 hvarf Pólland af landakortinu þegar þrjú nágrannaríki luku við að skipta því á milli sín og leið á löngu þangað til sjálfstætt Pólland birtist aftur á landakortinu. Hvaða þrjú ríki voru þetta? Athugið að hér þarf að gæta nákvæmni í svari.

7.  Ein manneskja fædd í Póllandi hefur bæði setið á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur. Hver er það?

8.  Pólverjar hafa átt fjölda frábærra kvikmyndagerðarmanna og hér skal spurt um einn þeirra. Hann fæddist 1941 og lést langt fyrir aldur fram 1996. Þá var hann orðinn heimsfrægur fyrir magnaða sjónvarpsseríu sem hann gerði eftir Boðorðunum tíu og gerði líka kunnar kvikmyndir eins og Tvöfalt líf Veróníku og litaþríteikinn: Blár, Hvítur og Rauður. Hvað hét hann?

9.  Þegar Jónas Hallgrímsson og félagar í Fjölni skrifuðu um Pólland á 19. öld þýddu þeir nafnið á íslensku, það er orðstofninn „pol“. Útgáfa Fjölnis af nafni Póllands náði þó ekki fótfestu, þótt rétt væri. Hvað vildu þeir kalla Pólland?

10.  Kona ein fæddist í Zamość í Póllandi 1871, var af Gyðingaættum en hafði pólsku að móðurmáli. Hún var vinstrisinnuð og byltingarsinni og þurfti að gjalda fyrir það með lífinu 1919, reyndar ekki heima í Póllandi heldur í Þýskalandi. Hvað hét hún?

***

Og af því þetta eru nú allt svo léttar spurningar, þá er hér ein sérstök aukaspurning sem gefur stig kennt við pólska bæinn Szczebrzeszyn:

Pólland á landamæri að nokkrum ríkjum. Hvað eru þau mörg?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá einn frægasta Pólverja sögunnar. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gdansk.

2.  Súdetafjöll og Karpatafjöll.

3.  Varsjá.

4.  Lewandowski.

5.  Litháen.

6.  Prússland (Þýskaland getur því miður ekki talist rétt), Austurríki (það er hins vegar nógu nákvæmt!) og Rússland.

7.  Pawel Bartoszek.

8.  Kieślowski.

9.  Sléttumannaland, en ég ætla að gefa líka rétt fyrir Sléttuland. 

10.  Rosa Luxemburg.

Svar við Szczebrzeszyn spurningunni:

Nágrannaríkin eru sjö: Þýskaland, Tékkland, Slóvakía, Úkraína, Belarús, Litháen og Rússland (Kaliningrad-hérað). Ekki er nauðsynlegt að hafa öll nágrannaríkin rétt, talan sjö er svarið sem gefur hið eftirsótta Szczebrzeszyn-stig.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri myndin er tekin í frægum saltnámum. Stytturnar eru úr salti.

Neðri myndin er af Copernicusi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár