Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Ekki bara Innipúki heldur líka stríðnispúki

20 ára af­mæli Inni­púk­ans verð­ur fagn­að með þriggja daga dag­skrá í mið­borg­inni um helg­ina. „Svo get­ur fólk bara far­ið heim til sín og sof­ið í eig­in rúmi,“ seg­ir Ás­geir Guð­munds­son skipu­leggj­andi sem hef­ur óbeit á úti­há­tíð­um.

Ekki bara Innipúki heldur líka stríðnispúki
Frá síðasta Innipúka Þrjú ár eru frá því að Innipúkinn fór síðast fram og við hæfi að hann snúi aftur á 20 ára afmæli sínu. Mynd: Brynjar Snær

„Ég er ekki bara innipúki heldur líka stríðnispúki og þess vegna segi ég að Reykjavík sé aldrei betri en þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“ Þetta segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar Innipúkans sem fram fer nú um verslunarmannahelgina.

Innipúkinn heldur upp á 20 ára afmæli sitt um þessar mundir, en hátíðin fór ekki fram síðustu tvö sumur vegna samkomutakmarkana. „Það er náttúrulega rosaleg gírun í gangi,“ segir Ásgeir. „Þetta er búið að eiga langan aðdraganda. Við þurftum að aflýsa 2020 með dags fyrirvara og fengum sex daga fyrirvara í fyrra. Stefnir ekki í annað en að hátíðin fari fram í ár og verði frábær á sínu tuttugasta aldursári.“

Ásgeir Guðmundsson og Steinþór Helgi ArnsteinssonSkipuleggjendur Innipúkans segjast þakklátir þeim sem stofnuðu hátíðina fyrir 20 árum fyrir að veita Reykvíkingum valkost.

Í þetta sinn fer dagskráin fram frá föstudegi til sunnudags í Gamla bíó og á Röntgen með útisvæði fyrir utan á Ingólfsstrætinu. Fram kemur margt af þekktasta tónlistarfólki landsins, meðal annars Bríet, Reykjavíkurdætur, Snorri Helgason, Inspector Spacetime, Aron Can og Bassi Maraj. Hljómsveitin Bjartar sveiflur lokar svo hátíðinni með sannkallaðri ballstemmningu á sunnudagskvöldinu.

Alltaf gott veður í Reykjavík

Aðspurður um hvaða þýðingu 20 ára afmæli hátíðarinnar hafi fyrir hann segir Ásgeir þakklæti sér efst í huga. „Ég er þeim sem komu að stofnun Innipúkans þakklátur fyrir að hafa gert það, að bjóða Reykvíkingum og innipúkum og þeim sem nenna ekki að vera innan um allan þennan fjölda á tjaldstæðum landsins upp á prógramm og glæða borgina lífi. Ég var það ungur að ég fór ekki á fyrstu hátíðina sem var haldin 2002 í Iðnó. Þar voru Rúnk, Singapore Sling, Dr. Gunni og fleiri sem komu fram.“

„Það verður karnivalstemmning ef veður leyfir“
Ásgeir Guðmundsson
um þversagnakennda útisvæðið á Innipúkanum.

Hann segir hátíðina mikilvæga sem valkost fyrir landsmenn um verslunarmannahelgina og að ekki skemmi fyrir að nú sé hún haldin á nýjum stað. „Gamla bíó er að okkar mati eitt flottasta tónleikahús landsins,“ segir Ásgeir. „Við munum svo loka götunni fyrir utan og vera með hið þversagnakennda útisvæði Innipúkans. Við setjum upp svæði þannig að fólk geti kælt sig á milli tónleika og þar ætlum við að vera með fata- og listamarkað. Ef veðrið verður slæmt, sem það verður ekki því það er alltaf gott veður í Reykjavík, þá færum við markaðina inn í anddyrið á Gamla bíó. Það verður karnivalstemmning ef veður leyfir, en sá eini sem þarf ekki að hafa áhyggjur af veðrinu um verslunarmannahelgina er Innipúkinn, því eins og nafnið ber með sér er okkar tónlistardagskrá innandyra. Svo getur fólk bara farið heim til sín og sofið í eigin rúmi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
3
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
7
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
10
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
7
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
9
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár