Tíðindin frá Japan eru einhver þau óvæntustu sem lengi hafa borist frá því landi. Ekki hefur verið gerð alvarlegt tilræði við líf stjórnmálaleiðtoga í um þrjátíu ár og engan sakaði í þeim árásum. Þar fyrir utan eru skotvopn nær óaðgengileg almenningi. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir opinberar tölur frá því í fyrra sýna að aðeins 12 glæpir hafi verið framdir þar sem skotvopn komu við sögu og aðeins þrír hafi látist af skotsárum. Meðaltalið er sjö atvik á ári þar sem einhver fellur fyrir skotvopni en í mörgum tilvikum er það af eigin hendi.
Japanska þjóðin telur 125 milljónir. Til samanburðar deyja um 50 þúsund Bandaríkjamenn af völdum skotsára árlega en þar búa vel innan við þrefalt fleiri en í Japan. Væru tölurnar sambærilegar myndu því tæplega tuttugu Bandaríkjamenn vera skotnir til bana á ári en ekki tugþúsundir eins og raunin er.
Japan hefur lengi verið álitið eitt öruggasta land …
Athugasemdir