Fyrri aukaspurning:
Hver er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness má lesa um persónuna Ástu Sóllilju?
2. Hvað heitir ameríska teiknimyndaserían Peanuts á íslensku?
3. Í hve mikilli hæð yfir yfirborði Jarðar byrjar heiðhvolfið (á ensku stratosphere)?
4. Hvað hét eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar hinnar seinni?
5. Hver gaf út hljómplötuna Vespertine fyrir 21 ári?
6. Í hvaða heimsálfu er landið Sri Lanka?
7. Um hverja notuðu norrænir menn orðið skrælingjar?
8. Hver er langfjölmennasti þéttbýliskjarninn á Vestfjörðum? Athugið að spurt er um þéttbýliskjarna, ekki sveitarfélög.
9. En hver er næstur í röðinni á Vestfjörðum að fjölmenni?
10. Og sá þriðji þá?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða hafsvæði má sjá á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sjálfstæðu fólki.
2. Smáfólk.
3. Tíu kílómetra hæð. Best að gefa einn kílómetra í svigrúm, svo rétt má teljast 9-11.
4. Filippus.
5. Björk.
6. Asíu.
7. Íbúa á meginlandi Norður-Ameríku og síðan Inúíta á Grænlandi.
8. Ísafjörður.
9. Bolungarvík.
10. Patreksfjörður.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Snorkstelpan úr Múmíndal.
Á neðri myndinni má greina Norðursjó.
Athugasemdir