Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

788. spurningaþraut: Hve langt er flug til New York, ef við kjósum að fljúga þangað?

788. spurningaþraut: Hve langt er flug til New York, ef við kjósum að fljúga þangað?

Fyrri aukaspurning: Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Undir hvaða nafni er Steinþór Hróar Steinþórsson þekktastur?

2.  Nú í byrjun júlí hefst Evrópumeistaramót kvenna í fótbolta. Ísland verður meðal þátttakenda. Hvar fer mótið fram?

3.  Síðasta mót var haldið í Hollandi 2017. Þá var Ísland líka með en gekk ekki sem skyldi. En hvaða þjóð varð þá Evrópumeistari?

4.  Inn af Skjálfandaflóa gengur Náttfaravík. Hvað er merkilegt við hana?

5.  Samuel Langhorne Clemens (1835-1910) var frægur bandarískur rithöfundur og skrifaði oft af miklum húmor, t.d. sögu um milljónpundaseðil. En undir hvaða nafni skrifaði hann?

6.  Hvar er Grasagarðurinn í Reykjavík?

7.  Hversu langan tíma tekur að meðaltali að fljúga frá Keflavíkur-flugvelli til New York? Skekkjumörk eru 10 mínútur til eða frá.

8.  Út af ströndum hvaða Afríkulands er eyjan Sansíbar?

9.  Helgi Hálfdanarson var lyfsali, bjó lengi á Húsavík en var meðfram öðrum störfum mjög mikilvirkur þýðandi. Hann þýddi t.d. öll leikverk ákveðins ensks rithöfundar. Hver var sá? 

10.  Hvað heita þeir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna sem enn lifa?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi ungi karl?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Steindi júníor.

2.  Englandi.

3.  Holland.

4.  Þar á að hafa reist sér bæ Náttfari, einn af mönnum Garðars Svavarssonar víkings, og samkvæmt því fyrsti norræni landnámsmaðurinn á Íslandi.

5.  Mark Twain.

6.  Í Laugardal.

7.  Flugið tekur yfirleitt 5 stundir og 45 mínútur, svo rétt telst hér vera 5 stundir og 35-55 mínútur. Rétt er að taka flugtíminn getur verið mismunandi vegna vinda og flughæðar, en 5.45 er sá meðaltími sem reiknað er með.

8.  Tansaníu.

9.  Shakespeare.

10.  Carter, Clinton, Bush yngri, Obama, Trump.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið er eftir Hockney.

Karlinn með augnsvipinn sterka er hins vegar málarinn Picasso.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu