Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

788. spurningaþraut: Hve langt er flug til New York, ef við kjósum að fljúga þangað?

788. spurningaþraut: Hve langt er flug til New York, ef við kjósum að fljúga þangað?

Fyrri aukaspurning: Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Undir hvaða nafni er Steinþór Hróar Steinþórsson þekktastur?

2.  Nú í byrjun júlí hefst Evrópumeistaramót kvenna í fótbolta. Ísland verður meðal þátttakenda. Hvar fer mótið fram?

3.  Síðasta mót var haldið í Hollandi 2017. Þá var Ísland líka með en gekk ekki sem skyldi. En hvaða þjóð varð þá Evrópumeistari?

4.  Inn af Skjálfandaflóa gengur Náttfaravík. Hvað er merkilegt við hana?

5.  Samuel Langhorne Clemens (1835-1910) var frægur bandarískur rithöfundur og skrifaði oft af miklum húmor, t.d. sögu um milljónpundaseðil. En undir hvaða nafni skrifaði hann?

6.  Hvar er Grasagarðurinn í Reykjavík?

7.  Hversu langan tíma tekur að meðaltali að fljúga frá Keflavíkur-flugvelli til New York? Skekkjumörk eru 10 mínútur til eða frá.

8.  Út af ströndum hvaða Afríkulands er eyjan Sansíbar?

9.  Helgi Hálfdanarson var lyfsali, bjó lengi á Húsavík en var meðfram öðrum störfum mjög mikilvirkur þýðandi. Hann þýddi t.d. öll leikverk ákveðins ensks rithöfundar. Hver var sá? 

10.  Hvað heita þeir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna sem enn lifa?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi ungi karl?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Steindi júníor.

2.  Englandi.

3.  Holland.

4.  Þar á að hafa reist sér bæ Náttfari, einn af mönnum Garðars Svavarssonar víkings, og samkvæmt því fyrsti norræni landnámsmaðurinn á Íslandi.

5.  Mark Twain.

6.  Í Laugardal.

7.  Flugið tekur yfirleitt 5 stundir og 45 mínútur, svo rétt telst hér vera 5 stundir og 35-55 mínútur. Rétt er að taka flugtíminn getur verið mismunandi vegna vinda og flughæðar, en 5.45 er sá meðaltími sem reiknað er með.

8.  Tansaníu.

9.  Shakespeare.

10.  Carter, Clinton, Bush yngri, Obama, Trump.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið er eftir Hockney.

Karlinn með augnsvipinn sterka er hins vegar málarinn Picasso.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár