Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga

Orku­veita Reykja­vík­ur gerði gjald­miðlask­skipta­samn­inga við Glitni banka ár­ið 2008 sem deilt hef­ur ver­ið um fyr­ir dómi. Þess­ir samn­ing­ar voru gerð­ir til þess að verja fyr­ir­tæk­ið fyr­ir geng­is­breyt­ing­um krón­unn­ar. Nú loks, 15 ár­um eft­ir að samn­ing­arn­ir voru gerð­ir, koma eft­ir­stöðv­ar samn­ing­anna til greiðslu eft­ir að Orku­veita Reykja­vík­ur tap­aði dóms­máli út af þeim. 2,6 millj­arð­ar króna fóru úr bók­um Orku­veitu Reykja­vík­ur út af upp­greiðslu samn­ing­anna sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fé­lags­ins nú í maí.

Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Tæplega 15 ára gamlar skuldir Orkuveita Reykjavíkur, sem Bjarni Bjarnason stýrir sem forstjóri, greiddi fyrr á árinu upp2.6 milljarða skuld við þrotabú Glitnis vegna gjaldmiðlaskiptasamninga frá hrunárinu 2008. Tekið skal fram að Bjarni var ekki forstjóri OR árið 2008.

Orkuveita Reykjavíkur greiddi upp 2,6 milljarða króna skuld við þrotabú Glitnis banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Um var að ræða skuld vegna gjaldmiðlasamninga sem fyrirtækið gerði við Glitni banka fyrir bankahrunið árið 2008. Frá þessu er greint í árshlutauppgjöri Orkuveitunnar sem birt var í lok maí. 

Orkuveita Reykjavíkur, sem er opinbert fyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga, hafði deilt við þrotabú Glitnis um árabil vegna gjaldmiðlaskiptasamninganna. Landsréttur dæmdi þrotabúi Glitnis í vil í nóvember 2021 og í janúar ákvað Hæstiréttur Íslands að hafna beiðni Orkuveitunnar um áfrýjunarleyfi í málinu. Niðurstaðan varð sú að Orkuveitan greiddi þrotabúi Glitnis tæplega 2,6 milljarða króna sem voru eftirstöðvarar samningsins en áður hafði félagið greitt Glitni 740 milljónir króna. Eigendur Orkuveitunnar eru Reykjavíkurborg, Borgarbyggð og Akraneskaupstaður. 

Áhættusamir samningar sem tíðkuðust mjög fyrir hrunið

Gjaldmiðlaskiptasamningar eru samningar þar sem aðilar samningsins veðja á það með hvaða hætti gengi gjaldmiðils muni þróast á ákveðnu tímabili. Aðilar samningsins eru yfirleitt annars vegar einstaklingar eða fyrirtæki, eins og Orkuveita Reykjavíkur, og svo fjármálafyrirtæki. Slíkir samningar eru skilgreindir sem áhættufjárfestingar og fóru margir einstaklingar og fyrirtæki flatt á gerð slíkra samninga á Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008.

Talaði um eðlilegar gengisvarnirBjörgólfur Thor Björgólfsson talaði um það skömmu eftir hrunið að gjaldmiðlaskiptasamningar Samsonar á sínum tíma hefðu verið eðlilegar gengisvarnir.

Íslenska krónan var um skeið mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum, til dæmis Bandaríkjadollarar, á árunum fram að 2007 en svo byrjaði hún að veikjast og kolféll í kringum hrunið um haustið og hélst veik um langt skeið þar á eftir. Þeir aðilar sem á þessum tíma höfðu veðjað á það með gerð gjaldmiðlaskiptasamninga að íslenska krónan myndi áfram haldast sterk á þessum tíma gátu því tapað háum fjárhæðum á því.

Á árunum fyrir hrunið voru einnig dæmi um það að fyrirtæki veðjuðu á gengislækkun krónunnar með gjaldmiðlaskiptasamningum á tilteknu tímabili en hún hafði auðvitað verið sögulega sterk á þessum tíma. Þannig tapaði Samson, móðurfélag Landsbanka Íslands, sem var í eigu Björgólfsfeðga, til dæmis tæplega  15,6 milljörðum króna á því að veðja á gengislækkun íslensku krónunnar árið 2007.  Vegna þess að gengi krónunnar hækkaði, þvert á mat Samsonar, tapaði félagið og græddi ekki.

Eftir að fjölmiðlar höfðu fjallað um þess viðskipti Samsonar steig Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Samsonar, fram í fjölmiðlum og sagði að slíkir gjaldmiðlaskiptasamningar fælu ekki í sér stað stöðutöku með eða gegn gjaldmiðli heldur væru „eðlilegar gengisvarnir“. 

Eitt er að einstaklingar og einkafjárfestar geri slíka áhættusama samninga og tapi mögulega háum fjárhæðum á því og svo er annað með fyrirtæki í opinberri eigu. 

Greitt í ár

Í svari frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að fyrirtækið hafi í gegnum árin verið með umfjallanir um þetta deilumál við Glitni í ársreikningum og opinberum gögnum félagsins. 

Orkuveitan bendir til dæmis á eftirfarandi skýringu í ársreikningi félagsins fyrir árið 2021.  „Þann 28. janúar 2022 synjaði Hæstiréttur Íslands Orkuveitu Reykjavíkur um áfrýjunarleyfi á niðurstöðu Landsréttar í málsókn þrotabús Glitnis, vegna ágreinings um uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum sem gerðir voru skömmu fyrir efnahagshrunið 2008. Við þetta ber Orkuveitu Reykjavíkur að greiða þrotabúinu um 3,4 milljarða króna sem eru færðir á meðal annarra skammtímaskulda. Á fyrri árum hefur félagið gjaldfært 740 milljónir vegna málsins og í árslok 2021 voru eftirstöðvar kröfunnar færðar til gjalda.

Félagið greindi einnig frá niðurstöðu Hæstaréttar Íslands þegar hún lá fyrir. 

Orkuveitan segir að það sé hins vegar ekki fyrr en nú, eftir að niðurstaða Landsréttar og svo Hæstaréttar Íslands um að taka málið ekki fyrir, sem fjármunirnir hafi verið greiddir til Glitnis.  Orðrétt segir í svarinu frá Orkuveitu Reykjavíkur: „Þetta er ekki með öðrum fjármagnskostnaði heldur í sérstakri línu í sjóðstreyminu í árshlutauppgjörinu síðasta af því þetta er einskiptis útgjöld. Fjárhæðin var sem sagt færð til gjalda í ársreikningi 2021 af því að þegar sá reikningur var gerður lá niðurstaða Hæstaréttar fyrir. Þetta kom ekki til greiðslu fyrr en 2022 og þess vegna eru eftirstöðvarnar í sjóðstreymi þar,“ segir í svari frá Orkuveitu Reykjavíkur. 

„Fram til ársloka 2008 virtust nefndarmenn í áhættunefnd trúa því að krónan myndi ná fyrri styrk eftir gengisfallið við gjaldþrot bankakerfisins“
Úr skýrslu um starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveitan trúði á krónuna 

Í svarinu  frá Orkuveitu Reykjavikur kemur fram að enginn sem starfar í fjármálum fyrirtækisins í dag geti veitt upplýsingar um þessa gjaldmiðlaskiptasamninga þar sem svo langt sé um liðið. Hins vegar hafi verið fjallað nokkuð um þessa samninga í skýrslu um starfsemi Orkuveitunnar sem gefin var út árið 2012.  

Í þeirri skýrslu er meðal annars fjallað um það að fyrirtækið hafi tekið stöðu með krónunni með gjaldmiðlaskiptasamningum árið 2006, þegar gengi hennar var í hæstu hæðum: „Árið 2006 tók fyrirtækið stöðu með íslensku krónunni með framvirkum samningum og hélt þeirri stöðu um nokkurra mánaða skeið. Eftir það voru ekki stórar stöður í gegnum afleiðusamninga á gjaldmiðla.“

Í fundargerðum áhættunefndar bankans frá mánuðum fyrir hrun, sem greint var frá í skýrslunni, kemur fram að Orkuveitan hafi áfram trúað á íslensku krónuna árið 2008 og jafnvel eftir bankahrunið 2008 þrátt fyrir að gengi hennar hafi veikst verulega. „Fram til ársloka 2008 virtust nefndarmenn í áhættunefnd trúa því að krónan myndi ná fyrri styrk eftir gengisfallið við gjaldþrot bankakerfisins. Sú áhætta sem fólst í gengisveikingu krónunnar var ekki varin. Orkuveitan tók stöðu með íslensku krónunni.“

Í skýrslunni um Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að fyrirtækið hafi fengið ráðgjöf um áhættustýringu frá fyrirtækinu Ráðgjöf og Efnahagsspár ehf: „Allt frá árinu 2004 fékk fjármálasvið, áhættustýringarsvið, áhættunefnd og stjórn Orkuveitunnar í hendur ársfjórðungslegar skýrslur frá fyrirtækinu Ráðgjöf og Efnahagsspár ehf. (R&E). Ráðgjöf og Efnahagsspá rann síðar inn í fjárfestingabankann Askar Capital. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GG
    Gylfi Garðarsson skrifaði
    Þessi frásögn talar inn í kjarna þeirra hrópandi kerfisvillu Íslands sem birtist m.a. í stjórnarþráðum valdaelítu landsins inn í mikilvægustu efnahagsstjórntæki þjóðarinnar þar sem undirsátar í dýrustu jakkafötum og drögtum, skreyttum gráðum í lögfræði, MBA osfrv., ráðskast með almannafé í þágu elítunnar. Oft og iðulega með skelfilegri niðurstöðu fyrir allan almenning, sem fær skellinn í sitt veski.

    Skv. Hagstofunni voru íbúar í Rvk. 2021 >135.000
    Meðalfjölskyldustærð fyrir landið í heild er um 4 einstaklingar
    Miðað við þær tölur er kostnaður Reykvíkinga 2022 vegna þáverandi ráðgjafa og stjórnar OR að meðaltali:
    Pr. íbúa í Rvk: >19.000 kr.
    Pr. fjölskyldu í Rvk: > 75.000 kr.
    Einnig mætti skoða tap OR út frá fjölda kjósenda eða útsvarsgreiðenda.
    En alveg sama hvernig við reiknum þá munu notendur notendur þjónustu OR greiða þetta yfirgengilega rugl sem viðbótarálag á reikningum þjónustunnar næstu misserin. Án þess að það sé tilgreint þar!

    Með réttu ætti að telja upp alla þá einstaklinga sem komu að hinni arfaheimsku ákvörðun OR 2008 og rekja feril þeirra varðandi stjórnmálatengsl og aðra valdapósta. Eitt helsta einkenni fólks í þessum stöðum er linnulaus ásókn í að ráðskast með annarra manna fé (e: other peoples money; OPM). Í flestum tilfellum í eigin hagsmunaskyni, án þess að bera neina ábyrgð ef allt fer til fjandans, eins og hér er lýst. Reyndar má geta að nýlega bauð einn þeirra sem hér hafa verið nefndir sig fram til stjórnarkjörs í lífeyrissjóði en var hvorki kosinn í aðal- né varastjórn (mbl.is-22.5.2022) - (https://www.frjalsi.is/fleira/um-frjalsa/). Sjóðsfélagar sjálfir kusu stjórnina.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Er þetta ekki ná skilt Orkuveituhúsinu risarækjueldinu og kostnaður sem hlaust af Alfreð Þorsteinsini?
    0
  • Þór Saari skrifaði
    Hverjir voru stjórnendur og í stjórn OR á þessum tíma? Hverjir áttu Ráðgjöf og efnahagsspá? Þessar mikilvægu upplýsingar vantar í fréttina.
    3
    • Steinþór Grímsson skrifaði
      Yngvi Harðarson M.A. en það sem er svo skrítið er að fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. með kennitöluna 461210-1040 var líka til 2002 og 2005 þegar það með Yngvari og Sverri Sverrissyni Ph.D. sendu athugasemd á Efnahag- og viðskiptanefnd Alþingis 2003 og svo ráðlögðu Reykjavíkurborg og slökkviliðinu 2005. Þeir fengu sem sagt nýja kennitölu á sama nafn 2010?!
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu