Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga

Orku­veita Reykja­vík­ur gerði gjald­miðlask­skipta­samn­inga við Glitni banka ár­ið 2008 sem deilt hef­ur ver­ið um fyr­ir dómi. Þess­ir samn­ing­ar voru gerð­ir til þess að verja fyr­ir­tæk­ið fyr­ir geng­is­breyt­ing­um krón­unn­ar. Nú loks, 15 ár­um eft­ir að samn­ing­arn­ir voru gerð­ir, koma eft­ir­stöðv­ar samn­ing­anna til greiðslu eft­ir að Orku­veita Reykja­vík­ur tap­aði dóms­máli út af þeim. 2,6 millj­arð­ar króna fóru úr bók­um Orku­veitu Reykja­vík­ur út af upp­greiðslu samn­ing­anna sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fé­lags­ins nú í maí.

Orkuveita Reykjavíkur greiðir 2,6 milljarða skuld vegna gamalla áhættufjárfestinga
Tæplega 15 ára gamlar skuldir Orkuveita Reykjavíkur, sem Bjarni Bjarnason stýrir sem forstjóri, greiddi fyrr á árinu upp2.6 milljarða skuld við þrotabú Glitnis vegna gjaldmiðlaskiptasamninga frá hrunárinu 2008. Tekið skal fram að Bjarni var ekki forstjóri OR árið 2008.

Orkuveita Reykjavíkur greiddi upp 2,6 milljarða króna skuld við þrotabú Glitnis banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Um var að ræða skuld vegna gjaldmiðlasamninga sem fyrirtækið gerði við Glitni banka fyrir bankahrunið árið 2008. Frá þessu er greint í árshlutauppgjöri Orkuveitunnar sem birt var í lok maí. 

Orkuveita Reykjavíkur, sem er opinbert fyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga, hafði deilt við þrotabú Glitnis um árabil vegna gjaldmiðlaskiptasamninganna. Landsréttur dæmdi þrotabúi Glitnis í vil í nóvember 2021 og í janúar ákvað Hæstiréttur Íslands að hafna beiðni Orkuveitunnar um áfrýjunarleyfi í málinu. Niðurstaðan varð sú að Orkuveitan greiddi þrotabúi Glitnis tæplega 2,6 milljarða króna sem voru eftirstöðvarar samningsins en áður hafði félagið greitt Glitni 740 milljónir króna. Eigendur Orkuveitunnar eru Reykjavíkurborg, Borgarbyggð og Akraneskaupstaður. 

Áhættusamir samningar sem tíðkuðust mjög fyrir hrunið

Gjaldmiðlaskiptasamningar eru samningar þar sem aðilar samningsins veðja á það með hvaða hætti gengi gjaldmiðils muni þróast á ákveðnu tímabili. Aðilar samningsins eru yfirleitt annars vegar einstaklingar eða fyrirtæki, eins og Orkuveita Reykjavíkur, og svo fjármálafyrirtæki. Slíkir samningar eru skilgreindir sem áhættufjárfestingar og fóru margir einstaklingar og fyrirtæki flatt á gerð slíkra samninga á Íslandi á árunum fyrir hrunið 2008.

Talaði um eðlilegar gengisvarnirBjörgólfur Thor Björgólfsson talaði um það skömmu eftir hrunið að gjaldmiðlaskiptasamningar Samsonar á sínum tíma hefðu verið eðlilegar gengisvarnir.

Íslenska krónan var um skeið mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum, til dæmis Bandaríkjadollarar, á árunum fram að 2007 en svo byrjaði hún að veikjast og kolféll í kringum hrunið um haustið og hélst veik um langt skeið þar á eftir. Þeir aðilar sem á þessum tíma höfðu veðjað á það með gerð gjaldmiðlaskiptasamninga að íslenska krónan myndi áfram haldast sterk á þessum tíma gátu því tapað háum fjárhæðum á því.

Á árunum fyrir hrunið voru einnig dæmi um það að fyrirtæki veðjuðu á gengislækkun krónunnar með gjaldmiðlaskiptasamningum á tilteknu tímabili en hún hafði auðvitað verið sögulega sterk á þessum tíma. Þannig tapaði Samson, móðurfélag Landsbanka Íslands, sem var í eigu Björgólfsfeðga, til dæmis tæplega  15,6 milljörðum króna á því að veðja á gengislækkun íslensku krónunnar árið 2007.  Vegna þess að gengi krónunnar hækkaði, þvert á mat Samsonar, tapaði félagið og græddi ekki.

Eftir að fjölmiðlar höfðu fjallað um þess viðskipti Samsonar steig Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Samsonar, fram í fjölmiðlum og sagði að slíkir gjaldmiðlaskiptasamningar fælu ekki í sér stað stöðutöku með eða gegn gjaldmiðli heldur væru „eðlilegar gengisvarnir“. 

Eitt er að einstaklingar og einkafjárfestar geri slíka áhættusama samninga og tapi mögulega háum fjárhæðum á því og svo er annað með fyrirtæki í opinberri eigu. 

Greitt í ár

Í svari frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að fyrirtækið hafi í gegnum árin verið með umfjallanir um þetta deilumál við Glitni í ársreikningum og opinberum gögnum félagsins. 

Orkuveitan bendir til dæmis á eftirfarandi skýringu í ársreikningi félagsins fyrir árið 2021.  „Þann 28. janúar 2022 synjaði Hæstiréttur Íslands Orkuveitu Reykjavíkur um áfrýjunarleyfi á niðurstöðu Landsréttar í málsókn þrotabús Glitnis, vegna ágreinings um uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum sem gerðir voru skömmu fyrir efnahagshrunið 2008. Við þetta ber Orkuveitu Reykjavíkur að greiða þrotabúinu um 3,4 milljarða króna sem eru færðir á meðal annarra skammtímaskulda. Á fyrri árum hefur félagið gjaldfært 740 milljónir vegna málsins og í árslok 2021 voru eftirstöðvar kröfunnar færðar til gjalda.

Félagið greindi einnig frá niðurstöðu Hæstaréttar Íslands þegar hún lá fyrir. 

Orkuveitan segir að það sé hins vegar ekki fyrr en nú, eftir að niðurstaða Landsréttar og svo Hæstaréttar Íslands um að taka málið ekki fyrir, sem fjármunirnir hafi verið greiddir til Glitnis.  Orðrétt segir í svarinu frá Orkuveitu Reykjavíkur: „Þetta er ekki með öðrum fjármagnskostnaði heldur í sérstakri línu í sjóðstreyminu í árshlutauppgjörinu síðasta af því þetta er einskiptis útgjöld. Fjárhæðin var sem sagt færð til gjalda í ársreikningi 2021 af því að þegar sá reikningur var gerður lá niðurstaða Hæstaréttar fyrir. Þetta kom ekki til greiðslu fyrr en 2022 og þess vegna eru eftirstöðvarnar í sjóðstreymi þar,“ segir í svari frá Orkuveitu Reykjavíkur. 

„Fram til ársloka 2008 virtust nefndarmenn í áhættunefnd trúa því að krónan myndi ná fyrri styrk eftir gengisfallið við gjaldþrot bankakerfisins“
Úr skýrslu um starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveitan trúði á krónuna 

Í svarinu  frá Orkuveitu Reykjavikur kemur fram að enginn sem starfar í fjármálum fyrirtækisins í dag geti veitt upplýsingar um þessa gjaldmiðlaskiptasamninga þar sem svo langt sé um liðið. Hins vegar hafi verið fjallað nokkuð um þessa samninga í skýrslu um starfsemi Orkuveitunnar sem gefin var út árið 2012.  

Í þeirri skýrslu er meðal annars fjallað um það að fyrirtækið hafi tekið stöðu með krónunni með gjaldmiðlaskiptasamningum árið 2006, þegar gengi hennar var í hæstu hæðum: „Árið 2006 tók fyrirtækið stöðu með íslensku krónunni með framvirkum samningum og hélt þeirri stöðu um nokkurra mánaða skeið. Eftir það voru ekki stórar stöður í gegnum afleiðusamninga á gjaldmiðla.“

Í fundargerðum áhættunefndar bankans frá mánuðum fyrir hrun, sem greint var frá í skýrslunni, kemur fram að Orkuveitan hafi áfram trúað á íslensku krónuna árið 2008 og jafnvel eftir bankahrunið 2008 þrátt fyrir að gengi hennar hafi veikst verulega. „Fram til ársloka 2008 virtust nefndarmenn í áhættunefnd trúa því að krónan myndi ná fyrri styrk eftir gengisfallið við gjaldþrot bankakerfisins. Sú áhætta sem fólst í gengisveikingu krónunnar var ekki varin. Orkuveitan tók stöðu með íslensku krónunni.“

Í skýrslunni um Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að fyrirtækið hafi fengið ráðgjöf um áhættustýringu frá fyrirtækinu Ráðgjöf og Efnahagsspár ehf: „Allt frá árinu 2004 fékk fjármálasvið, áhættustýringarsvið, áhættunefnd og stjórn Orkuveitunnar í hendur ársfjórðungslegar skýrslur frá fyrirtækinu Ráðgjöf og Efnahagsspár ehf. (R&E). Ráðgjöf og Efnahagsspá rann síðar inn í fjárfestingabankann Askar Capital. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GG
    Gylfi Garðarsson skrifaði
    Þessi frásögn talar inn í kjarna þeirra hrópandi kerfisvillu Íslands sem birtist m.a. í stjórnarþráðum valdaelítu landsins inn í mikilvægustu efnahagsstjórntæki þjóðarinnar þar sem undirsátar í dýrustu jakkafötum og drögtum, skreyttum gráðum í lögfræði, MBA osfrv., ráðskast með almannafé í þágu elítunnar. Oft og iðulega með skelfilegri niðurstöðu fyrir allan almenning, sem fær skellinn í sitt veski.

    Skv. Hagstofunni voru íbúar í Rvk. 2021 >135.000
    Meðalfjölskyldustærð fyrir landið í heild er um 4 einstaklingar
    Miðað við þær tölur er kostnaður Reykvíkinga 2022 vegna þáverandi ráðgjafa og stjórnar OR að meðaltali:
    Pr. íbúa í Rvk: >19.000 kr.
    Pr. fjölskyldu í Rvk: > 75.000 kr.
    Einnig mætti skoða tap OR út frá fjölda kjósenda eða útsvarsgreiðenda.
    En alveg sama hvernig við reiknum þá munu notendur notendur þjónustu OR greiða þetta yfirgengilega rugl sem viðbótarálag á reikningum þjónustunnar næstu misserin. Án þess að það sé tilgreint þar!

    Með réttu ætti að telja upp alla þá einstaklinga sem komu að hinni arfaheimsku ákvörðun OR 2008 og rekja feril þeirra varðandi stjórnmálatengsl og aðra valdapósta. Eitt helsta einkenni fólks í þessum stöðum er linnulaus ásókn í að ráðskast með annarra manna fé (e: other peoples money; OPM). Í flestum tilfellum í eigin hagsmunaskyni, án þess að bera neina ábyrgð ef allt fer til fjandans, eins og hér er lýst. Reyndar má geta að nýlega bauð einn þeirra sem hér hafa verið nefndir sig fram til stjórnarkjörs í lífeyrissjóði en var hvorki kosinn í aðal- né varastjórn (mbl.is-22.5.2022) - (https://www.frjalsi.is/fleira/um-frjalsa/). Sjóðsfélagar sjálfir kusu stjórnina.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Er þetta ekki ná skilt Orkuveituhúsinu risarækjueldinu og kostnaður sem hlaust af Alfreð Þorsteinsini?
    0
  • Þór Saari skrifaði
    Hverjir voru stjórnendur og í stjórn OR á þessum tíma? Hverjir áttu Ráðgjöf og efnahagsspá? Þessar mikilvægu upplýsingar vantar í fréttina.
    3
    • Steinþór Grímsson skrifaði
      Yngvi Harðarson M.A. en það sem er svo skrítið er að fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. með kennitöluna 461210-1040 var líka til 2002 og 2005 þegar það með Yngvari og Sverri Sverrissyni Ph.D. sendu athugasemd á Efnahag- og viðskiptanefnd Alþingis 2003 og svo ráðlögðu Reykjavíkurborg og slökkviliðinu 2005. Þeir fengu sem sagt nýja kennitölu á sama nafn 2010?!
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár