Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir drapplitaða ríkið þarna í miðjunni?
***
Aðalspurningar:
1. Og það liggur þá beint við að spyrja, hvað heitir höfuðborgin í því ríki?
2. Hver samdi óperuna Carmen?
3. Hvað hét forseti Úkraínu áður en Volodomyr Selenskí tók við?
4. En hvað hét forseti Frakklands áður en Macron tók við?
5. Hvaða fjörður, flói, vík eða vogur er milli Eyjafjarðar og Öxarfjarðar?
6. Hvað hét höfundur Tarzan-bókanna, fullu nafni?
7. „Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á ...“ — ja, hvar?
8. Bubbi Morthens syngur líka: „Ég veit að englarnir fljúga ekki í nótt og leiðin liggur ...“ hvert?
9. Einar Þorsteinsson er nú kominn í borgarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn. Kona hans virðist hafa verið á undan honum í flokkinn því hún hefur í nokkur ár verið aðstoðarmaður tveggja ráðherra Framsóknar. Og hún heitir ... hvað?
10. Calisota heitir ímyndað ríki Bandaríkjanna sem kemur við sögu í skáldverkum. Hver er óumdeilanlega frægasti íbúi Calisota?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er karl þessi?
***
Svör við aðalspurningum;
1. Managua.
2. Bizet.
3. Porosénko.
4. Hollande.
5. Skjálfandi.
6. Edgar Rice Burroughs.
7. Mýdalssandi.
8. „... ekki heim.“
9. Milla Ósk.
10. Andrés Önd.
***
Svör við aukaspurningum:
Landið sem vantar á fyrri myndina er Nicaragua.
Á neðri myndinni er Gunnar Nelson glímukappi.
Athugasemdir