Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur selt eitt af skipum sínum, nóta- og togveiðiskipið Sighvat Bjarnason, til ónefnds fyrirtækis í Hong Kong. Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í tölvupósti.
Vinnslustöðin greindi sjálf frá sölu skipsins á heimasíðu sinni, en sagði þá ekki frá því hvaða fyrirtæki keypti skipið né frá hvaða landi það er. Salan á Sighvati Bjarnasyni var tilkynnt á sama tíma og kaup Vinnslustöðvarinnar á uppsjávarskipinu Garðari af norskri útgerð.
„Fyrirtækið er frá Hong Kong eins og ég sagði og er búið að greiða kaupverðið, sem skiptir okkur mestu máli.“
Sigurgeir Brynjar, eða Binni eins og hann er yfirleitt kallaður, segir að Vinnslustöðin vilji ekki greina frá nafni fyrirtækisins í Hong Kong fyrr en fulltrúar fyrirtækisins hafa gefið leyfi fyrir því. Hann segir að aðalmálið fyrir Vinnslustöðina sé að kaupverð skipsins hafi nú þegar verið greitt: „Fyrirtækið er frá Hong Kong eins og ég sagði …
Athugasemdir