Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

776. spurningaþraut: Turku, Tarsus og biskupsdóttir í Skálholti

776. spurningaþraut: Turku, Tarsus og biskupsdóttir í Skálholti

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd, eða kvikmyndaröð, er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver er kvaðratrótin af 9?

2.  Hvað þýðir orðið nostalgía?

3.  Árin 1919 og 1928 voru gerðar fyrstu tilraunir að stofna flugfélög á Íslandi. Bæði félögin hétu Flugfélag Íslands en urðu mjög skammlíf. Árið 1937 var hins vegar stofnað flugfélag sem óx og dafnaði og árið 1940 var skipt um nafn á því og það tók, eins og fyrri félögin, upp nafnið Flugfélag Íslands. Hvað hafði þetta lífvænlega félag heitið fyrstu þrjú árin?

4.  Hvað hét biskupsdóttirin í Skálholti sem mátti á 17. öld sverja opinberan skírlífseið?

5.  En hvað hét ungi karlinn sem hún sór af sér með þessum hætti — þótt hún eignaðist síðar barn með honum? Hér dugar skírnarnafn hans.

6.  Þegar biskupsdóttir dó var frumfluttur við útför hennar sálmur sem kunnur er undir nafninu ... ?

7.  Hver orti þann sálm?

8.  Í hvaða landi er borgin Turku?

9.  Önnur borg heitir hins vegar Tarsus. Í hvaða ríki er hún nú um stundir?

10.  Margir hafa fæðst og lifað í Tarsus gegnum tíðina. Það er hins vegar alveg óhætt að segja að einn karl, löngu dauður, sé frægari og áhrifameiri en allir aðrir íbúar Tarsus fyrr og síðar. Undir hvaða nafni þekkjum við hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fyrirbæri má sjá hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  3.

2.  Eftirsjá.

3.  Flugfélag Akureyrar.

4.  Ragnheiður Brynjólfsdóttir.

5.  Daði.

6.  Allt eins og blómstrið eina.

7.  Hallgrímur Pétursson.

8.  Finnlandi.

9.  Tyrklandi.

10.  Páll postuli.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr myndaröðinni Scream.

Neðri myndin er af Miðgarðsormi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár