Utanríkisráðherra hafði í þrígang óskað eftir fresti til að svara fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um hergagnaflutninga íslenskra stjórnvalda til Úkraínu. Svarið barst loks í vikunni án þess þó að það varpaði frekara ljósi á umfang, tíðni eða hvað hefði verið flutt af hergögnum. Hins vegar svaraði utanríkisráðherra spurningu um heildarkostnað við flugið.
„Um miðjan maí 2022 hafði íslenska ríkið greitt rúmlega 125 millj. kr. fyrir flutning á búnaði, fyrst og fremst hergögnum, til notkunar í Úkraínu,“ segir í svari ráðuneytisins. Um það hvers kyns hergögn hafi verið flutt segir að „fyrst og fremst hafi verið um að ræða skotfæri, en einnig annan búnað,“ en vísað er til þess að trúnaður ríki um nákvæma farmskrá með vísan til ákvæða upplýsingalaga um samskipti við erlend ríki eða fjölþjóðastofnanir.
Sem fyrr er enn ekki ljóst hversu mörg flugin …
Athugasemdir