Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hergagnaflug fyrir 125 milljónir

Ís­lensk stjórn­völd hafa frá því í lok fe­brú­ar greitt 125 millj­ón­ir króna fyr­ir her­gagna­flutn­ing. Stærst­ur hluti greiðsl­unn­ar hef­ur far­ið til flug­fé­lags­ins Blá­fugls. Hlut­hafi í móð­ur­fé­lagi þess og her­mála­full­trúi Ís­lands hjá NATO hef­ur haft milli­göngu um við­skipt­in. Tvær flug­vél­ar rúss­neska rík­is­ins eru skráð­ar á ís­lenska loft­fara­skrá. Blá­fugl leigði vél­arn­ar stuttu fyr­ir inn­rás­ina í Úkraínu en varð að skila þeim vegna við­skipta­banns gegn Rúss­um.

Hergagnaflug fyrir 125 milljónir

Utanríkisráðherra hafði í þrígang óskað eftir fresti til að svara fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um hergagnaflutninga íslenskra stjórnvalda til Úkraínu. Svarið barst loks í vikunni án þess þó að það varpaði frekara ljósi á umfang, tíðni eða hvað hefði verið flutt af hergögnum. Hins vegar svaraði utanríkisráðherra spurningu um heildarkostnað við flugið.

Rósa BjörkSpurði utanríkisráðherra um hergagnaflutninga íslenskra stjórnvalda til Úkraínu.

„Um miðjan maí 2022 hafði íslenska ríkið greitt rúmlega 125 millj. kr. fyrir flutning á búnaði, fyrst og fremst hergögnum, til notkunar í Úkraínu,“ segir í svari ráðuneytisins. Um það hvers kyns hergögn hafi verið flutt segir að „fyrst og fremst hafi verið um að ræða skotfæri, en einnig annan búnað,“ en vísað er til þess að trúnaður ríki um nákvæma farmskrá með vísan til ákvæða upplýsingalaga um samskipti við erlend ríki eða fjölþjóðastofnanir.

Sem fyrr er enn ekki ljóst hversu mörg flugin …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár