Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Til hvers eru skáld?

Þor­vald­ur Gylfa­son ræð­ir við Kristján Hreins­son.

Til hvers eru skáld?

Við sitjum hér í sumarblíðu við sunnanvert Gardavatn í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, við skáldið og heimspekingurinn sem reif sig upp úr Skerjafirðinum og fluttist til Mílanó í miðju heimsins. Við erum hér ásamt fríðu föruneyti á tónleikaferð með Ítölsku söngvabókina okkar hringinn í kringum vatnið fagra og spjöllum um heima og geima og þó mest um Kristján sjálfan, nema hvað. Hann er þaulreyndur skemmtikraftur. Sjálfur hef ég hvergi troðið upp sem slíkur nema einu sinni í Jökulfjörðunum. 

Þorvaldur Gylfason: Segðu mér, Kristján, til hvers eru skáld?

Kristján Hreinsson: Skáldum er ætlað að rétta gang mannlífsins, benda á víti til að varast. Eitt sinn var sagt um ungan mann sem bjó ekki svo langt frá æskustöðvum mínum: Hann er svo mikill ónytjungur að hann verður annaðhvort skáld eða prestur.

Þorvaldur: Æskustöðvunum segirðu. Ertu að tala um Ísafjörð?

Kristján: Nei, Kópavog. En ég ákvað að gerast Ísfirðingur. Held að það séu sjálfsögð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár