Félagið sem Jón Gunnarsson og eiginkona hans stofnuðu í mars á þessu ári og keypti mánuði síðar einbýlishús og lóðarréttindi í Garðabæ fyrir 300 milljónir, var strax í upphafi nefnt eftir götunni sem lóðin stendur gegnt; Hraunprýði. Tilgangur félagsins var líka þá sagður vera viðskipti með lóðir og bygging fasteigna. Engu að síður gáfu bæði dómsmálaráðherra og stjórnarformaður félagsins til kynna að félagið hafi verið stofnað með eitthvað annað í huga en kaup á þessu tiltekna einbýlishúsi og lóðarréttindum í Garðabæ.
Töluðu eins og félagið hafi legið í skúffu
„Við hjónin áttum þetta félag og svo er ákveðið að fara inn í þetta verkefni með fleiri aðilum og þar með var eignarhaldinu á þessu félagi breytt sem að síðan kaupir þetta land,“ sagði Jón í samtali við Stundina fyrir helgi. Þá vísaði hann sérstaklega til þess að búið væri að færa heimilisfang fyrirtækisins af eigin heimili og á heimili stjórnarformannsins. …
Athugasemdir