Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nafn fasteignafélags ráðherra vísaði alltaf til lóðarinnar

Fé­lag­ið sem Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra stofn­aði ásamt eig­in­konu sinni fékk strax nafn sem vís­ar til stað­setn­ing­ar lóð­ar sem síð­ar var keypt. Í svör­um ráð­herr­ans og nýs stjórn­ar­for­manns fé­lags­ins var gef­ið í skyn að fé­lag­ið hafi ekki ver­ið stofn­að í þeim til­gangi að kaupa lóð­ina. Öll gögn um starf­semi fé­lags­ins gefa ann­að til kynna.

Nafn fasteignafélags ráðherra vísaði alltaf til lóðarinnar

Félagið sem Jón Gunnarsson og eiginkona hans stofnuðu í mars á þessu ári og keypti mánuði síðar einbýlishús og lóðarréttindi í Garðabæ fyrir 300 milljónir, var strax í upphafi nefnt eftir götunni sem lóðin stendur gegnt; Hraunprýði. Tilgangur félagsins var líka þá sagður vera viðskipti með lóðir og bygging fasteigna. Engu að síður gáfu bæði dómsmálaráðherra og stjórnarformaður félagsins til kynna að félagið hafi verið stofnað með eitthvað annað í huga en kaup á þessu tiltekna einbýlishúsi og lóðarréttindum í Garðabæ. 

Töluðu eins og félagið hafi legið í skúffu

„Við hjónin áttum þetta félag og svo er ákveðið að fara inn í þetta verkefni með fleiri aðilum og þar með var eignarhaldinu á þessu félagi breytt sem að síðan kaupir þetta land,“ sagði Jón í samtali við Stundina fyrir helgi. Þá vísaði hann sérstaklega til þess að búið væri að færa heimilisfang fyrirtækisins af eigin heimili og á heimili stjórnarformannsins. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár