Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

770. spurningaþraut: Hér er spurt um eyjar Kyrrahafsins stóra

770. spurningaþraut: Hér er spurt um eyjar Kyrrahafsins stóra

Í dag snúast allar spurningarnar um eyjar á Kyrrahafi.

Fyrri aukaspurning er þessi:

Á hvaða eyju er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver af þessum eyjum, eða eyjaklösum, er EKKI í Kyrrahafinu: Barbados — Bora Bora — Fiji — Guam — Tahíti?

2.  Hver er annars stærsta eyjan í Kyrrahafi? Athugið að hér er átt við Kyrrahafið í víðum skilningi en Ástralía telst þó ekki með.

3.  En hver ætli sé sú næst stærsta?

4.  Á hvaða eyjaklasa í Kyrrahafinu má finna fjölda dýrategunda sem hvergi eru til annars staðar, allt frá risaskjaldbökum til smáfugla?

5.  Hvaða eyja í Kyrrahafinu varð svo fræg fyrir kjarnorkutilraunir að nafn eyjarinnar var að lokum notað yfir nýja tegund af klæðisplaggi?

6.  Í síðari heimsstyrjöldinni var háð fræg sjóorrusta (þó eingöngu með flugvélum) sumarið 1942, við eyjar nokkurn veginn miðja vegu milli Japans og Havaí-eyja. Þar áttust við Japanir og Bandaríkjamenn. Hvað heita þessar eyjar?

7.  Árið 1789 gerðu skipverjar á bresku skipi að nafni Bounty uppreisn gegn skipstjóra sínum. Þeir voru þá nýkomnir frá því að eyða löngum tíma á suðurhafseyju sem þeim fannst paradís líkust og vildu ekki snúa heim. Á hvaða eyju höfðu þeir verið? 

8.  Uppreisnarmenn settust svo að á annarri eyju og afkomendur þeirra búa þar enn. Hvað heitir sú litla og afskekkta eyja?

9.  Tvær mjög stórar (hvor um sig stærri en Ísland) og samliggjandi eyjar í Kyrrahafinu fundust ekki eða voru numdar af mönnum fyrr en um árið 1200. Þeir eru líka nokkuð afskekktar. Nú er eitt ríki á þessum eyjum báðum. Hvað heitir það?

10.  Í Kyrrahafinu er að finna þrjú fámennustu sjálfstæðu ríki heims (fyrir utan Vatíkanið). Íbúar þeirra eru á bilinu 10.000-17.000. Þið fáið eitt stig ef þið getið nefnt eitt þeirra, lárviðarstig ef þið getið nefnt tvö en sérstakt Hōkūleʻa-stig ef þið getið öll þrjú. Röðin þarf ekki að vera rétt. 

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða eyjaklasa í Kyrrahafinu má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Barbados er í Karíbahafi.

2.  Nýja Gínea.

3.  Borneó.

4.  Galapagos.

5.  Bikini.

6.  Midway.

7.  Tahíti.

8.  Pitcairn.

9.  Nýja Sjáland.

10.  Fámennast er Tuvalu (10.000 íbúar), þá kemur Nauru (11.000) og síðan Palau (17.000).

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri myndin er tekin á Páskaeyju eða Rapa Nui.

Seinni myndin sýnir Havaí-eyjar úr mikilli hæð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár