Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

770. spurningaþraut: Hér er spurt um eyjar Kyrrahafsins stóra

770. spurningaþraut: Hér er spurt um eyjar Kyrrahafsins stóra

Í dag snúast allar spurningarnar um eyjar á Kyrrahafi.

Fyrri aukaspurning er þessi:

Á hvaða eyju er myndin hér að ofan tekin?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver af þessum eyjum, eða eyjaklösum, er EKKI í Kyrrahafinu: Barbados — Bora Bora — Fiji — Guam — Tahíti?

2.  Hver er annars stærsta eyjan í Kyrrahafi? Athugið að hér er átt við Kyrrahafið í víðum skilningi en Ástralía telst þó ekki með.

3.  En hver ætli sé sú næst stærsta?

4.  Á hvaða eyjaklasa í Kyrrahafinu má finna fjölda dýrategunda sem hvergi eru til annars staðar, allt frá risaskjaldbökum til smáfugla?

5.  Hvaða eyja í Kyrrahafinu varð svo fræg fyrir kjarnorkutilraunir að nafn eyjarinnar var að lokum notað yfir nýja tegund af klæðisplaggi?

6.  Í síðari heimsstyrjöldinni var háð fræg sjóorrusta (þó eingöngu með flugvélum) sumarið 1942, við eyjar nokkurn veginn miðja vegu milli Japans og Havaí-eyja. Þar áttust við Japanir og Bandaríkjamenn. Hvað heita þessar eyjar?

7.  Árið 1789 gerðu skipverjar á bresku skipi að nafni Bounty uppreisn gegn skipstjóra sínum. Þeir voru þá nýkomnir frá því að eyða löngum tíma á suðurhafseyju sem þeim fannst paradís líkust og vildu ekki snúa heim. Á hvaða eyju höfðu þeir verið? 

8.  Uppreisnarmenn settust svo að á annarri eyju og afkomendur þeirra búa þar enn. Hvað heitir sú litla og afskekkta eyja?

9.  Tvær mjög stórar (hvor um sig stærri en Ísland) og samliggjandi eyjar í Kyrrahafinu fundust ekki eða voru numdar af mönnum fyrr en um árið 1200. Þeir eru líka nokkuð afskekktar. Nú er eitt ríki á þessum eyjum báðum. Hvað heitir það?

10.  Í Kyrrahafinu er að finna þrjú fámennustu sjálfstæðu ríki heims (fyrir utan Vatíkanið). Íbúar þeirra eru á bilinu 10.000-17.000. Þið fáið eitt stig ef þið getið nefnt eitt þeirra, lárviðarstig ef þið getið nefnt tvö en sérstakt Hōkūleʻa-stig ef þið getið öll þrjú. Röðin þarf ekki að vera rétt. 

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða eyjaklasa í Kyrrahafinu má sjá hér?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Barbados er í Karíbahafi.

2.  Nýja Gínea.

3.  Borneó.

4.  Galapagos.

5.  Bikini.

6.  Midway.

7.  Tahíti.

8.  Pitcairn.

9.  Nýja Sjáland.

10.  Fámennast er Tuvalu (10.000 íbúar), þá kemur Nauru (11.000) og síðan Palau (17.000).

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri myndin er tekin á Páskaeyju eða Rapa Nui.

Seinni myndin sýnir Havaí-eyjar úr mikilli hæð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár