Það vekur ekki sérstaka athygli, hvíta húsið í Gerðunum í Reykjavík, þaðan sem nú er rekin nokkurs konar fjármálamiðstöð hvítrússneska ólígarkans og kjörræðismanns Íslands: Alexanders Moshensky. Í hverfinu, sem kennt er við smáíbúðir sem þar voru reistar í húsnæðisátaki í lok stríðsins, fyrir sérstök smáíbúðalán hins opinbera, er nú miðstöð milljarða króna lánveitinga milli aflandseyju í Indlandshafi og fyrirtækja í Austur-Evrópu.
Breskt skúffufélag, Max Credit Investment Limited (MCI), hefur í meira en áratug fjármagnað tugmilljarða króna fjárfestingar í Rússlandi, Úkraínu, Hvíta-Rússlandi og Litáen. Sjálft hefur félagið sótt fjármagn frá aflandsfélögum á Kýpur og Seychelles-eyjum.
Sóðaleg vinna eða svaðilför?
Í íslenskri orðabók er orðið „slark“ sagt geta merkt ýmislegt: Erfiða, jafnvel sóðalega, vinnu til dæmis. Hávaðalæti og svaðilfarir. En líka þá athöfn að ganga um iðjulaus. Hvort eitthvað af þessu varpar ljósi á það hvers vegna þetta breska skúffufélag var skyndilega selt til Íslands árið 2020, er ekki vitað.
Í öllu …
Athugasemdir (1)