Samfylkingin mælist stærst bæði í könnun Maskínu sem framkvæmd var í gær og í dag og nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV greinir frá. Flokkurinn mælist með um 23 prósenta fylgi í báðum könnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn mælist í kringum 21 prósent. Stuðningur við báða flokka dregst saman frá kosningunum 2018 en tala mætti um hrun á fylgi Sjálfstæðisflokksins sem fékk yfir 30 prósenta fylgi þá.
Talsverður samhljómur er á milli kannanana varðandi stöðu allra flokkanna.
Framsókn óumdeilanlega á flugi

Báðar kannanir sýna Framsóknarflokkinn í stórsókn; Maskína mælir flokkinn með 14,6 prósenta fylgi en Gallup öllu meira eða 17,5 prósent. Í könnun Gallup er það sagt duga flokknum til að fá fjóra fulltrúa kjörna, sem er einmitt fjórum fulltrúum meira en flokkurinn stóð uppi með eftir kosningar 2018.
Maskína mælir Pírata nær alveg jafn …
Athugasemdir