Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samfylkingin stærst en meirihlutinn vegar salt

Sam­fylk­ing­in mæl­ist stærsti flokk­ur­inn í tveim­ur síð­ustu könn­un­um sem birt­ar eru fyr­ir kjör­dag. Meiri­hlut­inn stend­ur þó tæpt og vel gæti far­ið svo að hann falli, mið­að við kann­an­irn­ar tvær. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í stór­sókn og mæl­ist í báð­um könn­un­um þriðji stærsti flokk­ur­inn.

Samfylkingin stærst en meirihlutinn vegar salt
Vinsæll Dagur er vinsælli en flokkurinn sem hann leiðir. Mynd: Stundin / Jón Ingi

Samfylkingin mælist stærst bæði í könnun Maskínu sem framkvæmd var í gær og í dag og nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV greinir frá. Flokkurinn mælist með um 23 prósenta fylgi í báðum könnunum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn mælist í kringum 21 prósent. Stuðningur við báða flokka dregst saman frá kosningunum 2018 en tala mætti um hrun á fylgi Sjálfstæðisflokksins sem fékk yfir 30 prósenta fylgi þá.

Talsverður samhljómur er á milli kannanana varðandi stöðu allra flokkanna. 

Framsókn óumdeilanlega á flugi

Á flugiEinar er nýr oddviti Framsóknar og virðist falla í kramið hjá kjósendum.

Báðar kannanir sýna Framsóknarflokkinn í stórsókn; Maskína mælir flokkinn með 14,6 prósenta fylgi en Gallup öllu meira eða 17,5 prósent. Í könnun Gallup er það sagt duga flokknum til að fá fjóra fulltrúa kjörna, sem er einmitt fjórum fulltrúum meira en flokkurinn stóð uppi með eftir kosningar 2018. 

Maskína mælir Pírata nær alveg jafn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár