Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir átökin í borgarstjórn endurspeglast í skotárásinni

Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóra­efni Fram­sókn­ar­flokks­ins, gagn­rýndi borg­ar­full­trúa fyr­ir að eyða allt of mikl­um tíma í átök, sem end­ur­spegl­ast í leið­in­leg­um at­vik­um. „Hér er ágæt kona sem ull­ar,“ sagði hann og nefndi árás á heim­ili borg­ar­stjóra sem dæmi.

Einar Þorsteinsson, borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík, sagði árásina á heimili borgarstjóra birtingarmynd á eitruðu stjórnmálaumhverfi, í kappræðum Stundarinnar fyrr í dag. 

Lagði hann áherslu á að takast þyrfti á við flókin verkefni með meiri samvinnu en verið hefur og sagði traustið á borgarstjórn mælast minnst allra stofnana sem Gallup mælir, eða 21 prósent. „Fleiri treysta bankakerfinu heldur en borgarstjórn,“ sagði Einar.

Dagur B. EggertssonOddviti Samfylkingarinnar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, benti á að þessar tölur ættu við um alla landsmenn, en landsbyggðin treystir borgarstjórn verr en Reykjavíkurbúar. „Það kemur í ljós, hvort sem það er út af flugvallarmálinu eða öðru, að borgarstjórn nýtur ekki mikils trausts úti á landi,“ sagði Dagur. Ef aðeins væri litið til íbúa borgarinnar mældist mun meira traust til borgarstjórnar en Einar héldi fram, eða um 34% og hefði meira traust en Alþingi. „Mér finnst þetta ósanngjörn framsetning.“ 

Einar rakti vantraust hins vegar til þess að stjórnmálamennirnir sem leiða flokkana í Reykjavík hefðu eytt of miklum tíma í átök, „sem endurspeglast í leiðinlegum atvikum hér á kjörtímabilinu“.

Inntur eftir skýringum á því til hvers hann væri að vísa sagði Einar: „Þegar heimili borgarstjóra var ógnað. Hér er ágæt kona sem ullar á borgarstjórnarfundi. Þetta dregur úr virðingu borgarstjórnar.“ Sagði hann pólasíreringuna „tæta öll lýðræðiskerfi í sig“. 

Kolbrún BaldursdóttirOddviti Flokks fólksins.

„Þú nefnir þessa árás á heimili borgarstjóra, hvernig tengist það þessu?“ spurði Margrét Marteinsdóttir, stjórnandi kappræðnanna og blaðamaður Stundarinnar. „Þegar varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir: Þetta gerist þegar borgarstjóri er lélegur borgarstjóri og fordæmir ekki árásina þá er það skýrasta birtingarmynd þess að stjórnmálaumræðan þarna er eitruð.“

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, svaraði þessum ummælum: „Við í minnihlutanum erum ekki ábyrg fyrir því að skotið var á bíl borgarstjóra.“ 

Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár