Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Átök í kappræðum: „Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín“

Meiri­hluti og minni­hluti í borg­ar­stjórn deildi um ábyrgð á hækk­un hús­næð­isverðs. Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, sagði full­trúa minni­hlut­ans ekki kunna að skamm­ast sín.

Hart var deilt um áherslur í húsnæðismálum og samgöngumálum í kappræðum Stundarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sem sjá má hér.

Í umræðunum drógust upp átakalínur á milli fulltrúa meirihlutans og minnihlutans í tveimur lykilmálum: Húsnæðismálum og samgöngumálum. Ein stærsta spurningin virðist snúast um hvort Framsóknarflokkurinn, sem hefur fengið vaxandi fylgi í könnunum, halli sér til hægri eða vinstri, en Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, svaraði spurningu þess efnis í kappræðunum.

Dóra Björt GuðjónsdóttirOddviti Pírata

Alvarleg húsnæðiskrísa

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, kannaðist í upphafi við „alvarlega húsnæðiskrísu“, en taldi hana ekki „einhliða á ábyrgð meirihlutans í Reykjavík“. Síðar gagnrýndi hún harkalega fulltrúa minnihlutans í Framsóknarflokki, Miðflokki, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokknum, fyrir að kenna meirihlutanum  um lóðaskort. „Þau koma hérna og halda því fram að þetta sé allt á okkar ábyrgð, þegar sérfræðingar hafa sagt, að það er nægt lóðaframboð ... Það er eins og þetta fólk kunni ekki að skammast sín,“ sagði hún.

Dagur B. EggertssonOddviti Samfylkingarinnar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar kvartaði undan því að Framsóknarflokkurinn vissi ekki í hvorn fótinn ætti að stíga og nefndi sérstaklega húsnæðis- og samgöngumál. „Það er eins og Framsókn sé svolítið óljós í framsetningu og tali inn í alla hópa,“ sagði hann. 

„Það þarf að þétta, og það þarf líka að dreifa,“ svaraði Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar.

Þvinguð úr bílnum

Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins, skar sig úr í umræðu um skipulagsmál. Hann sagði frá reynslu sinni af umferðinni í Reykjavík og kvartaði undan áherslum um að „þvinga fólk“. 

„Við erum bílaþjóð og ég hef átt samtöl við gríðarlega marga. Ég er ekki að finna þennan stuðning við að fólk sé sátt við það að fólk sé þvingað úr bílunum sínum,“ sagði Ómar.

Ómar Már JónssonOddviti Miðflokksins

Félagsleg uppbygging

Allir frambjóðendur könnuðust við vanda í húsnæðismálum, þótt mat á orsökum hans innan eða utan sveitarfélags skiptist eftir línum meirihluta og minnihluta.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, taldi skorta að skipuleggja svæði fyrir uppbyggingu. „Bleiki fíllinn í herberginu í þessari umræðu er auðvitað bara framboðshliðin,“ sagði Hildur. „Það vantar land. Og við þurfum að skipuleggja land.“ Hún lagðist ekki gegn Borgarlínu, en kvað spurningu um skilgreiningu á henni þar sem fólk talaði um mismunandi útfærslu.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, skar sig úr í meirihlutasamstarfinu með því að tala fyrir markaðslausn á leigumarkaði. Dóra Björt í Pírötum setti ábyrgðina á hugsanlegu leiguþaki á herðar Alþingis. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, vildi að Félagsbústaðir færu í stórfellda uppbyggingu á húsnæði fyrir fólk, ekki eingöngu þá tekjulægstu, enda væri eiginfjárhlutfall gott. 

Sanna Magdalena MörtudóttirOddviti Sósíalistaflokksins

„Félagsbústaðir geta nýtt þessa sterku stöðu til þess að fara í uppbyggingu og síðan nýta stöðuna til að byggja fyrir fólk í neyð, í þörf og líka að útvíkka hvað við eigum við með félagslegu leiguhúsnæði. Eins og þetta er í dag þarftu að vera í viðkvæmri stöðu félagslega og fjárhagslega,“ segir Sanna. „Þetta eru náttúrulega leigjendur að greiða tekjur, þannig að það er ekki áhætta sem er fólgin í þessu,“ bætti hún við.

Sanna lagði einnig áherslu á góðar almenningssamgöngur og féll þannig að hugmyndum meirihlutans.

Líf MagneudóttirOddviti Vinstri grænna

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, lagði sömuleiðis áherslu á opinbera uppbyggingu. „Við erum að leggja aftur fram í þessum kosningum hugmyndafræði verkamannabústaða,“ sagði Líf.

Hverjir geta unnið saman?

Einar Þorsteinsson kvartaði undan því að framferði borgarfulltrúa drægi úr trausti á borgarstjórn, sem hefði mælst lægst allra stofnana í traustmælingu Gallups. „Hér er ágæt kona sem ullar á borgarstjórnarfundi. Þetta dregur úr virðingu borgarstjórnar,“ og vísaði þar á Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna.

Einar ÞorsteinssonOddviti Framsóknarflokksins

Dagur benti á að borgarstjórn nýtur meira trausts hjá Reykvíkingum heldur en Alþingi. Að vantraustið lægi helst úti á landi og í nágrannasveitarfélögum.

Einar, sem hefur notið góðs gengis í könnunum, var spurður í kappræðunum hvort hann vildi ganga til liðs við núverandi meirihluta. „Ef menn vilja breytingar í borginni, þá þurfa þeir að kjósa Framsókn,“ sagði hann meðal annars.

„Fólk sér ekki mikinn mun á stefnu Framsóknarflokksins og meirihlutans,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Hildur BjörnsdóttirOddviti Sjálfstæðisflokksins

Spurningin um næsta meirihlutasamstarf í Reykjavík virðist því snúast að miklu leyti um hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkur verði í meirihluta.

„Ef þessi meirihluti heldur finnst mér bara vera kurteisi að tala saman,“ sagði Þórdís Lóa hjá Viðreisn, en kvaðst ganga óbundin til kosninga.

Eftir að Einar og Hildur hvöttu til breytinga í borgarstjórn sagði Líf að þau væru breytingaraflið. „Við erum breytingin,“ sagði Dóra Björt, oddviti Pírata.

Þórdís Lóa ÞórhallsdóttirOddviti Viðreisnar

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, sagðist vera til í að vinna með öllum – ef þeir ætluðu að taka á biðlistum barna, öryrkja, aldraðra og fatlaðs fólks. Kolbrún sagði að til væru fjölskyldur í borginni sem væru að lepja dauðann úr skel. „Við viljum frítt í frístundina, fríar skólamáltíðir,“ segir Kolbrún og segir að bregðast verði við vandanum.

Þegar talið snérist að Borgarlínu sló hún aftur á sama streng: „Við í Flokki Fólksins sjáum ofsjónum yfir þessum tölum á sama tíma og vantar peninga til að stytta biðlista eftir greiningum og talmeinakennslu.“  Hún sagðist hafa áhyggjur af því að þegar Borgarlínan komi þá verði tæknikerfið orðið úrelt. Hún vill að strætó verði gjaldfrjáls og leiðum fjölgað.

Kolbrún BaldursdóttirOddviti Flokks fólksins

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Ansi gott hjá Sönnu að koma inn á skráða stöðu Félagsbústaða sem sýnir að þeir eiga auðveldlega að geta hraðað uppbyggingu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2022

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár