Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga

750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga

Hér snúast allar spurningar um Stalín eða eitthvað sem honum tilheyrir.

Fyrri aukaspurning:

Í sjónvarpsseríu frá 1994 fór víðfrægur breskur leikari með hlutverk Stalíns. Hann má sjá hér að ofan. Hver er leikarinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi, sem þá var hluti rússneska keisaraveldisins, fæddist Stalín?

2.  Stalín var af óbreyttu alþýðufólki. Faðir hans starfaði við ... hvað?

3.  Móðir Stalíns hugði á mikinn frama fyrir son sinn. Hún vildi að hann yrði ... hvað?

4.  Örlög Stalíns voru ráðin eftir að hann kynntist leiðtoga rússneskra kommúnista og heillaðist af honum og skrifum hans og kenningum. Hann var svo foringi Sovétríkjanna fyrstu árin eftir 1917. Hvað nefndist sá?

5.  Hvaða kölluðust rússneskir kommúnistar um þær mundir? 

6.  Eftir að kommúnistar náðu völdum varð Stalín að endingu einræðisherra eftir að hafa unnið helsta keppinaut sinn í valdabaráttu. Seinna sendi Stalín launmorðingja til Mexíkó til að drepa þennan keppinaut árið 1940, en þar var hann í útlegð. Hvað hét þessi keppinautur?

7.  Í alræmdum „hreinsunum“ í sovésku stjórnkerfi og her rétt fyrir síðari heimsstyrjöld lét Stalín drepa allt að milljón manns. Margir helstu leiðtogar kommúnista og fyrrum samverkamenn Stalíns voru dregnir fyrir dóm og játuðu á sig allskonar glæpi. Íslenskur rithöfundur var viðstaddur hluta réttarhaldanna og skrifaði um þau af velþóknun. Hver var hann?

8.  Hvaða Bandaríkjaforseta hitti Stalín tvívegis á fundum um framgang seinni heimsstyrjaldar? 

9.  Eftir lát Stalíns komu nokkrir aðstoðarmanna hans til mála sem eftirmenn. Þar á meðal var einn sem var svo illræmdur sem fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar að hinir bundust samtökum um að hneppa hann í varðhald og síðan láta skjóta hann. Var hann fáum harmdauði. Hvað hét þessi karl?

10.  En hvað hét sá sem nokkrum misserum síðar var orðinn arftaki Stalíns og varð m.a. frægur fyrir að berja í borð á fundi Sameinuðu þjóðanna með skó sínum?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi karl hér var einn þeirra fáu sem þorðu að bjóða Stalín byrginn eftir sigur Sovétríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var þá leiðtogi Júgóslava. Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Georgíu.

2.  Skósmiður.

3.  Prestur.

4. Lenín.

5.  Bolsévíkar.

6.  Trotskí.

7.  Halldór Laxness.

8.  Franklin Roosevelt.

9.  Bería.

10.  Krústjof.

***

Svör við aukaspurningum:

Leikarinn í hlutverki Stalín er Michael Caine.

Á neðri myndinni er Tito.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurður Snæbjörn Stefánsson skrifaði
    Fyrsta skipti sem ég næ öllum aðalspurningunum rétt!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár