Þann 7. febrúar síðastliðinn var greint frá því að fyrirtækið sem á endanum eignaðist Actavis, ísraelska lyfjafyrirtækið Teva, hefði komist að samkomulagi við Texas-ríki um að greiða 225 milljóna dollara skaðabætur, rúmlega 30 milljarða íslenskra króna, vegna ábyrgðar fyrirtækisins á ópíóðafaraldrinum þar í fylkinu. Tekið skal fram að Teva stundaði líka sjálft framleiðslu og sölu á morfínlyfjum í Bandaríkjunum þannig að sektirnar sem fyrirtækið greiðir snúast ekki bara um Actavis.
Umfjöllunin um skaðabótagreiðslu Teva er hluti af umfjöllun Stundarinnar um ópíóðafaraldurinn sem skekið hefur Bandaríkin, og Ísland líka að vissu leyti, síðastiðin 20 ár. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis var annar stærsti seljandi morfínskyldra verkjalyfja í Bandaríkjunum á árunum 2006 til 2014 þegar samheitalyfjafyrirtæki byrjuðu að framleiða samheitalyf Oxycontins, morfínlyfs lyfjafyrirtækisins Purdue Pharma.
Viðurkenna ekki sekt
Þrátt fyrir …
Athugasemdir (1)