„Síðast en ekki síst, þá snýst þetta kannski um jafnvægi, að stíga þennan línudans og reyna að halda því jafnvægi og vinnufriði að spítalinn geti einbeitt sér að sínu mikilvæga hlutverki,“ segir Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, í viðtali við Stundina. Páll hætti sem forstjóri Landspítalans síðastliðið haust eftir 8 ár í starfi.
„Ég óskaði þess aldrei að taka við starfi forstjóra og er reyndar ekki viss um að nokkur sá sem dreymir um að taka að sér slíkt starf sé rétti aðilinn í það."
Í síðasta tölublaði Stundarinnar er viðtal við Pál þar sem hann ræðir um starf sitt sem forstjóri Landspítalans og sérstaklega baráttuna fyrir auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins. Viðtal Stundarinnar við Pál var hins vegar umtalsvert lengra og víðtækara en það sem birt var í blaðinu og á vefnum þá. …
Athugasemdir