Fyrri aukaspurning:
Hvað er langlíklegast að þau séu að dansa?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað hét rússneska beitiskipið sem sökk á dögunum — að því er virðist eftir eldflaugaárás Úkraínumanna?
2. „White Russian“ heitir kokkteill einn og er þar blandað saman vodka, kaffilíkjör og hverju?
3. Fyrir réttum 40 árum kom út platan Thriller og varð ein sú vinsælasta í heimi í samanlagðri poppsögunni. Hver gaf út þessa plötu?
4. Hvar í nágrenni Reykjavíkur hafa svifflugmenn aðsetur?
5. Á hvaða skaga er borgin Sevastopol?
6. Hvað eiga Bítlarnir og Steve Jobs sameiginlegt? — svona fyrir utan hið augljósa eins og að vera menn, etc.
7. Í þrjá áratugi, eða frá 1618 til 1648, geisaði grimmilegt stríð í Mið-Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, og stafaði bæði af trúardeilum og landvinningasókn bæði sumra og annarra. Hvað er þetta stríð kallað?
8. Í þessu stríði tefldi frægur kóngur í fremur fámennu ríki fram her sínum í mikilli orrustu þar sem heitir Lützen í Þýskalandi. Her kóngsins sigraði andstæðinga sína en hann sjálfur féll hins vegar í bardaganum. Þar með dró mjög úr framgangi þessa ríkis í stríðinu. Hvaða ríki var það sem vann orrustuna en missti kónginn sinn?
9. Og meðal annarra orða — hvað hét kóngurinn?
10. Kornung dóttir hins fallna kóngs settist í hásætið að föður sínum látnum, en eftir 20 ár á valdastóli sagði hún af sér drottningardómi og settist að suður í Róm. Hvað hét þessi drottning?
***
Seinni aukaspurning:
Við hvað vinnur þessi karl?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Moskva.
2. Rjómi.
3. Michael Jackson.
4. Á Sandskeiði.
5. Á Krímskaga.
6. Báðir stofnuðu fyrirtæki að nafni Apple.
7. Þrjátíu ára stríðið.
8. Svíþjóð.
9. Gústav Adólf.
10. Kristín.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er fólkið að dansa tangó; það á víst ekki að fara milli mála.
Á neðri myndinni er fjármálaráðherra Breta, Sunak.
Athugasemdir