Skotárás var um klukkan 8:30 á staðartíma í neðjanjarðarlest í Brooklyn hverfinu í New York. Lestin stöðvaði á lestartöð á 36 stræti þar sem fólk flúði úr henni. Lögregluyfirvöld í borginni segja að 29 manns hafi leituð aðhlynningar á sjúkrahúsum, þar af tíu með skotsár. Yfirvöld í borginni tilkynntu að enginn af þeim sem slösuðust eru taldir í lífshættu.
Leit er nú hafinn af skotmanninum en hann er sagður vera með gasgrímu og klæðast appelsínugulu vesti. Lögreglan leitar nú að 62 ára gömlum karlmanni, þar sem lyklar af sendibíl hans fundust á staðnum. Yfirvöld segja að 33 skotum hafi verið skotið um borð í neðjanjarðarlestinni.
Fyrstu fréttir af málinu sögðu að lögreglan hafi fundið sprengjur á lestarstöðinni. Lögreglan hefur nú staðfest að engar sprengjur hafi verið á lestarstöðinni eða lestinni sjálfri.
Mikill reykur var inn á lestarstöðinni eftir skotárásina og segir lögreglan að skotmaðurinn hafi notað reyksprengjur áður en hann …
Athugasemdir (1)