Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Eiga Færeyjar að taka sér sjálfstæði?

Sjá ein­hverj­ir á Ís­landi eft­ir því að hafa sagt skil­ið við Dani 1944?

Eiga Færeyjar að taka sér sjálfstæði?
Færeyjar Færeyingar hafa haft heimastjórn síðan 1948. Mynd: Shutterstock

Ættu Færeyingar að taka sér fullt sjálfstæði og stofna lýðveldi eins og Íslendingar gerðu 1944, eða ættu þeir að láta sér duga enn um sinn heimastjórnina sem þeir fengu 1948? 

Færeyska þjóðin hefur löngum verið þverklofin í málinu og er enn. Niðurstaðan er óbreytt stjórnarskipan frá 1948. 

Grænland er annað mál. Þar ríkir nú einhugur meðal stjórnmálaflokka á þingi um að stofna sjálfstætt ríki með varðveizlu grænlenzkrar tungu og menningar og sjálfbæra stjórn náttúruauðlinda í þágu grænlenzku þjóðarinnar að leiðarljósi. 

 

Forsagan í Færeyjum

Tveim árum eftir lýðveldisstofnunina á Þingvöllum 1944 héldu Færeyingar þjóðaratkvæðagreiðslu um sambandsslit við Dani. Fyrirmyndin frá Þingvöllum var skýr. Þetta var 14. september 1946. Meirihluti kjósenda (50,7%) greiddi atkvæði með sambandsslitum. Nánar tiltekið sögðu 48,7% já, 47,2% sögðu nei, og 4,1% sátu hjá eða greiddu ógild atkvæði. Lögþingið hlaut að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og gerði það. Færeyjar lýstu yfir sjálfstæði fjórum dögum síðar, 18. september 1946. Það var stór dagur. 

Ekki voru þó allir á eitt sáttir. Sambandsmenn voru þá sem nú andvígir sjálfstæði. Þeir höfðu orðið undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni og héldu því fram að ekki þyrfti að virða úrslit hennar. Þeir báru meðal annars því við að auðir seðlar og ógildir voru 4,1% af heildinni. Þeir eignuðu sér auðu seðlana. 

Danska stjórnin ógilti sjálfstæðisyfirlýsinguna tveim dögum síðar, 20. september. Kóngurinn sendi lögþingið heim 24. september. Kosið var að nýju til þings 8. nóvember, og fengu þá þeir flokkar sem höfðu mælt gegn sambandsslitum meirihluta atkvæða. Í framhaldinu veittu Danir Færeyingum heimastjórn 30. marz 1948.

Æ síðan hafa skoðanir Færeyinga á sjálfstæðismálinu skipzt í tvö horn. Tökum færeyska fjórflokkinn. Sambandsmenn og jafnaðarmenn eru hlynntir óbreyttu sambandi við Danmörku, en Fólkaflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn vilja lýsa yfir fullu sjálfstæði líkt og Íslendingar gerðu 1944. Afstaða þriggja annarra minni flokka á lögþinginu skiptir minna máli. Færeyskum sjálfstæðissinnum líður mörgum eins og fulltíða fólki sem er meinað að flytja úr foreldrahúsum og stofna eigið heimili. 

 

Ný stjórnarskrá

Hraðspólum nú fram til hrunsins í Færeyjum 19891993, hruns sem var svo djúpt að landsframleiðsla Færeyja dróst saman um þriðjung líkt og gerðist í Sovétríkjunum á sama tíma, borið saman við innan við 10% samdrátt landsframleiðslu á Íslandi eftir hrunið 2008. Fimmti hver Færeyingur flúði land eftir hrunið þar, en helmingur hinna brottfluttu skilaði sér heim aftur nokkru síðar. 

Svo djúpt hrun hlaut að kalla á viðbrögð. Færeyingar réðust í ýmsar mikilvægar umbætur, breyttu landinu í eitt kjördæmi 2008 til að draga úr hrepparíg, hægðu á fjárstreymi frá dönskum skattgreiðendum til Færeyja, hertu ákvæði laga um ráðherraábyrgð sem eftirleiðis knúðu ráðherra hvað eftir annað til afsagnar vegna spillingar, tóku fyrir setu ráðherra á lögþinginu og ýmislegt annað. 

Í þessu andrúmslofti gagngerra umbóta gerðist einnig það að Færeyingar ákváðu 1998 að setja sér stjórnarskrá, enda hafa þeir aldrei gert dönsku stjórnarskrána að sinni eigin. Þeir fóru þó aðra leið en Íslendingar. Fulltrúar stjórnmálaflokka voru ásamt fáeinum lögfræðingum og tveim fræðimönnum skipaðir í nefnd sem lagði frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá fyrir lögþingið í Þórshöfn 2006. Þar hefur frumvarpið legið síðan. Fólkinu í landinu var haldið utan við málið. Þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið var lofað 2010 og aftur 2018 en hvorugt heitið var efnt. Ýmsar þingskipaðar nefndir hafa legið yfir frumvarpinu án þess að ljúka málinu líkt og raunin hefur verið hér heima. 

Þótt almenningur í Færeyjum hafi ekki verið hafður með í ráðum við samningu frumvarpsins var það prýðisgott í upphafi. Auðlindaákvæðið var til fyrirmyndar, enda var því ætlað að tryggja að þjóðin eigi auðlindirnar, taki gjald fyrir afnot þeirra eða tryggi öllum jafnan aðgang að þeim og umgengni við auðlindir og umhverfi verði að vera sjálfbær. Færeyska auðlindaákvæðið var ein mikilvægasta fyrirmyndin að auðlindaákvæðinu í nýju íslenzku stjórnarskránni frá 20112013. Önnur fyrirmynd var sótt ekki bara til Bandaríkjanna heldur einnig til Færeyja: aðfaraorðin sem eru hjartahrein viljayfirlýsing um hvers konar land við viljum byggja. 

Nýja færeyska stjórnarskráin liggur á strandstað af svipuðum ástæðum og nýja stjórnarskráin hér heima. Færeyskir útvegsmenn mega ekki til þess hugsa að færeyska þjóðin eigi fiskinn í sjónum samkvæmt stjórnarskrá og þess vegna tóku þeir eða erindrekar þeirra orðin „eign þjóðarinnar“ út úr textanum og settu „eign landsins“ inn í staðinn, ruglingslegt orðalag í hátt við það sem embættismenn forsætisráðuneytisins hér heima hafa ítrekað reynt að troða inn í íslenzka textann eins og til að gleðja ólígarkana. Sú skoðun er raunar einnig uppi í Færeyjum að ekki sé í þessu viðfangi við útvegsmenn að sakast; sé svo, þá liggur sökin hjá dómgreindarlausum lögfræðingum. Við bætist að danska stjórnin lagðist gegn færeyska frumvarpinu með þeim rökum að frumvarpið gerði ráð fyrir sambandsslitum við Dani. En það var einber fyrirsláttur enda hefði enginn vandi verið að bæta einni málsgrein inn í textann til að tryggja að hann samrýmdist hvort heldur óbreyttu sambandi við Danmörku eða sambandsslitum. 

 

Brennandi spurningar

Færeyingar spyrja nú enn: Getum við staðið á eigin fótum? Hvaða ályktanir getum við dregið af reynslu Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar? 

Færeyingar telja nú 49 þúsund manns. Íslendingar voru 127 þúsund 1944. Fólksfjöldatölur eru þó ekkert aðalatriði. Tvær sjálfstæðar Evrópuþjóðir eru nú mannfærri en Færeyjar: Liechtenstein (38 þúsund) og San Marínó (34).  Fólksfæð þarf ekki að vera frágangssök. Meiru skiptir að landsframleiðsla Færeyja nú er helmingi meiri en landsframleiðsla Íslands var 1944. Færeyingum hefur vaxið fiskur um hrygg. 

Hitt skiptir þó mestu að Færeyjar eru ævagömul og glæsileg menningarþjóð með eigin tungu ægifagra, bókmenntir og listir, eldgamalt þjóðþing (já, eldra en Alþingi!) og margt fleira sem sem gerir þjóð að þjóð. Trúlega ættu Færeyingar meira að segja Nóbelsverðlaunahafa eins og Íslendingar hefði þjóðskáldið William Heinesen ekki beðizt undan verðlaununum 1981 með þeim rökum að hann hefði skrifað á dönsku og Færeyingum væri því ekki nægur sómi sýndur í bókum hans. Hún er því skiljanleg afstaða þeirra Færeyinga sem kjósa helzt að stofna lýðveldi eins og við gerðum 1944 með varðveizlu færeyskrar tungu og menningar og sjálfbæra stjórn náttúruauðlinda í þágu færeysku þjóðarinnar að leiðarljósi. 

Stendur einhæfni færeysks efnahagslífs með hefðbundinni ofuráherzlu á sjávarútveg í vegi fyrir sjálfstæði? Svo þarf ekki að vera gæti Færeyingar þess að skjóta fleiri og styrkari stoðum undir efnahagslíf sitt, til dæmis með því að laða fleiri ferðamenn að landinu og uppfæra efnahagslífið til nánara fylgilags við nútímann. Færeyingar þyrftu einnig að gæta þess að halda samskiptum sínum við ESB í góðu horfi, meðal annars með föstu gengi færeysku krónunnar gagnvart evrunni svo sem verið hefur frá því evran var tekin upp um árþúsundamótin 2000. Það vill gleymast að Færeyjar eru evruland, sem afhjúpar hversu fráleit hún er sú skoðun sem oft heyrist fleygt á Íslandi að hagsmunir sjávarútvegsins útheimti sveigjanlegt gengi krónunnar. 

Hliðstæð rök eiga við um Katalóníu og Skotland þar sem sjálfstæðissinnar leggja ríka áherzlu á að þeim sé allsendis óhætt á eigin fótum þar eð Katalónar myndu vilja vera áfram í ESB með evrunni og öllu saman og Skotar telja sig sitja eftir með sárt ennið eftir að Englendingar drógu þá nauðuga út úr ESB 2016. Skotar vilja aftur inn í sambandið.

Enn spyrja Færeyingar: Sjá einhverjir á Íslandi eftir því að hafa sagt skilið við Dani 1944? Svarið er sárafáir, sýnist mér. 

Íslendingar hlutu að taka sér sjálfstæði og stofna lýðveldi við fyrstu hentugleika eins og sambandslagasamningurinn frá 1918 gerði ráð fyrir. Eina álitamálið sem kom upp snerist um tímasetninguna 1944 þegar Danmörk var enn undir járnhæl Hitlers og gat því enga aðild átt að sambandsslitunum við Ísland. Reynsla Færeyinga af framferði danska kóngsins eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Færeyjum 1946 kann að vekja spurningar um hvort kóngurinn hefði með líku lagi reynt að standa í vegi fyrir lýðveldisstofnun á Íslandi um líkt leyti, en það verður að teljast ólíklegt í ljósi sambandslagasamningsins og skiptir ekki lengur máli. Færeyingar höfðu enga hliðstæða hlíf. Íslendingar stóðu með pálmann í höndunum og tóku miklum framförum í mörgum greinum þótt margt hafi einnig orkað tvímælis eins og hrunið 2008 vitnar um ásamt ýmsu öðru. 

 

Verðbólga

Spinnum þráðinn áfram. Hvernig hefði Íslandi farnazt hefði af einhverjum ástæðum ekki getað orðið af lýðveldisstofnuninni 1944 eða síðar? Spurningin er að sönnu fráleit því óbreytt samband við Dani kom ekki til álita. Næstum enginn vildi óbreytt samband við dönsku krúnuna. 

Eitt vitum við samt. Hefðum við eins og Færeyingar haldið óbreyttu sambandi við dönsku krónuna, föstu gengi frá 1938, það er ein íslenzk króna á hverja danska krónu, þá stæðum við ekki nú í þeim sporum að íslenzka krónan hefur tapað 99,95% af verðgildi sínu gagnvart dönsku krónunni frá 1938. Svipað gerðist þegar Nígería tók sér sjálfstæði frá Bretum 1960. Síðan þá hefur gengi naírunnar, nígeríska gjaldmiðilisins, gagnvart sterlingspundinu lækkað um 99,5%, næstum jafnmikið og íslenzka krónan hefur lækkað gagnvart dönsku krónunni. Við hefðum þá með öðrum orðum getað komizt hjá allri verðbólgunni. 

En lýðveldisstofnunin var mikilvægari en verðbólgan. Færeyingar hafa aldrei þurft að glíma við verðbólgu þar eð Danir sjá um færeysk peningamál og kunna tökin. Taki Færeyingar sér sjálfstæði þurfa þeir að gæta þess að gera ekki sömu villur og Íslendingar gerðu í peningamálum enda ættu þeir nú að vera orðnir vanir evrunni eftir að hafa notað hana óbeint í 22 ár með góðum árangri. 

Verðbólga og gengi skipta máli. Myndin sýnir þróun landsframleiðslu á mann í Færeyjum og á Íslandi frá 1998 til 2020 samkvæmt gögnum Alþjóðabankans. Þróunin er tiltölulega slétt og felld í Færeyjum þrátt fyrir einhæfni atvinnulífsins þar. Svo er stöðugu gengi að mestu leyti fyrir að þakka. Þróunin gengur til samanburðar á með rykkjum og skrykkjum á Íslandi þar eð gengi krónunnar fellur með brauki og bramli með reglulegu millibili. Myndin sýnir einnig að landsframleiðslan á mann á Íslandi var minni 2020 en 2007






Færeyjar og Ísland: Landsframleiðsla á mann 1998-2020
(Bandaríkjadalir á verðlagi hvers árs)

 

Heimild: Alþjóðabankinn.




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hulda Ólafsdóttir Jepsen skrifaði
    Færeyjar fá um 650 milljónir danskra króna frá danska ríkinu árlega. Það eru um 13 milljarðar íslenskra króna. Spurning hvort fjárhagur þeirra sé nógu sterkur til að halda velli án þessa stuðnings? Spyr sá sem ekki veit.
    Höfundur nefnir líka Grænland. "Bloktilskud" til Grænlands er um 3700 milljónir danskra króna árlega eða 74 milljarðar íslenskra króna og sækja þeir mikla þjónustu til Danmerkur. Það er rétt að margir óska sjálfstæðis í Grænlandi og miklar tilfinningar í því máli eftir flókna sögu þessara landa. Hinsvegar er umræðan farin að snúast aðeins eftir að ógnin frá Rússlandi varð meiri. Margir Grænlendingar tala nú fyrir því að halda áfram ríkjasambandinu við Danmörku, þar sem það verji þá best fyrir stórveldum sem annars ættu auðvelt með að taka yfir landið. Þar er hugsað mest til Rússlands eða USA.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Íslendingar eiga ekki að taka afstöðu.
    En hvað sem frændur okkar gera, þá styðja þá sem hingað til.
    0
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    Nei og aftur nei ef þeir fá sjálfstsði fara þeir auveldu leiðina til að stela af þegnunum og eru byrjaðir að miga utn í mestu glaebamenn íslans eins og Samherja .Haet við að þeir fari sömu leið og íslandingar enda hafa þeir lesið heima hvarnig á að lkúga alþiðuna .
    Sem betur fer eru þeir háðir dönum um mest allt og er það bara gott meðan Damörk er ekki undirlögð af spillingu ,Enáá.
    Ég held að íslendingum hefi vegnað betur að hafa aðhald frá Dönum þrát fyrir hvernig Danir fóru með íslandinga í denn ,en það voru sömu aðilar og núna eru að raena af íslendingum sínum skattpenigum í sitt eilífa brask .
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Sjá ein­hverj­ir á Ís­landi eft­ir því að hafa sagt skil­ið við Dani 1944?"
    Já. t.d. sjera Geir Waage. Hann sagði að við höfum ekki gengið til góðs eftir lýðveldisstofnunina. Það kann að vera rétt hjá honum. T.d. lét svokölluð nýsköpunarstjórn smíða í Englandi 30 togara eftir gamalli teikningu, voru þeir úreltir þegar þeir komu. Eftir 12 ára útgerð þeirra var komið að dýrri klössun sem fæstar útgerðir réðu við. Togararnir voru mannfrekir og því kaupið lágt auk mikillar vosbúðar.
    0
  • Hugi Ingibjartsson skrifaði
    Erfitt að bera stöðu Íslands og ástandið árið 1944 saman við Færeyjar núna. Danir arðrændu Íslendinga meða sköttum og við vorum þeim tekjulind en síðan Danir tóku yfir Færeyjar hafa Færeyingar verið vel aldir á spena Dana og gríðarlegur og mikill stuðningur verið veittur Færeyingum t.d við gerð rándýrra jarðganga um allar eyjar og fleyra, þannig aðstoð fengu Íslendingar ekki. Það er annað að gefa fé eða að þyggja fé og Færeyjar hafa líka sagt að þeir vilji sjálfstæði en svo hafa þeir talað um að fjárhagslega vilji þeir ekki fara beint út í djúpu laugina og hafa talað um tveggja áratuga aðlögun varðandi það að slíta á fjárhagsaðstoð. Það er ekki sjálfstæði. Það er að vilja sína eigin sjálfstjórn en vera áfram á spena hjá annari þjóð sem borgar undir þá sem stjórna öllu hinu sem er að gerast.
    0
    • Bergdís Gisladóttir skrifaði
      Rangt Danir borga ekki fyrir göng í færeyum.
      1
  • John Sigurdsson skrifaði
    Það er erfitt að segja til um hvort að Íslendingar séu ánægðir með sjálfstæðið eða ekki. Mér vitandi hafa þeir aldrei verið spurðir þeirrar spurningar.
    Hverjir voru/eru kostirnir við sjálfstæðið?
    Hvers vegna hafa t.d. Skotar ekki hingað til álitið það þjóna hagsmunum sínum að slíta sambandi við England?
    0
    • BS
      Bókasafn Seltjarnarness skrifaði
      Reyndar voru 45.5 sem kusu með sjálfstæði í Skotlandi 2014 og hefur þeim SNP vaxið enn meir ásmeginn eftir það sér í lagi þegar Englendingar tóku þá nauðuga viljuga úr Evrópusambandinu. -- bókavörður
      0
  • Örn Bárður Jónsson skrifaði
    Afar fróðleg umfjöllun. Beztu þakkir!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
1
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
3
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
4
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
10
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
9
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár