Fyrri aukaspurning:
Á skjáskotinu hér að ofan má sjá hetju sem prýddi m.a. vinsæla kvikmynd frá 2018. Hvað heitir hetjan?
***
Aðalspurningar:
1. Á árunum 1977 til 2011 var fáni tiltekins ríkis einlitur og engin tákn af neinu tagi á honum að sjá. Hvernig var hann á litinn?
2. Einræðisherra nokkur réði landinu meðan þessi einliti fáni var við lýði. Hvað hét hann?
3. Við hvaða reikistjörnu eru tunglin Ganymedes og Callisto, tvö af þeim allra stærstu í sólkerfinu?
4. Í hvaða sveit er prestsetrið Reynivellir í nágrenni Reykjavíkur?
5. Hvaða endingu hafa nöfn meirihluta leikskóla í Reykjavík?
6. Hvaða ráðherratitil ber Svandís Svavarsdóttir nú?
7. Í hvaða ríki var Romanov-ættin við völd í 300 ár?
8. Hvaða hljómsveit gaf út lagið Í bláum skugga á hljómplötu?
9. Hvar á Bretlandi eru bæirnir Bangor, Tonypandy og Rhosllanerchrugog?
10. Hvar á Íslandi er Vinnslustöðin niðurkomin?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir eyjan hér fyrir miðju?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Grænn.
2. Gaddafí.
3. Júpíter.
4. Kjós.
5. -borg.
6. Matvælaráðherra.
7. Rússlandi.
8. Stuðmenn.
9. Í Veils.
10. Í Vestmannaeyjum.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri mynd er skjáskot úr myndinni Black Panther.
En á neðri mynd má sjá sænsku eyjuna Gotland.
Athugasemdir