„Árétta skal að upplýsingar um tilboð eða tilboðsgjafa voru aldrei bornar undir fjármála- og efnahagsráðuneytið,“ segir í yfirlýsingu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sem birt var á vef þess síðdegis í dag. Tilefnið eru fyrirspurnir fjölmiðla, meðal annars Stundarinnar, um fyrirkomulag sölu á 22,5 prósenta hlutar ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði.
Lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir að þegar tilboð í eignarhlut liggi fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. „Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins,“ eins og segir í lögunum. Samkvæmt nú birtum samskiptum Bankasýslunnar og ráðuneytisins samþykkti Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, söluna í heilu lagi.
Sex línu samþykkt
„Fallist er á tillögu Bankasýslunnar og er stofnuninni veitt umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við hana,“ sagði í lok sex línu bréfs ráðherrans til Bankasýslunnar þar sem salan var …
http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/
"130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"
"Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"
"Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"
Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!