Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ráðuneytið segir Bjarna hafa samþykkt tilboðsgjafa óséða

Upp­lýs­ing­ar um til­boð eða til­boðs­gjafa voru aldrei born­ar und­ir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Lög gera ráð fyr­ir að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra taki ákvörð­un um hvort til­boð skuli sam­þykkt eða þeim hafn­að og und­ir­rit­ar samn­inga fyr­ir hönd rík­is­ins um sölu eign­ar­hlut­ar­ins.

Ráðuneytið segir Bjarna hafa samþykkt tilboðsgjafa óséða
Samþykkti listann óséðann Samkvæmt lögum á fjármálaráðherra að fá rökstuddu mati á þeim sem gera tilboð í hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem hann á síðan að samþykkja. Þetta ferli fór fram án þess að nokkurn tímann væri nefnt hverjir þeir væru sem væru að kaupa bankann. Mynd: RÚV

„Árétta skal að upplýsingar um tilboð eða tilboðsgjafa voru aldrei bornar undir fjármála- og efnahagsráðuneytið,“ segir í yfirlýsingu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sem birt var á vef þess síðdegis í dag. Tilefnið eru fyrirspurnir fjölmiðla, meðal annars Stundarinnar, um fyrirkomulag sölu á 22,5 prósenta hlutar ríkisins í Íslandsbanka í lokuðu útboði. 

Lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum segir að þegar tilboð í eignarhlut liggi fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. „Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins,“ eins og segir í lögunum. Samkvæmt nú birtum samskiptum Bankasýslunnar og ráðuneytisins samþykkti Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, söluna í heilu lagi. 

Sex línu samþykkt

„Fallist er á tillögu Bankasýslunnar og er stofnuninni veitt umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við hana,“ sagði í lok sex línu bréfs ráðherrans til Bankasýslunnar þar sem salan var …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    hann þurfti ekki að kíkja á listann hann samdi hann sjálfur
    1
  • Magnus Helgi Sigurðsson skrifaði
    Þá er þarna um klárt lögbrot að ræða og ráðherra ber að segja af sér
    3
  • Teitur Olsen skrifaði
    Hver trúir þessu að valdamesti maðurinn láti slíka sölu frá sér óseða ég er góður í póker og þekki lygara hægri vinstri eg hefði sett aleiguna undir að hann er að ljúga eitt enn að ljúga að okkur til þess eins að hagnast um nokkrar millur lákúrulegt.
    2
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    ALLIR ættu að lesa bókina "Hinir ósnertanlegu" !!!!

    http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/

    "130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"

    "Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"

    "Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"

    Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!
    3
  • Omar Sigurjónsson skrifaði
    Það er ekki fræðilegur möguleiki að Bjarni hafi ekki vitað af föður sínum à listanum.
    7
  • Magnus Helgi Sigurðsson skrifaði
    Algjörlega óboðleg vinnubrögð sem anga af spillingu 🤭
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár