Stundin greindi nýverið frá máli þar sem móðir þriggja drengja sótti þá með einkaflugvél til Noregs og flutti til Íslands, þvert á úrskurð norskra yfirvalda sem dæmt hafði föður þeirra fullt forræði yfir drengjunum, en faðirinn býr í Noregi.
Móðirin, Edda Björk Arnardóttir, stígur nú fram í viðtali hjá Eddu Falak í þættinum Eigin Konur. Þar lýsir hún meðal annars atburðarásinni sem átti sér stað í Noregi þegar hún sótti börnin þrjú. Edda Björk á fimm börn með manninum, dætur hennar tvær eru í hennar umsjá en synirnir þrír voru í umsjá föðurins í Noregi.
Tannheilsa barnanna mjög slæm
Í viðtalinu segir Edda Björk að tannheilsa drengjanna þriggja hafi verið afar slæm. Samkvæmt gögnum sem Stundin hefur undir höndum sést að þeir hafi allir þurft miklar tannvirðgerðir sökum mikilla tannskemmda og sýkinga í tannholdi. Svo miklar að svæfa þurfti einn drengjanna fyrir aðgerð.
„Hann er með tannskemmdir, kemur í ljós …
Athugasemdir (7)