Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Drengirnir voru með tannskemmdir og sýkingar í tannholdi

„Það leit út eins og það hafi ekki ver­ið burst­að­ar í hon­um tenn­urn­ar í hálft ár,“ seg­ir Edda Björk Arn­ar­dótt­ir sem sótti syni sína til Nor­egs. Hún lýs­ir með­al ann­ars at­burða­rás­inni sem átti sér stað þeg­ar hún sótti börn­in.

Drengirnir voru með tannskemmdir og sýkingar í tannholdi

Stundin greindi nýverið frá máli þar sem móðir þriggja drengja sótti þá með einkaflugvél til Noregs og flutti til Íslands, þvert á úrskurð norskra yfirvalda sem dæmt hafði föður þeirra fullt forræði yfir drengjunum, en faðirinn býr í Noregi.

Móðirin, Edda Björk Arnardóttir, stígur nú fram í viðtali hjá Eddu Falak í þættinum Eigin Konur. Þar lýsir hún meðal annars atburðarásinni sem átti sér stað í Noregi þegar hún sótti börnin þrjú. Edda Björk á fimm börn með manninum, dætur hennar tvær eru í hennar umsjá en synirnir þrír voru í umsjá föðurins í Noregi.

Tannheilsa barnanna mjög slæm

Í viðtalinu segir Edda Björk að tannheilsa drengjanna þriggja hafi verið afar slæm. Samkvæmt gögnum sem Stundin hefur undir höndum sést að þeir hafi allir þurft miklar tannvirðgerðir sökum mikilla tannskemmda og sýkinga í tannholdi. Svo miklar að svæfa þurfti einn drengjanna fyrir aðgerð.

„Hann er með tannskemmdir, kemur í ljós …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Þetta lítur alltaf ver og ver út fyrir föðurnum og yfirvöldum.
    3
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Erfitt a taka afstöðu til máls frá annarri hlið. Hinsvegar er hægt að taka afstöðu með systkinum og tengslum þeirra. Furðuleg eigingirni af hálfu föður að ætla systkinum að alast upp hjá sitthvoru foreldrinu eins og um sé að ræða skipti á eignum. Mikilvægt er fyrir systkini, sem þurfa að upplifa skilnað foreldra, að fá að alast upp saman á heimili. Þess vegna er sameiginlegt forræði regla á Íslandi og systkini fylgjast að milli tveggja heimila. Afstaða norskra barnaverndaryfirvalda sem krefjast þess að norska sé töluð á íslensku heimili lýsir sýn þeirra á erlenda ríkisborgara sem búa í Noregi og vanþekkingu á mikilvægi móðurmáls í tengslaneti fjölskyldu.
    2
  • Hafdís Hauksdóttir skrifaði
    þessi maður er ekki í lagi😡
    4
  • Auður Leifsdóttir skrifaði
    Frábært viðtal við hugrakka og sterka konu! Svona mál eiga erindi við almenning og nauðsynlegt innlegg í umræðuna um kynjað ofbeldi.
    9
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Er Stundin að fara yfir strikið?
    -8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár