Vilborg Bjarkadóttir og Guðmundur Hrafn Arngrímsson endurvöktu Samtök leigjenda árið 2021 úr löngum dvala. „Þetta eru baráttusamtök,“ útskýrir Vilborg, „alvöru baráttusamtök sem eiga að berjast fyrir betri kjörum leigjenda“, á markaði sem þau lýsa sem svæsnum, enda segja þau að leigumarkaðurinn byggi á neyð fólks og þar ríki algjör óstjórn. Rétt tæplega 90% leigjenda vilja frekar búa í eigin húsnæði en vera á leigumarkaði og tæplega sjö af hverjum tíu segjast vera leigjendur af nauðsyn. Fólk á leigumarkaði greiðir að meðaltali um 45 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Þá greiðir talsverður hluti heimila yfir 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.
„Við viljum leiguþak, við viljum leigubremsu og við viljum að hið opinbera komi miklu sterkar inn, að það séu opinber leigufélög, óhagnaðardrifin leigufélög eða lítt hagnaðardrifin leigufélög. En stjórnvöld verða að fara að bregðast miklu hraðar við. Af því að ef ekkert verður gert þá horfum …
https://www.mannlif.is/frettir/bjarni-benediktsson-ahyggjufullur-oryrkjum-fjolgar-sem-nemur-ollum-vestmannaeyingum/