Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda

Sam­tök leigj­enda kalla eft­ir reglu­verki til að koma í veg fyr­ir öm­ur­legt ástand á leigu­mark­aði þar sem fólk neyð­ist til að sækja í ósam­þykkt og óleyfi­legt hús­næði vegna hás leigu­verðs. Ráð­herr­ar og þing­menn virð­ast vel með­vit­að­ir um ástand­ið og flúðu sjálf­ir leigu­mark­að­inn við fyrsta tæki­færi. Engu að síð­ur er það nið­ur­staða ný­legr­ar rann­sókn­ar að leigu­sal­ar hafi um­boð stjórn­valda til að herja á leigj­end­ur.

Neyð á leigumarkaði í boði stjórnvalda
Baráttusamtök Vilborg Bjarkadóttir og Guðmundur Hrafn Arngrímsson endurvöktu Samtök leigjenda árið 2021 úr löngum dvala. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vilborg Bjarkadóttir og Guðmundur Hrafn Arngrímsson endurvöktu Samtök leigjenda árið 2021 úr löngum dvala. „Þetta eru baráttusamtök,“ útskýrir Vilborg, „alvöru baráttusamtök sem eiga að berjast fyrir betri kjörum leigjenda“, á markaði sem þau lýsa sem svæsnum, enda segja þau að leigumarkaðurinn byggi á neyð fólks og þar ríki algjör óstjórn. Rétt tæplega 90% leigjenda vilja frekar búa í eigin húsnæði en vera á leigumarkaði og tæplega sjö af hverjum tíu segjast vera leigjendur af nauðsyn. Fólk á leigumarkaði greiðir að meðaltali um 45 prósent af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Þá greiðir talsverður hluti heimila yfir 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.

„Við viljum leiguþak, við viljum leigubremsu og við viljum að hið opinbera komi miklu sterkar inn, að það séu opinber leigufélög, óhagnaðardrifin leigufélög eða lítt hagnaðardrifin leigufélög. En stjórnvöld verða að fara að bregðast miklu hraðar við. Af því að ef ekkert verður gert þá horfum …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HSG
    Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
    Og svo skilja sumir ekki af hverju öryrkjum fjölgar í "landi tækifæranna" :(

    https://www.mannlif.is/frettir/bjarni-benediktsson-ahyggjufullur-oryrkjum-fjolgar-sem-nemur-ollum-vestmannaeyingum/
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Neyð á leigumarkaði

Þú átt ekki að þurfa heppni
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Þú átt ekki að þurfa heppni

Vil­borg Bjarka­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­taka leigj­enda á Ís­landi, seg­ir að þrátt fyr­ir að hún telji sig heppna með leigu­sala búi hún við þann veru­leika að leigu­samn­ing­ur henn­ar nær að­eins til eins árs í senn. Á hverju ári sé sá mögu­leiki fyr­ir hendi að heppn­in dugi henni ekki leng­ur og hún þurfi að finna nýj­an samastað fyr­ir sig og börn­in sín tvö.
Týndi árum á leigumarkaði
ViðtalNeyð á leigumarkaði

Týndi ár­um á leigu­mark­aði

Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Sam­taka leigj­enda, upp­lif­ir sig fast­an á leigu­mark­aði. Hann hef­ur í tvígang reynt að festa kaup á íbúð frá því að hann byrj­aði að leigja eft­ir skiln­að en hef­ur ekki tek­ist það. Bar­átt­an, höfn­un­in og upp­lif­un sem hann lýs­ir sem áfalli seg­ir hann hafa haft mik­il og langvar­andi áhrif á and­lega heilsu hans og at­gervi. Hann seg­ir ár­in sem far­ið hafa í bar­átt­una ekki koma aft­ur og þess vegna séu þau í raun týnd.
Missti leiguíbúðina við brunann
FréttirNeyð á leigumarkaði

Missti leigu­íbúð­ina við brun­ann

Sögu Naz­ari dreym­ir um að eign­ast íbúð en er að eig­in sögn föst á óör­ugg­um leigu­mark­aði þar sem leigu­verð sé óbæri­lega hátt og lífs­gæði leigj­enda mun lak­ari en flestra íbúða­eig­enda, að­eins ungt fólk sem eigi efn­aða for­eldra geti keypt íbúð. Saga er nú í end­ur­hæf­ingu, með­al ann­ars vegna áfalls sem hún varð fyr­ir í sept­em­ber í fyrra en þá kvikn­aði í íbúð sem hún leigði.
Ráðherra segir leigumarkaðinn „óstöðugan og óáreiðanlegan“
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn „óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an“

Nokkr­ir ráð­herr­ar og þing­menn segja leigu­mark­að­inn á Ís­landi óör­ugg­an. „Mis­kunn­ar­laus“ seg­ir einn. „Ónýt­ur“ seg­ir ann­ar. For­sæt­is­ráð­herra keypti íbúð því hún þurfti að flytja reglu­lega með­an hún var leigj­andi og mat­væla­ráð­herra seg­ir leigu­mark­að­inn óstöð­ug­an og óáreið­an­leg­an. Nokkr­ir keyptu íbúð til að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar.
Ástandið á leigumarkaði getur grafið undan geðheilsu leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Ástand­ið á leigu­mark­aði get­ur graf­ið und­an geð­heilsu leigj­enda

El­ín Ebba Ásmunds­dótt­ir, sem hef­ur starf­að að geð­heil­brigðs­mál­um í fjöru­tíu ár, seg­ir að leigu­mark­að­ur­inn grafi und­an geð­heilsu fólks. Kvíði leigj­enda yf­ir því að ná ekki end­um sam­an og að þurfa jafn­vel að flytja gegn vilja sín­um sé mjög skað­leg­ur. Það sé um­hugs­un­ar­efni að sumt fólk græði á óför­um annarra og að yf­ir­völd leyfi það.
Kvartaði undan myglu og missti íbúðina
FréttirNeyð á leigumarkaði

Kvart­aði und­an myglu og missti íbúð­ina

Bryn­dís Ósk Odd­geirs­dótt­ir neyð­ist til að flytja með fjöl­skyldu sína úr íbúð sem hún hef­ur leigt frá því síð­ast­lið­ið haust. Hún seg­ir leigu­sal­ann hafa rift samn­ingi við þau í kjöl­far þess að hún kvart­aði und­an myglu í íbúð­inni. Hún tel­ur að lít­il við­brögð við fyr­ir­spurn­um henn­ar um leigu­íbúð­ir helg­ist af því að mað­ur­inn henn­ar er af er­lend­um upp­runa.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár