Fyrri aukaspurning:
Myndin hér að ofan prýðir umslag plötu sem kom út 2018 og með þessari áletrun. Tónlistarmaðurinn sem gaf plötuna út er einn frægasti og vinsælasti í heimi. Hver er sá?
***
Aðalspurningar:
1. Haaretz heitir útbreitt og áhrifamikið dagblað í ákveðnu landi. Hvaða land ætli það sé?
2. El País heitir annað blað í öðru landi. Og hvaða land er það?
3. Hver sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík fyrir nokkrum dögum?
4. Hvað heitir höfuðborgin í Tyrklandi? (Ég HELD að ég sé ekki búinn að spyrja að þessu áður!)
5. Evangeline Booth fæddist árið 1865. Hún var hershöfðingi en drap þó aldrei nokkurn mann — svo vitað sé. Í hvaða her var Booth hershöfðingi?
6. Dýr eitt heitir Baloo eða Balú og frægt fyrir lífsgleði og hjálpsemi. Hvernig dýr er Balú?
7. Hvaða hljómsveit gaf út plötuna Abbey Road?
8. En hvaða hljómsveit gaf út plötuna Lifun?
9. Hvar má finna kvarka — eða quarks eins og þeir heita á enskri tungu?
10. Árið 1951 var opnað kaffihús í Reykjavík sem enn starfar. Hvað heitir það?
***
Seinni aukaspurning:
Á myndinni má sjá leikkonuna Katherine Ross í hlutverki sínu í mynd frá 1969 og eins og sjá má er hún að læra að hjóla. Hvaða bíómynd er um að ræða?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Ísrael.
2. Spáni.
3. Hildur Björnsdóttir.
4. Ankara.
5. Hjálpræðishernum.
6. Björn (persóna í sögunum um Móglí).
7. Bítlarnir.
8. Trúbrot.
9. Inni í atómum, eða í innstu ögnum efnisins — eitthvað í þá áttina dugar.
10. Prikið.
***
Svör við aukaspurningum:
Fyrri spurning — tónlistarmaðurinn er Kanye West.
Seinni spurning — bíómyndin er Butch Cassidy and the Sundance Kid.
Athugasemdir