Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður í þættinum Íslandi í dag óskaði sjálfur eftir því að fara í leyfi frá störfum. Mbl greinir frá þessu. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn staðfestir við Stundina að Frosti sé kominn í ótímabundið leyfi frá störfum. Þórhallur segist ekki hafa tekið ákvörðun um framhaldið.
Frosti hefur einnig verið í níu manna framkvæmdastjórn SÁÁ en er kominn í leyfi þar líka að sögn Önnu Hildar Guðmundsdóttur formanns SÁÁ. Hún segir að Frosti hafi haft samband við hana í morgun og óskað eftir að fara í leyfi frá stjórnarstörfum fyrir samtökin.
Frosti var þar til síðdegis í stjórn Blaðamannafélags Íslands en Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins sagði í samtali við Stundina að stjórnin hefði rætt saman í dag og komist að einróma niðurstöðu um málið. ,,Stjórnin var sammála um að óska eftir því við Frosta að hann viki úr stjórn Blaðamannafélagsins og hann varð við þeirri ósk síðdegis,” …
Athugasemdir (1)