Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Frosti kominn í leyfi frá Stöð 2, stjórn SÁÁ og hefur vikið úr stjórn Blaðamannafélagsins

Frosti Loga­son, sjón­varps­mað­ur á Stöð 2 er kom­inn í leyfi frá störf­um þar og fram­kvæmda­stjórn SÁÁ. Þá varð hann síð­deg­is við ósk stjórn­ar Blaða­manna­fé­lags Ís­lands um að víkja úr stjórn­inni. Frosti gekkst í gær við því að hafa hót­að að birta nekt­ar­mynd­ir af fyrr­ver­andi kær­ustu, Eddu Pét­urs­dótt­ur eft­ir að hún steig fram í þætt­in­um Eig­in Kon­ur.

Frosti kominn í leyfi frá Stöð 2, stjórn SÁÁ og hefur vikið úr stjórn Blaðamannafélagsins

Frosti Logason, dagskrárgerðarmaður í þættinum Íslandi í dag óskaði sjálfur eftir því að fara í leyfi frá störfum. Mbl greinir frá þessu. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn staðfestir við Stundina að Frosti sé kominn í ótímabundið leyfi frá störfum. Þórhallur segist ekki hafa tekið ákvörðun um framhaldið. 

Frosti hefur einnig verið í níu manna framkvæmdastjórn SÁÁ en er kominn í leyfi þar líka að sögn Önnu Hildar Guðmundsdóttur formanns SÁÁ. Hún segir að Frosti hafi haft samband við hana í morgun og óskað eftir að fara í leyfi frá stjórnarstörfum fyrir samtökin.  

Frosti var þar til síðdegis í stjórn Blaðamannafélags Íslands en Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins sagði í samtali við Stundina að stjórnin hefði rætt saman í dag og komist að einróma niðurstöðu um málið. ,,Stjórnin var sammála um að óska eftir því við Frosta að hann viki úr stjórn Blaðamannafélagsins og hann varð við þeirri ósk síðdegis,” …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Öfgar Sóley og Edda takk.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár