Ég ólst upp í þorpi þar sem við krakkarnir gátum gengið út um allt. Ég labbaði í skólann, í sund, til ömmu, til langömmu, allra vinanna og í íþróttir meðan þær voru.
Eftir flutning til Reykjavíkur gat ég labbað í hverfisskólann og svo meira að segja í menntaskólann. Allt þangað til að ég flutti í nýju hverfi borgarinnar. Yst í Grafarvoginum var ekki hægt að labba neitt.
Árskortið mitt í Strætó byrjaði að leysast upp þegar mig hafði rignt niður á leið minni að stoppistöð við Miklubraut. Ég og annar niðurrigndur farþegi hétum því að við myndum kaupa bíl eftir þetta. Seinna sá ég auglýsingar frá strætó, þar sem var lofað besta veðrinu ef maður færi með strætó. Það var sól í auglýsingunni, en oft rigning í raunveruleikanum.
Næst flutti ég í Grafarholtið, þar sem var hvorki hægt að ganga neitt né taka strætó. Sem menntaskólanemi þurfti ég því að …
Athugasemdir (2)