Sjálfstæði Íslands og annarra smáríka byggir á því heimskerfi sem Rússar ráðast gegn með innrás sinni í Úkraínu. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja, segir að þeirri heimsmynd sé ógnað með framferði Rússa.
„Nú þegar rússnesk stjórnvöld endanlega sýna fram á að þau virða einskis sjálfsákvörðunarrétt ríkja, þá eru öryggismál í Evrópu komin í uppnám,“ segir Baldur í samtali við Stundina. „Sérstaklega fyrir smáríki - sem byggja tilverurétt sinn á vilja stórra ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi þeirra - vegna þess að hernaðarlega og efnahagslega eru stór ríki miklu öflugri heldur en smærri og geta valtað yfir þau ef þau vilja gera það.“
Tilvist smáríkja byggir á viðhorfi
Baldur segir tilvist smáríkja, eins og Íslands sem hefur verið sjálfstætt frá seinna stríði, byggja á grundvallarviðhorfi sem var innleitt eftir að bandamenn sigruðust á Adolf Hitler og öðrum einræðisherrum í Seinni heimsstyrjöld.
„Smáríki eru í rauninni til vegna vilja stórra ríkja að viðurkenna þau. Lög og grundvallarviðmið í núverandi alþjóðakerfi byggja á sjálfsákvörðunarvaldi þjóða. Sjálfstæði og fullveldi ríkja, eru grundvöllur fyrir tilvist smáríkja. Þetta lagalega umhverfi, sem sett var á fót, innan Sameinuðu þjóðanna, eftir síðari heimsstyrjöld, hefur gert það að verkum að smáríkjum í heiminum hefur stórfjölgað. Vegna þess að stór ríki eru viljug til að viðurkenna þetta grundvallarviðmið sem er ríkjandi í alþjóðakerfinu.“
„Smáríki eru í rauninni til vegna vilja stórra ríkja að viðurkenna þau.“
Baldur vill ekki ganga svo langt að segja ástandið beina ógn við stöðu Íslands. „Öryggi borgara Nató-ríkja er ekki ógnað með beinum hætti. Vegna þess að Nató ætlar ekki að verja Úkraínu. Hvort þessi átök vindi upp á sig og það geti orðið mistök og menn lendi í átökum, það er næsta skref. Í augnablikinu lítur ekki út fyrir að þessi átök breiðist út fyrir landamæri Úkraínu. En eigi að síður, þrátt fyrir það er þetta ógn við öryggiskerfi Evrópu sem mótað var eftir Seinni heimsstyrjöld og fall Sovétríkjanna. Öllum þeim ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu, sem ekki hafa gengið í Nató, stendur bein ógn af Rússlandi. Ef Rússland vill taka þau yfir hernaðarlega og með valdi, þá mun það gera það.“
Íslendingar reyndu að hætta við refsiaðgerðir
Íslenskir stjórnmálamenn hafa tekið seinna við sér en flestir evrópskir í aðdraganda þess að Vladimir Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Þannig heyrðist ekkert frá forsætisráðherra Íslands fyrr en innrásin var orðin að veruleika.
Baldur segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að bakka út úr refsiaðgerðum sem settar voru á Rússa eftir að þeir innlimuðu Krímskaga.
http://www. informationclearinghouse. info/48634.htm
Og talandi um að ,,snúa hlutum á hvolf"
https://scheerpost. com/2022/02/24/hedges-the-chronicle-of-a-war-foretold/