Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Rússar ráðast á það sem gerir sjálfstæði Íslands mögulegt

Vla­dimir Pútín hef­ur kom­ist upp með of margt, seg­ir Bald­ur Þór­halls­son stjórn­mála­fræð­ing­ur, sem sér­hæf­ir sig í stöðu smáríkja, eins og Ís­lands, sem er ógn­að af breyttri heims­mynd Pútíns.

Rússar ráðast á það sem gerir sjálfstæði Íslands mögulegt
Mótmælendur í Edinborg Mótmælendur komu saman í Skotlandi í gær, líkt og í öðrum Evrópuríkjum. Mynd: AFP

Sjálfstæði Íslands og annarra smáríka byggir á því heimskerfi sem Rússar ráðast gegn með innrás sinni í Úkraínu. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja, segir að þeirri heimsmynd sé ógnað með framferði Rússa.

„Nú þegar rússnesk stjórnvöld endanlega sýna fram á að þau virða einskis sjálfsákvörðunarrétt ríkja, þá eru öryggismál í Evrópu komin í uppnám,“ segir Baldur í samtali við Stundina. „Sérstaklega fyrir smáríki - sem byggja tilverurétt sinn á vilja stórra ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi þeirra - vegna þess að hernaðarlega og efnahagslega eru stór ríki miklu öflugri heldur en smærri og geta valtað yfir þau ef þau vilja gera það.“

Tilvist smáríkja byggir á viðhorfi

Baldur segir tilvist smáríkja, eins og Íslands sem hefur verið sjálfstætt frá seinna stríði, byggja á grundvallarviðhorfi sem var innleitt eftir að bandamenn sigruðust á Adolf Hitler og öðrum einræðisherrum í Seinni heimsstyrjöld.

Baldur ÞórhallssonHefur gagnrýnt íslenska sérfræðinga í málefnum Úkraínu, sem sögðu stríð ekki yfirvofandi.

„Smáríki eru í rauninni til vegna vilja stórra ríkja að viðurkenna þau. Lög og grundvallarviðmið í núverandi alþjóðakerfi byggja á sjálfsákvörðunarvaldi þjóða. Sjálfstæði og fullveldi ríkja, eru grundvöllur fyrir tilvist smáríkja. Þetta lagalega umhverfi, sem sett var á fót, innan Sameinuðu þjóðanna, eftir síðari heimsstyrjöld, hefur gert það að verkum að smáríkjum í heiminum hefur stórfjölgað. Vegna þess að stór ríki eru viljug til að viðurkenna þetta grundvallarviðmið sem er ríkjandi í alþjóðakerfinu.“

„Smáríki eru í rauninni til vegna vilja stórra ríkja að viðurkenna þau.“

Baldur vill ekki ganga svo langt að segja ástandið beina ógn við stöðu Íslands. „Öryggi borgara Nató-ríkja er ekki ógnað með beinum hætti. Vegna þess að Nató ætlar ekki að verja Úkraínu. Hvort þessi átök vindi upp á sig og það geti orðið mistök og menn lendi í átökum, það er næsta skref. Í augnablikinu lítur ekki út fyrir að þessi átök breiðist út fyrir landamæri Úkraínu. En eigi að síður, þrátt fyrir það er þetta ógn við öryggiskerfi Evrópu sem mótað var eftir Seinni heimsstyrjöld og fall Sovétríkjanna. Öllum þeim ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu, sem ekki hafa gengið í Nató, stendur bein ógn af Rússlandi. Ef Rússland vill taka þau yfir hernaðarlega og með valdi, þá mun það gera það.“

Pútín líkt við HitlerMótmælendur fyrir utan byggingu Nató í Haag í Hollandi líktu Pútín við Adolf Hitler, eins og gert var víða annars staðar.

Íslendingar reyndu að hætta við refsiaðgerðir

Íslenskir stjórnmálamenn hafa tekið seinna við sér en flestir evrópskir í aðdraganda þess að Vladimir Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Þannig heyrðist ekkert frá forsætisráðherra Íslands fyrr en innrásin var orðin að veruleika.

Baldur segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að bakka út úr refsiaðgerðum sem settar voru á Rússa eftir að þeir innlimuðu Krímskaga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Getur verið að hann Baldur fræðingur og sérfræðingur sé dálítið hlutdrægur í fræði- og sérfræðiiðkan sinni? Það er hreinlega farinn að læðast að mér grunur um að svo sé.
    1
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Það mætti raunar alveg koma fram að þessi hr. Baldur þagði þunnu hljóði er ,,siðuð" vesturveldi þverbrutu alla sömu alþjóðlegu lagabálkana og Rússaveldi er að gera nú með ólögmætum hernaðaraðgerðum sínum gegn Írak í byrjun árs 2003. Man nú ekki til þess að þeim þjóðum er að því stóðu hafi verið meinuð þátttaka í Euro eða þá að úrslitaleikur meistaradeildarinnar hafi verið tekin af Bretaveldi í kjölfarið (sá leikur fór raunar fram í Manchester, Englandi, tveimur mánuðum eftir að Bretinn hafði ráðist á Írak). Og ef við ætlum að tala um að ,,ganga of langt," þá eiga nú Bandaríki N - Ameríku eflaust heimsmetið í því:

    http://www. informationclearinghouse. info/48634.htm

    Og talandi um að ,,snúa hlutum á hvolf"

    https://scheerpost. com/2022/02/24/hedges-the-chronicle-of-a-war-foretold/
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár