Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Endurskoðun siðareglna ráðherra taki mið af þyrluflugi eins þeirra

Tíu dæmi eru um að ráð­herr­ar og aðr­ir ráða­menn fljúgi með loft­för­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar er það harð­lega gagn­rýnt en sér­staka gagn­rýni fær Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir fyr­ir þyrluflug sitt með Gæsl­unni 2020, þeg­ar hún skrapp úr hesta­ferð með fjöl­skyld­unni á fund í Reykja­vík.

Endurskoðun siðareglna ráðherra taki mið af þyrluflugi eins þeirra
Baðst afsökunar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra baðst á sínum tíma afsökunar á flugferðinni en ljóst er að Ríkisendurskoðun vill meira en það: nauðsynlegt sé að setja nýja reglur. Mynd: xd.is

Einungis ein þyrla var tiltæk hjá Landhelgisgæslunni þegar ákveðið var að skutla dómsmálaráðherra fram og til baka á milli Reynisfjöru og Reykjavíkur árið 2020. Níu önnur dæmi eru um að ráðamenn hafi verið farþegar um borð í flugförum gæslunnar. Ráðstöfunin er harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi gæslunnar.

Stundin greindi frá þyrluferð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem þá var dómsmálaráðherra, í ágúst árið 2020. Hún hafði verið í hestaferð með fjölskyldu sinni en skroppið á fund í Reykjavík, þar sem hún var ekki meðal þeirra sem tóku til máls né tók hún þátt í vinnuhópum á fundinum. 

Um þyrluflug ráðherrans segir í skýrslunni: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ 

„Tæki stofnunarinnar eru öryggisbúnaður sem keyptur er eða leigður sem tæki til löggæslu …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    "Hvítvínskonan" verður aldrei hvítþvegin af þessari þyrluferð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
4
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár