Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Endurskoðun siðareglna ráðherra taki mið af þyrluflugi eins þeirra

Tíu dæmi eru um að ráð­herr­ar og aðr­ir ráða­menn fljúgi með loft­för­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar er það harð­lega gagn­rýnt en sér­staka gagn­rýni fær Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir fyr­ir þyrluflug sitt með Gæsl­unni 2020, þeg­ar hún skrapp úr hesta­ferð með fjöl­skyld­unni á fund í Reykja­vík.

Endurskoðun siðareglna ráðherra taki mið af þyrluflugi eins þeirra
Baðst afsökunar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra baðst á sínum tíma afsökunar á flugferðinni en ljóst er að Ríkisendurskoðun vill meira en það: nauðsynlegt sé að setja nýja reglur. Mynd: xd.is

Einungis ein þyrla var tiltæk hjá Landhelgisgæslunni þegar ákveðið var að skutla dómsmálaráðherra fram og til baka á milli Reynisfjöru og Reykjavíkur árið 2020. Níu önnur dæmi eru um að ráðamenn hafi verið farþegar um borð í flugförum gæslunnar. Ráðstöfunin er harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi gæslunnar.

Stundin greindi frá þyrluferð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem þá var dómsmálaráðherra, í ágúst árið 2020. Hún hafði verið í hestaferð með fjölskyldu sinni en skroppið á fund í Reykjavík, þar sem hún var ekki meðal þeirra sem tóku til máls né tók hún þátt í vinnuhópum á fundinum. 

Um þyrluflug ráðherrans segir í skýrslunni: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ 

„Tæki stofnunarinnar eru öryggisbúnaður sem keyptur er eða leigður sem tæki til löggæslu …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    "Hvítvínskonan" verður aldrei hvítþvegin af þessari þyrluferð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár