Einungis ein þyrla var tiltæk hjá Landhelgisgæslunni þegar ákveðið var að skutla dómsmálaráðherra fram og til baka á milli Reynisfjöru og Reykjavíkur árið 2020. Níu önnur dæmi eru um að ráðamenn hafi verið farþegar um borð í flugförum gæslunnar. Ráðstöfunin er harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi gæslunnar.
Stundin greindi frá þyrluferð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem þá var dómsmálaráðherra, í ágúst árið 2020. Hún hafði verið í hestaferð með fjölskyldu sinni en skroppið á fund í Reykjavík, þar sem hún var ekki meðal þeirra sem tóku til máls né tók hún þátt í vinnuhópum á fundinum.
Um þyrluflug ráðherrans segir í skýrslunni: „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“
„Tæki stofnunarinnar eru öryggisbúnaður sem keyptur er eða leigður sem tæki til löggæslu …
Athugasemdir (1)