Gríðarlegt magn af alls kyns úrgangi er losað í þjóðlendunni Bolöldu í nágrenni Bláfjalla. Að nafninu til er svæðið einungis ætlað undir jarðvegsefni en er nú líkt við eftirlitslausan gamaldags öskuhaug, spölkorn frá vatnsverndarsvæðum höfuðborgarinnar. Allt gler sem skilað er til Endurvinnslunnar, um fimm þúsund tonn á ári, er urðað á svæðinu.
Lítið eftirlit er með úrgangslosun og herma heimildir Stundarinnar að því sé lítið mál að „taka sénsinn“ og losa þar mengandi úrgang sem annars þyrfti að greiða fyrir. Einn maður hefur að aukastarfi að sinna eftirliti með losun allt að 300 vörubílsfarma af úrgangi á svæðinu dag hvern.
Forsætisráðherra tekur við Bolöldu
Þann 6. nóvember 2019 tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra formlega við gamla námusvæðinu í Bolöldu. Þennan dag gekk forsætisráðherra um svæðið ásamt Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, og Magnúsi Ólafssyni, framkvæmdastjóra Fossvéla. Mikið magn af jarðefni …
Athugasemdir (4)