Aðeins 27 ára gömul hefur Sara Mardini upplifað meira en flest fólk gerir á heilli mannsævi. Hún og yngri systir hennar, Yusra, voru hylltar sem hetjur á alþjóðavettvangi fyrir björgunarafrek þeirra árið 2015 þegar þær flúðu á gúmmíbát yfir Miðjarðarhafið frá heimalandi sínu, Sýrlandi. Þá voru þær aðeins 20 og 17 ára. Yusra keppti í kjölfarið á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 fyrir hönd nýskipaðs ólympíuliðs flóttamanna.
„Ég fór með til Ríó til að styðja hana,“ segir Sara í samtali við Stundina um viðburðaríka æsku þeirra systra. „Það var svo fallegt að sjá hana keppa og það veitti mér mikinn innblástur.“
En skömmu síðar þurfti Sara að dúsa í grísku fangelsi fyrir að reyna að hjálpa öðrum sem voru í sömu stöðu og hún hafði verið. Fjögur ár eru nú liðin frá því að hún var handtekin og ákærð fyrir þátttöku sína í hjálparstarfi á eyjunni Lesbos í Grikklandi og …
Athugasemdir