Namibísk stjórnvöld hafa gert nokkrar skatta- og lögfræðikröfur á hendur namibískum dótturfélögum Samherja. Þar á meðal er endurálagning skatta upp á 18 milljónir evra, jafnvirði 2,7 milljarða króna. Þetta er meðal þess kemur fram í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding sem fer með eignarhald erlendrar starfsemi Samherjasamsteypunnar.
„[E]nn er óvissa um áhrif málareksturs í Namibíu á starfsemi samstæðunnar“
Í ársreikningunum eru margar ábendingar og fyrirvarar vegna þeirra rannsókna sem nú standa yfir á starfsemi útgerðarinnar og tengdra félaga í Namibíu. Vegna þeirra gerir stjórn fyrirtækisins, sem leidd er af Eiríki S. Jóhannssyni, sem líka er stjórnarformaður Samherja á Íslandi, gerir fyrirvara við ársreikningana.
Stjórn og endurskoðendur með fyrirvara
„Stjórn og forstjóri gera þann fyrirvara við staðfestingu sína að enn er óvissa um áhrif málareksturs í Namibíu á starfsemi samstæðunnar og ekki hefur tekist með fullnægjandi hætti að sannreyna skuldbindingar Hermono samstæðunnar sem fór með …
Athugasemdir (1)