Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Áslaug Arna líkar við Loga sem segist saklaus af ásökunum

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, vís­inda-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, er gagn­rýnd fyr­ir að láta sér líka við yf­ir­lýs­ingu sem fjöl­miðla­mað­ur­inn Logi Berg­mann Eiðs­son birti á Face­book í kvöld. Þar er hann að bera af sér sak­ir um að hafa brot­ið á ungri konu.

Áslaug Arna líkar við Loga sem segist saklaus af ásökunum
Ráðherrann Áslaug Arna sætir nú gagnrýni vegna stuðnings við yfirlýsingu Loga. Mynd: Stundin / JIS

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og núverandi vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur í kvöld verið gagnrýnd fyrir að láta sér líka við yfirlýsingu fjölmiðlamannsins Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook.

Sagðist ætla að bera ábyrgð

Skjáskot af samskiptum Vítalía birti samtal við Loga þar sem hann sagði að hann tæki ábyrgð á því sem gerðist.

Í yfirlýsingunni segist Logi saklaus af því að hafa brotið á ungri konu á síðasta ári í golfferð. Hann viðurkenndi þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks „með því að fara inn í herbergi sem ég átti ekki að fara inn í.“ Segir hann það hafa verið mistök sem hann vilji axla ábyrgð á. Áður hafði konan, Vítalía Lazareva, 24 ára, birt skjáskot af samskiptum við Loga á samfélagsmiðlum þar sem hann er spurður hvort hann axli ábyrgð á því sem  gerðist og hann svarar því játandi.

Logi greindi frá því í dag að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Jú, Sjálfstæðisflokkurinn er afar kynferðislegur flokkur, ef ekki hreinlega kynóður. Hvergi þrífast nýfrjáshyggja, trumpismi, pervertismi, úrkynjun og óeðli betur en innan vébanda þessara skipulögðu glæpasamtaka.
    Nú er mál að linni og Sjálfstæðisflokkurinn verði leystur upp.
    0
  • Sveinn Hansson skrifaði
    „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði hún við Vísi.

    Já auðvitað, Vítalía er ekki vinkona hennar og með erlent nafn þar að auki !!!!!!!!
    Afutur á móti eru Logi og Svanhildur vinir hennar !!!!
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Auðvitað er Logi alsaklaus. Það skilja allir :-)

    Meira að segja Áslaug Arna :-) :-) :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár