Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Björn ætlar að hætta sem ráðgjafi Willums ef hann getur ekki sinnt því með forstjórastarfinu

Björn Zoëga, for­stjóri Karol­inska-sjúkra­húss­ins og nýr ráð­gjafi heil­brigð­is­ráð­herra á Ís­landi, þarf að fá leyfi frá yf­ir­völd­um í Stokk­hólmi til að sinna starf­inu á Ís­landi. Hann seg­ir að hann og heil­brigð­is­ráð­herra séu sam­mála um að hann hætti sem ráð­gjafi ef hann geti ekki sinn starf­inu sam­hliða for­stjóra­starf­inu.

Björn ætlar að hætta sem ráðgjafi Willums ef hann getur ekki sinnt því með forstjórastarfinu
Hættir ef hann getur ekki sinnt báðum störfumum Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segir að hann muni sinna ráðgjafastarfi sínu á Íslandi samhliða starfi sínu sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar.

Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og ráðgjafi nýs heilbrigðisráðherra, segist ætla að hætta sem ráðgjafi ef hann getur ekki sinnt starfinu samhliða því að vera forstjóri sænska sjúkrahússins. Hann segir að hann sinni ráðgjafastarfinu í frítíma sínum frá starfi sínu sem forstjóri. Þetta kemur fram í viðtali við Björn í sænska blaðinu Dagens Nyheter. Ráðgjafastörf Björns á Íslandi samhliða forstjórastarfinu hafa því vakið athygli þar í landi og er yfirskrift fréttarinnar að forstjórinn fái aukastarf sem ráðgjafi á Íslandi. 

Í fréttinni í sænska blaðinu er haft eftir Birni, sem áður hefur starfað sem forstjóri Landspítalans á Íslandi: „Það mun koma í ljós á næstu mánuðum hvort það gengur að sinna báðum störfunum samtímis. Ef það gengur ekki þá mun ég hætta að vera ráðgjafi, það erum við heilbrigðisráðherrann sammála um.“

Tekur við lyklunumNýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sést hér taka við lyklunum í ráðuneytinu af Svandísi Svavarsdóttur.

Líkti Birni við Leo Messi

Ráðning Björns sem ráðgjafa heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, var tilkynnt um miðjan desember á vef stjórnarráðsins.

Samkvæmt tilkynningunni á Björn að aðstoða við breytingar sem til stendur að gera á starfsemi Landspítalans. Um ráðninguna sagði Willum Þór heilbrigðisráðherra:  „Ljóst er að Landspítalinn er hryggjarstykkið í okkar heilbrigðiskerfi. Spítalinn verður að geta sinnt sínu mikilvæga hlutverki nú og í framtíðinni. Þá er gott samspil spítalans við aðra þætti heilbrigðiskerfisins lykilatriði. Umtalsverðar breytingar á rekstri og yfirstjórn Landspítalans munu eiga sér stað á næstunni og því er gríðarlega mikilvægt að sérfróðir aðilar með þekkingu á rekstri slíkrar stofnunar séu til að veita ráð við slíka vinnu.“ 

„Ég mun gera þetta í frítíma mínum og svo mun ég fara þangað einhverjar helgar“
Björn Zoëga

Eitt af því sem vakti nokkra athygli í fréttaflutningi af ráðningu Björns voru þau orð Willums Þórs að það að fá Björn til starfa á Íslandi væri eins og ef knattspyrnumaðurinn Leo Messi kæmi í íslensku fótboltadeildina. „Ætli þetta sé ekki eins og að fá Messi í Val og íslensku deildina,“ sagði heilbrigðisráðherrann sem sjálfur er gamall og landsþekktur fótboltaþjálfari sem meðal annars starfaði í Þrótti og KR. 

Bíður eftir leyfi frá yfirvöldum

Í frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter er haft Birni að hann muni sinna starfinu á Íslandi um helgar og og í frítíma sínum. „Ég mun gera þetta í frítíma mínum og svo mun ég fara þangað einhverjar helgar. Ég hef ekki í hyggju að hætta á Karolinska,“ segir hann og undirstrikar að hann sé ekki þátttakandi í því ferli að ráða nýjan forstjóra yfir Landspítalann. 

Í sænska blaðinu kemur einnig fram að Björn hafi í fyrra verið með mánaðarlán upp á 241 þúsund sænskar krónur, tæplega 3.5 milljónir íslenskra króna, fyrir störf sín á spítalanum. Þá segir einnig að yfirvöld í Stokkhólmshéraði, sem rekur Karolinska-spítalann, muni þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann fái að sinna þessu aukastarfi eða ekki. Fram kemur að þessi ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár