Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Björn ætlar að hætta sem ráðgjafi Willums ef hann getur ekki sinnt því með forstjórastarfinu

Björn Zoëga, for­stjóri Karol­inska-sjúkra­húss­ins og nýr ráð­gjafi heil­brigð­is­ráð­herra á Ís­landi, þarf að fá leyfi frá yf­ir­völd­um í Stokk­hólmi til að sinna starf­inu á Ís­landi. Hann seg­ir að hann og heil­brigð­is­ráð­herra séu sam­mála um að hann hætti sem ráð­gjafi ef hann geti ekki sinn starf­inu sam­hliða for­stjóra­starf­inu.

Björn ætlar að hætta sem ráðgjafi Willums ef hann getur ekki sinnt því með forstjórastarfinu
Hættir ef hann getur ekki sinnt báðum störfumum Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð, segir að hann muni sinna ráðgjafastarfi sínu á Íslandi samhliða starfi sínu sem ráðgjafi heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar.

Björn Zoëga, forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og ráðgjafi nýs heilbrigðisráðherra, segist ætla að hætta sem ráðgjafi ef hann getur ekki sinnt starfinu samhliða því að vera forstjóri sænska sjúkrahússins. Hann segir að hann sinni ráðgjafastarfinu í frítíma sínum frá starfi sínu sem forstjóri. Þetta kemur fram í viðtali við Björn í sænska blaðinu Dagens Nyheter. Ráðgjafastörf Björns á Íslandi samhliða forstjórastarfinu hafa því vakið athygli þar í landi og er yfirskrift fréttarinnar að forstjórinn fái aukastarf sem ráðgjafi á Íslandi. 

Í fréttinni í sænska blaðinu er haft eftir Birni, sem áður hefur starfað sem forstjóri Landspítalans á Íslandi: „Það mun koma í ljós á næstu mánuðum hvort það gengur að sinna báðum störfunum samtímis. Ef það gengur ekki þá mun ég hætta að vera ráðgjafi, það erum við heilbrigðisráðherrann sammála um.“

Tekur við lyklunumNýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sést hér taka við lyklunum í ráðuneytinu af Svandísi Svavarsdóttur.

Líkti Birni við Leo Messi

Ráðning Björns sem ráðgjafa heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, var tilkynnt um miðjan desember á vef stjórnarráðsins.

Samkvæmt tilkynningunni á Björn að aðstoða við breytingar sem til stendur að gera á starfsemi Landspítalans. Um ráðninguna sagði Willum Þór heilbrigðisráðherra:  „Ljóst er að Landspítalinn er hryggjarstykkið í okkar heilbrigðiskerfi. Spítalinn verður að geta sinnt sínu mikilvæga hlutverki nú og í framtíðinni. Þá er gott samspil spítalans við aðra þætti heilbrigðiskerfisins lykilatriði. Umtalsverðar breytingar á rekstri og yfirstjórn Landspítalans munu eiga sér stað á næstunni og því er gríðarlega mikilvægt að sérfróðir aðilar með þekkingu á rekstri slíkrar stofnunar séu til að veita ráð við slíka vinnu.“ 

„Ég mun gera þetta í frítíma mínum og svo mun ég fara þangað einhverjar helgar“
Björn Zoëga

Eitt af því sem vakti nokkra athygli í fréttaflutningi af ráðningu Björns voru þau orð Willums Þórs að það að fá Björn til starfa á Íslandi væri eins og ef knattspyrnumaðurinn Leo Messi kæmi í íslensku fótboltadeildina. „Ætli þetta sé ekki eins og að fá Messi í Val og íslensku deildina,“ sagði heilbrigðisráðherrann sem sjálfur er gamall og landsþekktur fótboltaþjálfari sem meðal annars starfaði í Þrótti og KR. 

Bíður eftir leyfi frá yfirvöldum

Í frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter er haft Birni að hann muni sinna starfinu á Íslandi um helgar og og í frítíma sínum. „Ég mun gera þetta í frítíma mínum og svo mun ég fara þangað einhverjar helgar. Ég hef ekki í hyggju að hætta á Karolinska,“ segir hann og undirstrikar að hann sé ekki þátttakandi í því ferli að ráða nýjan forstjóra yfir Landspítalann. 

Í sænska blaðinu kemur einnig fram að Björn hafi í fyrra verið með mánaðarlán upp á 241 þúsund sænskar krónur, tæplega 3.5 milljónir íslenskra króna, fyrir störf sín á spítalanum. Þá segir einnig að yfirvöld í Stokkhólmshéraði, sem rekur Karolinska-spítalann, muni þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann fái að sinna þessu aukastarfi eða ekki. Fram kemur að þessi ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu