„Hún er í tómu tjóni,“ skrifaði Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, í skilaboðum til samstarfsmanns síns á síðasta ári um Umhverfisstofnun og kæru hennar til lögreglu á förgun tveggja risastórra gámaflutningaskipa fyrirtækisins. Ljóst er að stjórnarformaðurinn hafði ekki trú á rannsókn á meintum brotum fyrirtækisins því hann hélt áfram og sagði: „Engin rannsókn eða neitt. Óskuðu ekki gagna etc Svo tekur 3 ár að fella þetta niður.“
Skilaboðin, sem Stundin hefur séð, voru send í kjölfar umfjöllunar Kveiks um förgun skipanna, Laxfoss og Goðafoss, sumarið 2020. Embætti héraðssaksóknara, sem tók við kæru Umhverfisstofnunar, framkvæmdi húsleit á skrifstofum fyrirtækisins um miðjan mánuðinn í tengslum við rannsókn málsins og er rannsóknin yfirstandandi.
Létu sjálf vita af húsleit
Eimskipafélagið lét sjálft vita um aðgerðir héraðssaksóknara í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar sagði meðal annars að „Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu …
Athugasemdir