Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lýstu Eimskipskæru Umhverfisstofnunar sem herferð gegn Samherja

Bald­vin Þor­steins­son, stjórn­ar­formað­ur Eim­skipa­fé­lags Ís­lands, tók und­ir með sam­starfs­manni sín­um að um­fjöll­un um og rann­sókn á förg­un fyr­ir­tæk­is­ins á tveim­ur gáma­skip­um á Indlandi væri hluti af her­ferð gegn Sam­herja. Þá hafði hann enga trú á að mál­ið myndi leiða til ein­hvers ann­ars en frá­vís­un.

Lýstu Eimskipskæru Umhverfisstofnunar sem herferð gegn Samherja
Hafði ekki trú á rannsókninni Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskipa, hafði ekki trú á öðru en að rannsókn á hendur fyrirtækinu yrði vísað frá.

„Hún er í tómu tjóni,“ skrifaði Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, í skilaboðum til samstarfsmanns síns á síðasta ári um Umhverfisstofnun og kæru hennar til lögreglu á förgun tveggja risastórra gámaflutningaskipa fyrirtækisins. Ljóst er að stjórnarformaðurinn hafði ekki trú á rannsókn á meintum brotum fyrirtækisins því hann hélt áfram og sagði: „Engin rannsókn eða neitt. Óskuðu ekki gagna etc Svo tekur 3 ár að fella þetta niður.“

Skilaboðin, sem Stundin hefur séð, voru send í kjölfar umfjöllunar Kveiks um förgun skipanna, Laxfoss og Goðafoss, sumarið 2020. Embætti héraðssaksóknara, sem tók við kæru Umhverfisstofnunar, framkvæmdi húsleit á skrifstofum fyrirtækisins um miðjan mánuðinn í tengslum við rannsókn málsins og er rannsóknin yfirstandandi. 

Létu sjálf vita af húsleit

Eimskipafélagið lét sjálft vita um aðgerðir héraðssaksóknara í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar sagði meðal annars að „Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár