Það er einhver ferskleikatilfinning sem fylgir áramótum, eins og allt verði skyndilega nýtt. Á nýársdag 2021 fékk ég glænýtt barnabarn í fyrsta sinn í fangið, fætt rétt fyrir áramótin. Segja má að allt árið hjá mér hafi svo einkennst af því að venjast ömmutitlinum og fylgjast með þessum stórkostlega afkomanda mínum vaxa og dafna.
Ég komst líka að því með eigin reynslu að jarðskjálftariða væri til, þannig að ég lærði að minnsta kosti eitthvað. Vegna frestunaráráttu og almenns skipulagsleysis missti ég af því að skoða eldgosið í Geldingadölum en ætla bara að bíða róleg eftir því næsta, hvenær sem það verður.
Eiginlega er fátt eins mikilvægt og að geta lært eitthvað nýtt og tekist á við ný verkefni, hvort sem það snýst um að vera rétt að byrja að læra á lífið og tilveruna, um nýtt hlutverk í einkalífinu eða eitthvað stærra sem við stöndum í sem samfélag. Á þessu …
Athugasemdir