Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Alls ekki, alls ekki“ þörf á frekari rannsóknum vegna íslenska plastsins

Magnús Jó­hann­es­son, stjórn­ar­formað­ur Úr­vinnslu­sjóðs, tel­ur enga þörf á frek­ari rann­sókn­um vegna þess mikla magns plasts sem Stund­in fann í vöru­húsi í Suð­ur-Sví­þjóð. Hann seg­ir nýja eig­end­ur komna að Sw­erec, þótt fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins segi svo ekki vera. Úr­vinnslu­sjóð­ur að­hafð­ist ekk­ert í meira en ár eft­ir að greint var frá ís­lenska plast­haugn­um. Sjóð­ur­inn er nú til rann­sókn­ar.

Magnús Jóhannesson, formaður stjórnar Úrvinnslusjóðs, segir í samtali við Stundina að ein af ástæðum þess að sjóðurinn samþykkti fyrirtækið Swerec sem móttökuaðila á íslensku plasti væri sú að nýjur eigendur hefði tekið við rekstri fyrirtækisins.

Það er þó ekki rétt og hafa verið sömu eigendur að fyrirtækinu síðan 2005. Þetta staðfestir Leif Karlsson, framkvæmdastjóri Swerec. Þá segir Magnús að hann telji enga þörf að skoða hvort meira af íslensku plasti hafi endaði þar sem það átti ekki að enda og telur þetta atvik vera algjört einsdæmi í sögu sjóðsins. Magnús hefur starfað hjá sjóðnum í þrjár vikur. 

Fyrsti ársfundurinn í mörg ár

Ársfundur Úrvinnslusjóðs var haldinn á Grand Hótel Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Þetta var fyrsti ársfundir í mörg ár þar sem sjóðurinn hafði ekki skilað af sér ársreikningum til fjölda ára. Á fundinum hélt Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, erindi ásamt starfsmönnum sjóðsins. Blaðamaður Stundarinnar var viðstaddur fundinn og ræddi við Magnús Jóhannesson, stjórnarformann Úrvinnslusjóðs, eftir fundinn. Magnús fékk þar að sjá í fyrsta skipti myndefni sem Stundinn tók af miklu magni af íslensku plasti í vöruhúsi í suður Svíþjóð, sem hafði legið þar óhreyft í um fimm ár þrátt fyrir að hafa átt að fara til endurvinnslu. Aðspurður um hvað honum finnist um að sjá þessar myndir segir hann að íslensk endurvinnslufyrirtæki töldu að Swerec hefði verið nokkuð öruggt fyrirtæki til að senda plast til.  

„Ég sá þessa mynd frá þér og hún er ekki falleg. Það er ljóst að það er eitthvað af íslensku plasti þarna, maður sá það á umbúðunum. Mér þykir það miður, en þetta er hlutur sem að gerðist fyrir nokkrum árum síðan í samskiptum við sænskt fyrirtæki (Swerec) sem að íslenskir aðilar voru bara nokkuð öryggir með að væru í góðu lagi vegna þess að bæði norska fyrirtækið, sem sér um framleiðendaábyrgð þar, og sænska fyrirtæki voru með samninga við þetta fyrirtæki.“

Nú kærðu þau (skilakerfin) einmitt fyrirtækið til lögreglu þegar upp kom um svindlið árið 2015. Þau kærðu 2016. Þau hættu öllum viðskiptum á þeim tíma, kröfðust skaðabóta og fengu skaðabætur. Af hverju telur þú að Úrvinnslusjóður hafi ekki gert það sama og hin skilakerfin?

„Mér finnst að þessar myndir sem þú sýndir mér hér í dag varpi ljósi á hluti sem við vorum kannski ekki alveg vissir með.“

En í samtali mínu við Ólaf Kjartansson, framkvæmdastjóra sjóðsins, vissi hann af Swerec svindlinu.

„Ég held að þetta magn sem þú segir að sé þarna frá Íslandi, ég hef enga möguleika til þess að meta og kannski þú ekki heldur.“

Nei, þetta eru allt saman áætlanir

„En það er þarna.“

Það er slatti af plasti þarna við getum verið sammála um það.

PlastfjallMikið magn af íslensku plasti fyrir utan vöruhús í suður Svíþjóð

Ætlar að krefjast þess að Swerec leysi málið

„Ég tel að Swerec beri ábyrgð á þessu og Úrvinnslusjóður mun strax, næstu daga, senda bréf og krefja þá um að leysa þetta mál.“

En af hverju núna? Af hverju ekki þegar við á Stundinni birtum upprunarlega fréttina í október árið 2020. Hvers vegna núna en ekki í fyrra?

„Ég get ekki svarað því. Það blasir bara fyrir mér, eftir að hafa séð þessa mynd hjá þér að þetta er bara atriði sem við látum Swerec ganga frá.“

En hefur komið í ljós að framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs vissi af svindlinu á sínum tíma og aðhófst ekkert, setti enga rannsókn í gang. Þeir vissu af þessu vöruhúsi sem var fullt af plasti í október 2020. Þú segir að þið ætlið að gera það, en telur þú að þetta sé mjög traustvekjandi á störf starfsfólk og framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs að hann hafi ekki aðhafst neitt á meðan önnur skilakerfi fóru og kærðu þetta til lögreglu?

„Úrvinnslusjóður var ekki með samning við Swerec á sama hætti og fyrirtækin í Noregi og Svíþjóð.“

Að sjálfsögðu ekki, en íslensk fyrirtæki geta eingöngu verið í viðskiptum við Swerec ef að þið (Úrvinnslusjóður) samþykkið það. Þannig að ef Úrvinnslusjóður vissi að þeir væru að svindla á kerfinu, þeir vissu að þeir væru að setja plast í vöruhús í Suður-Svíþjóð og aðhöfðust ekkert, finnst þér það traustvekjandi?

„Bíddu nú við. Mér vitanlega eftir að þetta kom upp og menn vissu af því, þá var ekki sent plast til Swerec til endurvinnslu frá Íslandi.“

Frá því að Swerec svindlið komst upp árið 2016?

„Já.“

Það var sent áfram plast til Swerec árið 2016, 2017, 2018, 2019 og 2020. Þá er Íslenska gámafélagið ennþá í viðskiptum við þá.

„Bíddu nú við.“

Úrvinnslusjóður er búinn að samþykkja Swerec.

„Eftir því sem ég veit þá verða breytingar á fyrirtækinu. Það koma þýskir aðilar sem að koma og kaupa fyrirtækið eftir þessi vandræði sem voru þarna.“

Það eru sömu eigendur í dag og voru þá.

„Það eru aðrar upplýsingar en ég hef.“

Það var staðfest af Leif Karlsson, framkvæmdastjóra Swerec, í símtali við mig í gær. Það eru sömu eigendur á fyrirtækinu núna og voru árið 2016. Þannig hvaða upplýsingar ert þú að fá?

„Það veit ég ekki. En sko, eins og ég segi, þetta er liðin tíð. Þetta kemur óvænt í bakið á okkur. Sjóðurinn var í góðri trú að þessi endurvinnsla væri í lagi.“

En er þetta ekki einmitt vandamálið. Nú ertu að gefa mér upplýsingar sem eru bara ekki réttar. Eru þið að fá réttar upplýsingar?

„Bíddu við, bíddu.“ 

Þú segir við mig að þýskir aðilar hafi keypt fyrirtækið. Ég var að tala við framkvæmdastjóra Swerec og hann staðfestir við mig að það séu búnir að vera sömu eigendur allan tímann. Er þetta kannski vandamál sjóðsins?

„Hvað eru við að tala um? Við erum að tala hérna um endurvinnslu á plasti.“ 

Við erum að tala um það já, og traust. Almenningur leggur á sig alla þessa vinnu við að þrífa, flokka og fara með plastið. Við erum í þvílíkri markaðssetningu að reyna ná fram hringrásarhagkerfinu og leggjum okkur öll fram við það. Svo kemur bara í ljós að vegna þess að það er ekki verið að fylgjast með einhverju fyrirtæki að 60% af öllu plasti sem var sent til útflutnings árið 2016 enduðu mögulega í vöruhúsi í Suður-Svíþjóð og er ennþá þar.

„Ertu klár á því með þessi 60%?“

Þetta er það sem við áætlum miðað við það sem var sent á Swerec árið 2016 og miðað við magnið í vöruhúsinu. Ég hef verið þarna. Enginn frá Úrvinnslusjóði fór þarna, enginn hefur haft samband við eigendur hússins sem er palentísks flóttamannafjölskylda, sem situr núna uppi með plastið og er búin að borga 11,5 milljónir króna til að losa sig við það. Finnst þér þetta í alvörunni viðeigandi störf hjá núverandi framkvæmdastjóra, sem var líka framkvæmdastjóri þegar allt þetta kemur upp og hann vissi af þessu svindli?

„Heyrðu, nú erum við að horfa til framtíðar.“

„Við erum núna, eftir að hafa séð þessar myndir sem þú ert með þarna. Þá erum við ákveðin að óska eftir því að Swerec gangi í þetta mál núna. Það er ekki búið að endurvinna þetta plast eins og átti að gera.

Samkvæmt tölfræðinni ykkar er það.

„Það er annað mál.“

Samkvæmt tölfræðinni ykkar var 84% af þessu plasti endurunnið. 

„Heyrðu, nú erum við að horfa til framtíðar. Við ætlum að sjá til þess að það verði tekið á þessu máli. Ég veit ekki um önnur mál sem hafa komið upp vegna endurvinnslu á plasti erlendis sem varðar íslenskt plast.“

Umbúðir frá MjólkursamsölunniVíða mátti finna umbúðir frá Mjólkursamsölunni, ásamt öllum helstu vörumerkjum landsins.

Vissi ekki af plastbruna tengdum Swerec

Þú veist semsagt ekki af plastinu sem Swerec sendi til Lettlands og brann þar? Og var eitt stærsta umhverfisslys í sögu landsins?

„Bíddu er það sama plastið og var frá 2016?“

Nei, það er frá 2017 í Jurmala í Lettlandi. Þú vissir ekki af því?

„Nei. Eins og ég segi, nú verum við bara að horfa fram á veginn hérna.“

Ættum við kannski ekki að læra af sögunni áður en við færum okkur áfram?

„Að sjálfsögðu, helduru að við lærum ekki af sögunni?“

Er það samt? Því það virðist ekkert hafa breyst. Við erum ennþá í viðskiptum við Swerec. Við erum enþá að leyfa fyrirtækjum að vera í viðskiptum við Swerec.

„Bíddu bíddu. Swerec hefur tekið sig á. Þessir aðilar, bæði FTI [sænska skilakerfið] og græni punkturinn í Noregi eru komnir aftur í viðskipti við Swerec.“ 

Já með miklu eftirliti.

„Já.“

Eru þið með aukið eftirlit með Swerec?

„Nei, en við treystum því að þessi norrænu fyrirtæki, systurfyrirtæki Úrvinnslusjóðs, séu með þetta í lagi.“

En þau treystu Swerec ekki nógu mikið og kærðu það til lögreglu. Er ekki skrýtið að Úrvinnslusjóður gerði það ekki?

„Uhmm ...“

Segist enn vera að læra 

Við sendum fundarbeiðni á alla stjórnarmeðlimi Úrvinnslusjóðs, enginn sá sér fært að ræða við okkur, nema þú. Nú ertu búinn að vinna hérna í þrjár vikur, finnst þér að þú sért með allt á hreinu hvað sé að gerast hjá sjóðnum til að svara fyrir þetta mál?

„Auðvitað ekki, ég er að læra.“

Ætti ekki framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, sem hefur einmitt líka neitað viðtalsbeiðni okkar, að svara fyrir þetta? Að almenningur geti fengið einhver svör við þessu í staðinn fyrir að senda mann sem er búinn að vinna hjá sjóðnum í þrjár vikur?

„Nú ber ég auðvitað ábyrgð, sem stjórnarmaður, á starfseminni.“ 

Telur ekki þörf á frekari rannsóknum

Nú er Ríkisendurskoðun að skoða Úrvinnslusjóð og gera rannsókn á honum. Alþingi óskaði eftir því og langstærstur hluti alþingismanna samþykktu það. Telur þú að það þurfi opinbera rannsókn á störfum Úrvinnslusjóðs og hvort það séu einhver fleiri tilfelli til staðar eins og gerðist þarna í suður Svíþjóð?

„Alls ekki, alls ekki.“

Þú telur svo ekki? Þú telur að þetta sé algjört einsdæmi?

„Já.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð
AfhjúpunPlastið fundið

Ís­lenska plast­synd­in fund­in í Sví­þjóð

Stund­in fann allt að 1.500 tonn af ís­lensku plasti sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í vöru­húsi í Sví­þjóð. Allt plast­ið var sagt end­urunn­ið eða end­ur­nýtt sam­kvæmt töl­fræði Úr­vinnslu­sjóðs og var ís­lensk­um end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­um greitt um hundrað millj­ón­ir króna fyr­ir að senda það í end­ur­vinnslu. Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra seg­ir Úr­vinnslu­sjóð bera ábyrgð á að ís­lenskt plast sé í raun end­urunn­ið. Plast­ið slig­ar palestínska flótta­manna­fjöl­skyldu í Sví­þjóð sem greið­ir nú fyr­ir úr­vinnslu á því.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Gauti Bergmann Víðisson skrifaði
  Sannur Sjalli hér á ferð. Má ekki koma upp um spillinguna.
  0
 • Flosi Guðmundsson skrifaði
  Magnús þarf greinilega að lesa Stundina meira.
  0
 • Siggi Rey skrifaði
  Als ekki, alls ekki! Segir manni að frekari rannsóknar sé þörf!
  0
 • ÁHG
  Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
  Stundin 9,5.af 10 mögulegum.Maður hálf vorkennir þverslaufungnum að vera hent svona fyrir hungruð ljónin.
  0
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  Opinber stjórnsýsla í sinni tærustu mynd .

  Veit ekkert , kynnir sér ekkert og svarar auðu ?
  0
 • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
  Hér má engin undankomuleið vera. Það verður að setja af stað lögreglurannsókn nú þegar því að blinda og þekkingarleysi eru sjaldan ókeypis. Einhver borgar. Svör aumingja mannsins eru skiljanleg ef hann hefur ekki verið við stjórnvölinn nema fáar vikur. En hvar er ráðherra? Ber hann ekki síðustu ábyrgð?
  0
 • Helga Óskarsdóttir skrifaði
  Vanhæf stjórnsýsla! Hrikalega vanhæf stjórnsýsla. Er þessi þverflautukarl í xD mafíunni?
  1
  • Gauti Bergmann Víðisson skrifaði
   Auðvitað....svona tala aðeins sjallarnir.
   0
  • Gauti Bergmann Víðisson skrifaði
   Auðvitað....svona tala aðeins sjallarnir.
   0
 • Sigurður Sigurðsson skrifaði
  Frábær blaðamaður!
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Ennþá plast um allt á friðlýstu svæði í Krýsuvík
FréttirPlastið fundið

Enn­þá plast um allt á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík

Enn má finna plast á frið­lýstu svæði í Krýsu­vík eft­ir að Terra los­aði þar plast­meng­aða moltu. Fyr­ir­tæk­ið sagð­ist hafa hreins­að allt svæð­ið. Plast­ið hef­ur nú veðr­ast og brotn­að í örplast sem er nán­ast ómögu­legt að hreinsa.
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
„Þessi úrgangsmál eiga að vera í lagi”
FréttirPlastið fundið

„Þessi úr­gangs­mál eiga að vera í lagi”

Auð­ur Anna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, seg­ir það brand­ara að end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hafi ver­ið val­ið um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins 2020, á sama tíma og það var losa plast­meng­að­an úr­gang á nátt­úru­m­inja­svæði.
Leyndarmál Endurvinnslunnar
FréttirPlastið fundið

Leynd­ar­mál End­ur­vinnsl­unn­ar

Ís­lensk end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæki spör­uðu sér tugi millj­óna króna þeg­ar þau brenndu þús­und­ir tonna af plasti í stað þess að senda það til end­ur­vinnslu.
Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
FréttirPlastið fundið

Terra ætl­ar að axla ábyrgð fjór­um ár­um eft­ir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.

Nýtt efni

Ómetanlegt að finna stuðninginn
Fréttir

Ómet­an­legt að finna stuðn­ing­inn

Öllu máli skipt­ir að hafa feng­ið að­stoð, fólk og tæki, aust­ur á land eft­ir að snjóflóð féllu í Nes­kaup­stað og hús voru rýmd þar, á Eski­firði og Seyð­is­firði seg­ir Jón Björn Há­kon­ar­son bæj­ar­stjóri Fjarða­byggð­ar.
Norska stjórnin ætlar að lækka skattinn en eigandi Arnarlax segir hagnað laxeldisins ekki óhóflegan
FréttirLaxeldi

Norska stjórn­in ætl­ar að lækka skatt­inn en eig­andi Arn­ar­lax seg­ir hagn­að lax­eld­is­ins ekki óhóf­leg­an

Norska rík­i­s­tjórn­in hef­ur boð­ið breyt­ing­ar á skatt­heimtu sinni á lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in þar í landi. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in eru hins veg­ar ósátt og kvarta yf­ir skatt­lagn­ing­unni. Með­al ann­ars er um að ræða stærsta eig­anda Arn­ar­lax á Bíldu­dal sem tel­ur að arð­semi fyr­ir­tæk­is­ins sé ekki óhóf­leg þrátt fyr­ir rúm­lega 30 millj­arða arð­greiðsl­ur út úr fyr­ir­tæk­inu nokk­ur ár í röð.
Tvöfaldur dessert og hálf öld á Kjarvalsstöðum
MenningListalistinn

Tvö­fald­ur dess­ert og hálf öld á Kjar­vals­stöð­um

List­alisti 24. mars - 4. apríl í boði Hús&Hill­billy
NATO hefur lýst áhyggjum af rannsóknamiðstöð Kína um norðurljósin
FréttirKína og Ísland

NATO hef­ur lýst áhyggj­um af rann­sóknamið­stöð Kína um norð­ur­ljós­in

Norð­ur­ljós­a­rann­sóknamið­stöð Ís­lands og Kína að Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu hef­ur ver­ið vand­ræða­mál inni í stjórn­kerf­inu um nokk­urra ára skeið. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, furð­aði sig á mið­stöð­inni eft­ir að hann varð ut­an­rík­is­ráð­herra. Rann­sóknamið­stöð­in virð­ist hafa ver­ið ákveð­in og byggð nán­ast án póli­tískr­ar að­komu eða eft­ir­lits.
Verðbólgan undir tíu prósentin á nýjan leik
Fréttir

Verð­bólg­an und­ir tíu pró­sent­in á nýj­an leik

Ný verð­bólgu­mæl­ing Hag­stof­unn­ar sýn­ir að mæld verð­bólga und­an­farna tólf mán­uði nem­ur 9,8 pró­sent­um. Verð­bólg­an er því kom­in und­ir tíu pró­sent­in á ný, eft­ir að hafa mælst 10,2 pró­sent í fe­brú­ar­mán­uði, en það var hæsta mælda verð­bólga á Ís­landi frá ár­inu 2009.
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.

Mest lesið undanfarið ár

 • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
  1
  Rannsókn

  Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

  Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
 • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
  2
  Eigin Konur#75

  Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

  Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
 • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
  3
  Eigin Konur#82

  Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

  „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
  4
  Viðtal

  Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

  „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
 • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
  5
  Viðtal

  „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

  Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
 • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
  6
  Fréttir

  „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

  Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
 • Helga Sif og Gabríela Bryndís
  7
  Eigin Konur#80

  Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

  Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
 • Lifði af þrjú ár á götunni
  8
  Viðtal

  Lifði af þrjú ár á göt­unni

  Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
 • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
  9
  Afhjúpun

  „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

  Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
 • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
  10
  Úttekt

  Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

  Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.