Tilkynningum um heimilisofbeldi frá janúar til nóvember í fyrra fjölgaði um 19 prósent miðað við sama tímabil fimm áranna á undan. Breytt verklag lögreglu er talið hafa þar áhrif sem og vitundarvakning í samfélaginu um heimilisofbeldi. Hins vegar hefur fjöldi lögreglumanna við störf staðið í stað og ríkislögreglustjóri segir að hörgull sé á lögreglumönnum um allt land og lögregla sé í raun í kröggum. Sviðsstjóri ákærusviðs segir að ákærendum hafi ekki verið fjölgað í takt við mikla aukningu tilkynninga, þrátt fyrir að heimilisofbeldismál séu flokkuð sem forgangsmál hjá lögreglu, gríðarlegt álag sé á ákærendum og ef það sé vilji til að stytta málsmeðferð þurfi að fjölga ákærendum.
503 konur meðal brotaþola
Á tímabilinu janúar til október árin 2015 og 2016 voru skráð hjá lögreglu í kringum 660 heimilisofbeldismál en síðustu tvö ár eru þau yfir 900 talsins. Allt árið í …
Athugasemdir