Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vitneskja um fjögur kynferðisbrotamál var til staðar innan KSÍ

Guðni Berg­son, fyrr­ver­andi formað­ur KSÍ, veitti vill­andi upp­lýs­ing­ar um vitn­eskju sam­bands­ins um kyn­ferð­is­brot að mati út­tekt­ar­nefnd­ar. Geir Þor­steins­son, fyrr­ver­andi formað­ur, er einnig gagn­rýnd­ur.

Vitneskja um fjögur kynferðisbrotamál var til staðar innan KSÍ
Sagði ósatt Guðni vissi af frásögnum um kynferðisbrot í ágúst þegar hann neitaði fyrir að tilkynningar hefðu borist til KSÍ. Mynd: mbl/ Eggert Jóhannesson

Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, veitti villandi upplýsingar í ágúst síðastliðnum þegar hann sagði að KSÍ hefðu ekki borist ábendingar um kynferðisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Guðni hafði þá þegar verið upplýstur um ásökun á hendur landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyn, fyrrverandi landsliðsmanni. Vitneskja var til staðar innan KSÍ um fjórar frásagnir þar sem leikmenn eða starfsmenn sambandsins hefðu beitt kynferðislegu ofbeldi.

Þetta kom fram á fundi úttektarnefndar ÍSÍ sem rannsakaði viðbrögð og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisbrotamála sem tengjast landsliði Íslands og KSÍ. Í málinu sem tengist Aroni og Eggerti fékk Guðni vitneskju um alvarlegt kynferðisofbeldi frá tengdamóður þolanda, sem jafnframt er starfsmaður KSÍ.

Gerðar voru athugsemdir við yfirlýsingar Guðna

Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að auk þessa máls hafi verið vitneskja um þrjú önnur mál þar sem leikmenn eða starfsmenn KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Því hafi málflutningur Guðna, þegar hann neitaði fyrir að á borði KSÍ væru frásagnir um kynferðislegt ofbeldi í viðtölum í ágúst, stangast á við staðreyndir málsins. Stjórnarfólk, framkvæmdastjóri KSÍ og starfsfólk hafi gert verulegar athugasemdir við þær yfirlýsingar sem Guðni lét frá sér fara.

Nefndin telur að KSÍ hafi brugðist við í þremur af þessum fjórum málum, með því að senda leikmenn heim út landsliðsverkefni eða með því að koma því svo fyrir að starfsmenn störfuðu ekki framar fyrir KSÍ. Alls var um að ræða þrjá landsliðsmenn og tvo starfsmenn en þolendurnir eru fjórir. Þannig hafi ekki fundist vísbendingar um að KSÍ hafi boðið kæranda í máli sem kom til kasta KSÍ í mars 2018 þagnarskyldusamning, eða með einhverjum hætti komið að slíku tilboði.

Nýtti almannatengla vegna ásökunar um heimilisofbeldi

Engu að síður telur nefndin ekki vísbendingar um að í formannstíð Guðna hafi verið beitt þöggun eða að atvik beri einkenni nauðgunarmenningar innan KSÍ. Nefndin gerir hins vegar athugasemd við að Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi leitað til almannatengils árið 2016 í kjölfar þess að honum bárust upplýsingar um að lögregla hefði verið kölluð á heimili landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi.

Það er mat nefndarinnar að þrátt fyrir að konur séu í miklum minnihluta á skrifstofu KSÍ og í stjórn sambandsins sé ekki hægt að draga þær ályktanir að uppi séu aðstæður sem hamli þátttöku kvenna í starfi sambandsins. Hins vegar starfi KSÍ í alþjóðlegu umhverfi sem sé mjög karllægt. KSÍ hafi með virkum hætti beitt sér undanfarin ár til að jafna aðbúnað karla- og kvennalandsliða. Þá hafi verið gripið til fjölmargra aðgerða til að auka hlut kvenna innan knattspyrnuhreyfingarinnar, þá það hafi gengið misjafnlega vel.

Í nefndinni sátu Dr. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, sem jafnframt var formaður nefndarinnar og Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Já hann laug ,hópnauðgun ekki kynferðisbrot hvar er samkendin siðferðið?
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Villandi ? Hann LAUG blákallt !!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár